Heimsókn Bidens staðfest og ný von um neyðaraðstoð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. október 2023 06:31 Særðir Palestínumenn við komuna á al-Shifa sjúkrahúsið í kjölfar loftárása Ísraelsmanna. AP/Abed Khaled Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti margra klukkustunda langan fund með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær sem lauk snemma í morgun. Blinken tilkynnti að loknum fundinum að Joe Biden Bandaríkjaforseti myndi heimsækja Ísrael á morgun, meðal annars til að funda með ráðamönnum þar um hernaðarlegar þarfir landsins. Utanríkisráðherrann sagði einnig að hann og Netanyahu hefðu komist að samkomulagi um að þróa áætlun sem miðaði að því að koma neyðaraðstoð til íbúa Gasa. Þá myndi Biden vilja fá upplýsingar um það frá Ísraelsmönnum hvernig þeir hygðust lágmarka áhrif hernaðaraðgerða sinna á almenna borgara og greiða fyrir aðstoð til íbúa án þess að það gagnaðist Hamas. Samkvæmt yfirvöldum á Gasa létust að minnsta kosti 49 í árásum Ísraelsmanna á svæðið í nótt. Um það bil 600 þúsund íbúar Gasaborgar hafa flúið eftir að Ísraelsstjórn hvatti fólk til að leita suður eftir en um 100 þúsund eru sagðir enn í borginni. Jonathan Conricus, talsmaður Ísraelshers, sagði á daglegum stöðufundi að hernaðaraðgerðir hæfust þegar aðstæður væru þannig að menn teldu líklegt að þeir myndu ná fram markmiðum sínum. Conricus var spurður að því hvort heimsókn Bandaríkjaforseta myndi hafa áhrif á fyrirætlanir Ísraela en hann taldi svo ekki vera. Það væri ekki markmið heimsóknarinnar, heldur að freista þess að draga úr líkunum á stigmögnun átaka á svæðinu. Talsmaðurinn sagðist ekki telja að það væri eitt af markmiðum Ísraelsstjórnar að hernema Gasa. Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins munu funda í dag til að stilla saman strengi en ríkin hafa verið nokkuð ósamstíga í viðbrögðum sínum við árásum Hamas og hernaðaraðgerðum Ísraelsmanna, meðal annars hvað varðar áframhaldandi fjárstuðning við Palestínumenn. Hamas-samtökin segjast hafa 200 til 250 einstaklinga í haldi en Ísrael hefur sagt fjöldann 199. Samtökin krefjast frelsunar 6.000 palestínskra fanga í ísraelskum fangelsinum fyrir gíslana. Íran hefur varað Ísraelsmenn við forvirkum aðgerðum gegn Ísrael en stjórnvöld þar í landi hafa ítrekað að innrás á Gasa yrði svarað. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Joe Biden Bandaríkin Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Sjá meira
Blinken tilkynnti að loknum fundinum að Joe Biden Bandaríkjaforseti myndi heimsækja Ísrael á morgun, meðal annars til að funda með ráðamönnum þar um hernaðarlegar þarfir landsins. Utanríkisráðherrann sagði einnig að hann og Netanyahu hefðu komist að samkomulagi um að þróa áætlun sem miðaði að því að koma neyðaraðstoð til íbúa Gasa. Þá myndi Biden vilja fá upplýsingar um það frá Ísraelsmönnum hvernig þeir hygðust lágmarka áhrif hernaðaraðgerða sinna á almenna borgara og greiða fyrir aðstoð til íbúa án þess að það gagnaðist Hamas. Samkvæmt yfirvöldum á Gasa létust að minnsta kosti 49 í árásum Ísraelsmanna á svæðið í nótt. Um það bil 600 þúsund íbúar Gasaborgar hafa flúið eftir að Ísraelsstjórn hvatti fólk til að leita suður eftir en um 100 þúsund eru sagðir enn í borginni. Jonathan Conricus, talsmaður Ísraelshers, sagði á daglegum stöðufundi að hernaðaraðgerðir hæfust þegar aðstæður væru þannig að menn teldu líklegt að þeir myndu ná fram markmiðum sínum. Conricus var spurður að því hvort heimsókn Bandaríkjaforseta myndi hafa áhrif á fyrirætlanir Ísraela en hann taldi svo ekki vera. Það væri ekki markmið heimsóknarinnar, heldur að freista þess að draga úr líkunum á stigmögnun átaka á svæðinu. Talsmaðurinn sagðist ekki telja að það væri eitt af markmiðum Ísraelsstjórnar að hernema Gasa. Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins munu funda í dag til að stilla saman strengi en ríkin hafa verið nokkuð ósamstíga í viðbrögðum sínum við árásum Hamas og hernaðaraðgerðum Ísraelsmanna, meðal annars hvað varðar áframhaldandi fjárstuðning við Palestínumenn. Hamas-samtökin segjast hafa 200 til 250 einstaklinga í haldi en Ísrael hefur sagt fjöldann 199. Samtökin krefjast frelsunar 6.000 palestínskra fanga í ísraelskum fangelsinum fyrir gíslana. Íran hefur varað Ísraelsmenn við forvirkum aðgerðum gegn Ísrael en stjórnvöld þar í landi hafa ítrekað að innrás á Gasa yrði svarað.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Joe Biden Bandaríkin Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Sjá meira