Mbl greindi fyrst frá málinu, sem snýr að því að framkvæmdastjóri Biskupsstofu, Ragnhildur Ásgeirsdóttir, réði Agnesi, yfirmann sinn, til að gegna embætti biskups, frá 1. júlí 2022. Skipunartími Agnesar rann út daginn áður, 30. júní á síðasta ári. Ráðningin var til 28 mánaða, og er því til 31. október 2024.
Í mars á síðasta ári samþykkti Kirkjuþing að veita heimild til biskupskjörs, en í kjölfarið var Agnes hins vegar endurráðin, án vitundar kirkjuþings. Leit nefndin svo á að þar sem engin kosning hefði farið fram hefði Agnes ekki haft umboð til að áminna Gunnar og vísa honum í kjölfarið úr starfi, líkt og hún gerði í september á síðasta ári. Ákvarðanir Agnesar hafi því verið markleysa.

Tíu atvik
Á síðasta ári sökuðu sex konur innan Digranes- og Hjallaprestakalls sökuðu Gunnar um kynferðislega áreitni í fyrra en óháð teymi þjóðkirkjunnar komst að þeirri niðurstöðu nýverið að í af þeim 48 atvikum sem voru til skoðunar hefði séra Gunnar orðið uppvís að ósæmilegri háttsemi í tíu tilvikum.
Gunnari var eins og áður sagt gefin áminning í september í fyrra, en þann 14. september var honum sagt upp.