Ofbeldi í skólaferð varpar ljósi á mikilvægi viðeigandi menntunar leiðsögufólks Guðmundur Björnsson skrifar 17. október 2023 14:00 Nýlega birtist á samfélagsmiðlum óhugnanlegt myndband sem sýnir konu og stúlku eiga í orðaskiptum á gangi hótels á Íslandi. Á myndbandinu má heyra stúlkuna biðla til konunnar um að koma vinsamlegast ekki nálægt sér. Í kjölfarið slær konan stúlkuna fast utan undir og stúlkan leggur á flótta með konuna á hælum sér. Myndbandið endar á því að konan heyrist áminna barnið með orðunum: „Vertu ekki svona ógnandi.“ Unga stúlkan er nemandi frá Harris Girls' Academy frá Bretlandi og var á skólaferðlagi um Ísland þegar hún varð fyrir ofbeldinu. Fyrstu sögusagnir hermdu að sú sem beitti ofbeldinu væri kennari frá skólanum en það var leiðrétt fljótlega og upplýst að konan væri í raun fararstjóri annars hóps sem dvaldi á hótelinu og að atvikið hefði verið kært til lögreglu. Athæfið hefur eðlilega verið fordæmt opinberlega svo sem á samfélagsmiðlum þar sem margir krefjast réttlætis. Einn einstaklingur lýsti viðbjóði sínum á X (áður Twitter) og sagði: „Þetta er ógeðslegt. Ég vona að hún verði rekin og lögsótt af lögreglunni.“ Annar lagði áherslu á nauðsyn tafarlausra aðgerða og sagði: „Hún er greinilega ekki kennari, hún er fararstjóri. Hvort heldur sem er þarf að rannsaka þetta og bregðast við því sem fyrst!“ Siðareglur Félags leiðsögumanna á Íslandi Atvikið sýnir glöggt mikilvægi þess að leiðsögufólk hljóti viðeigandi menntun og þjálfun enda er hlutverk leiðsögufólks er ekki bundið við að sýna ferðamönnum landið, segja sögur og túlka það sem fyrir augum ber. Leiðsögumenn eru sendiherrar landsins sem túlka siðareglur, menningu og gildi landsins. Í þessu sambandi er rétt og þarft að vekja athygli á því að í leiðsögunámi eru siðareglur Félags leiðsögumanna á Íslandi kynntar sérstaklega fyrir nemendum. Í siðareglunum er lögð áhersla á fagmennsku og vandaða starfshætti leiðsögufólks en einnig lög á áhersla á ákveðin siðferðisviðmið og útlistað hvað telst viðeigandi hegðun leiðsögufólks. Atvikið sem sést á myndbandinu, brýtur augljóslega í bága við þessar siðareglur. Þessi atburður undirstrikar ekki aðeins mikilvægi þess að fylgja siðareglunum, heldur vekur einnig upp spurningar um fylgni og framfylgd þessara reglna. Leiðsögunám hjá EHÍ og Evrópustaðall ÍST EN 15565:2008 um menntun leiðsögufólks Til að auka vægi fagmennsku hefur Endurmenntun Háskóla Íslands byggt námskrá sína á Evrópustaðli ÍST EN 15565:2008. Staðallinn ber yfirskriftina „Ferðaþjónusta - Kröfur um faglega þjálfun leiðsögumanna og þjálfunaráætlanir til að öðlast ákveðna færni eða þekkingu.“ Með því að fylgja viðurkenndum staðli er náminu markaður skýr rammi sem tryggir eftir föngum að nemendur hljóti menntun sem byggð er á faglegri þekkingu og traustum siðferðislegum grunni. Nauðsyn faglegrar menntunar fyrir leiðsögufólk Umrætt atvik kastar ekki einungis rýrð á þann leiðsögumann sem í hlut á, heldur varpar einnig skugga á alla starfsstéttina. Leiðsögufólk gegnir mjög mikilvægu hlutverki við að móta upplifun og skynjun ferðamanna á landinu. Þegar ferðamenn, sérstaklega nemendur, leggja af stað í skólaferðir hlýtur það að vera lágmarkskrafan að þeir séu öruggir og í uppbyggjandi umhverfi. Þess vegna er mikilvægt að leiðsögufólk sé ekki einungis menntað í sögu, náttúru og menningu landsins, heldur einnig þjálfað í mannlegum samskiptum, menningarnæmni og lausn ágreinings. Enn fremur undirstrikar þetta atvik mikilvægi ítarlegrar bakgrunnsskoðunar og reglubundins mats ferðaþjónustufyrirtækja á hæfi og hæfni þess leiðsögufólks sem það ræður til starfa. Ferðaþjónustan þarf að tryggja að atvik sem þetta endurtaki sig ekki. Niðurstaða Þessi atburður er áminning um þá ábyrgð sem leiðsögufólk axlar í störfum sínum og mikilvægi góðrar menntunar, símenntunar og þjálfunar þeirra. Eftir því sem heimurinn verður samtengdari og fjölbreyttari verður æ mikilvægara að menningarleg næmni og gagnkvæm virðing sé höfð í fyrirrúmi. Til þess að svo megi verða, verður ferðaþjónustan að halda vöku sinni og grípa til nauðsynlegra aðgerða til þess að tryggja að fulltrúar þeirra eins og leiðsögufólk hljóti viðeigandi þjálfun og haldi þessi gildi í heiðri. Höfundur er leiðsögumaður og faglegur umsjónarmaður leiðsögunáms EHÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Skóla - og menntamál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega birtist á samfélagsmiðlum óhugnanlegt myndband sem sýnir konu og stúlku eiga í orðaskiptum á gangi hótels á Íslandi. Á myndbandinu má heyra stúlkuna biðla til konunnar um að koma vinsamlegast ekki nálægt sér. Í kjölfarið slær konan stúlkuna fast utan undir og stúlkan leggur á flótta með konuna á hælum sér. Myndbandið endar á því að konan heyrist áminna barnið með orðunum: „Vertu ekki svona ógnandi.“ Unga stúlkan er nemandi frá Harris Girls' Academy frá Bretlandi og var á skólaferðlagi um Ísland þegar hún varð fyrir ofbeldinu. Fyrstu sögusagnir hermdu að sú sem beitti ofbeldinu væri kennari frá skólanum en það var leiðrétt fljótlega og upplýst að konan væri í raun fararstjóri annars hóps sem dvaldi á hótelinu og að atvikið hefði verið kært til lögreglu. Athæfið hefur eðlilega verið fordæmt opinberlega svo sem á samfélagsmiðlum þar sem margir krefjast réttlætis. Einn einstaklingur lýsti viðbjóði sínum á X (áður Twitter) og sagði: „Þetta er ógeðslegt. Ég vona að hún verði rekin og lögsótt af lögreglunni.“ Annar lagði áherslu á nauðsyn tafarlausra aðgerða og sagði: „Hún er greinilega ekki kennari, hún er fararstjóri. Hvort heldur sem er þarf að rannsaka þetta og bregðast við því sem fyrst!“ Siðareglur Félags leiðsögumanna á Íslandi Atvikið sýnir glöggt mikilvægi þess að leiðsögufólk hljóti viðeigandi menntun og þjálfun enda er hlutverk leiðsögufólks er ekki bundið við að sýna ferðamönnum landið, segja sögur og túlka það sem fyrir augum ber. Leiðsögumenn eru sendiherrar landsins sem túlka siðareglur, menningu og gildi landsins. Í þessu sambandi er rétt og þarft að vekja athygli á því að í leiðsögunámi eru siðareglur Félags leiðsögumanna á Íslandi kynntar sérstaklega fyrir nemendum. Í siðareglunum er lögð áhersla á fagmennsku og vandaða starfshætti leiðsögufólks en einnig lög á áhersla á ákveðin siðferðisviðmið og útlistað hvað telst viðeigandi hegðun leiðsögufólks. Atvikið sem sést á myndbandinu, brýtur augljóslega í bága við þessar siðareglur. Þessi atburður undirstrikar ekki aðeins mikilvægi þess að fylgja siðareglunum, heldur vekur einnig upp spurningar um fylgni og framfylgd þessara reglna. Leiðsögunám hjá EHÍ og Evrópustaðall ÍST EN 15565:2008 um menntun leiðsögufólks Til að auka vægi fagmennsku hefur Endurmenntun Háskóla Íslands byggt námskrá sína á Evrópustaðli ÍST EN 15565:2008. Staðallinn ber yfirskriftina „Ferðaþjónusta - Kröfur um faglega þjálfun leiðsögumanna og þjálfunaráætlanir til að öðlast ákveðna færni eða þekkingu.“ Með því að fylgja viðurkenndum staðli er náminu markaður skýr rammi sem tryggir eftir föngum að nemendur hljóti menntun sem byggð er á faglegri þekkingu og traustum siðferðislegum grunni. Nauðsyn faglegrar menntunar fyrir leiðsögufólk Umrætt atvik kastar ekki einungis rýrð á þann leiðsögumann sem í hlut á, heldur varpar einnig skugga á alla starfsstéttina. Leiðsögufólk gegnir mjög mikilvægu hlutverki við að móta upplifun og skynjun ferðamanna á landinu. Þegar ferðamenn, sérstaklega nemendur, leggja af stað í skólaferðir hlýtur það að vera lágmarkskrafan að þeir séu öruggir og í uppbyggjandi umhverfi. Þess vegna er mikilvægt að leiðsögufólk sé ekki einungis menntað í sögu, náttúru og menningu landsins, heldur einnig þjálfað í mannlegum samskiptum, menningarnæmni og lausn ágreinings. Enn fremur undirstrikar þetta atvik mikilvægi ítarlegrar bakgrunnsskoðunar og reglubundins mats ferðaþjónustufyrirtækja á hæfi og hæfni þess leiðsögufólks sem það ræður til starfa. Ferðaþjónustan þarf að tryggja að atvik sem þetta endurtaki sig ekki. Niðurstaða Þessi atburður er áminning um þá ábyrgð sem leiðsögufólk axlar í störfum sínum og mikilvægi góðrar menntunar, símenntunar og þjálfunar þeirra. Eftir því sem heimurinn verður samtengdari og fjölbreyttari verður æ mikilvægara að menningarleg næmni og gagnkvæm virðing sé höfð í fyrirrúmi. Til þess að svo megi verða, verður ferðaþjónustan að halda vöku sinni og grípa til nauðsynlegra aðgerða til þess að tryggja að fulltrúar þeirra eins og leiðsögufólk hljóti viðeigandi þjálfun og haldi þessi gildi í heiðri. Höfundur er leiðsögumaður og faglegur umsjónarmaður leiðsögunáms EHÍ.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar