Hættið stríðinu strax Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 18. október 2023 08:31 Villimennska og grimmd Ísraelshers á sér fá takmörk og 17. október 2023 verður minnst sem dagsins er Netanyahu forsætisráðherra sendi sínar bandarísku stríðsþotur til að sprengja Ahli Arab sjúkrahúsið í miðri Gaza borg í loft upp. Og til að bíta höfuðið af skömminni reyndi hann að ljúga því upp á Palestínumenn sjálfa að hafa sent eldflaug á sjúkrahúsið, slysaskot. Þeir sem fylgst hafa með ferli Bibi vita að hann er í sínu heimalandi þekktur fyrir lygar. En hér er þetta ekki bara hann heldur stríðsglæpagengið allt í kringum hann sem freistar þess að þvo hendur sínar af þessum viðbjóðslega glæp. 500 dánir voru fyrstu tölur, sem eiga eftir að hækka; sjúklingar, læknar, heilbrigðisstarfsfólk og fleiri, ekki síst konur og börn sem leitað höfðu skjóls á þessu frábæra sjúkrahúsi sem Enska biskupakirkjan hefur rekið frá upphafi. Ég kom þangað fyrst í heimsókn í maí 1990. Þá var sjúkrahúsið líka fullt af særðu fólki og dánum. Hryðjuverkamaður í Ísraelsher tók sér stöðu á strætóstöð í Rishon la Zion (nálægt Tel Aviv) með hríðskotabyssu sunnudaginn 20. maí 1990. Hann sorteraði Palestínumenn frá öðrum farþegum og skaut þá miskunnarlaust, um 20 manns. Mikil sorg og reiði gaus upp á herteknu svæðunum, en mótmælin voru kæfð í blóði af Ísraelsher sem var reiðubúinn. Öll palestínsk sjúkrahús fylltust af særðum og látnum. Við sr. Rögnvaldur komum til landsins 23. maí og urðum vitni að afleiðingunum. Hveru lengi skyldum við þurfa að horfa á þjóðarmorð í beinni útsendingu, stríðsglæpi sem fara fram með stuðningi Bandaríkjanna, Evrópusambandsins og NATO, þar með talið Íslands? Þetta er það sem kallað er Vesturveldin eða Alþjóðasamfélagið. Samkvæmt þessu aðilum virðist réttur Ísraels til að verja sig, ná til þess að gjöreyða byggð Palestínumanna á Gazasvæðinu og ganga frá þjóðinni dauðri. Framferði landræningjanna á Vesturbakkanum, sívaxandi árásir, eyðilegging heimila og morð, einkum á ungum mönnum, sýnir að þjóðernishreinsanir takmarkast ekki við Gaza. Krafa dagsins er að þegar í stað verði komið á mannúðar-vopnahléi, þannig að kleift verði að flytja inn lífsnauðsynjar; vatn, matvæli, lyf og eldsneyti fyrir rafmagn. Þessi Vesturvöld geta þrýst á Ísraelsstjórn til að stöðva árásirnar sem eru að gera Gaza óbyggilegt. Í kjölfarið geta hafist eiginlegar vopnahlés viðræður, þar sem samið er um fangaskipti og annað. Höfundur er heimilislæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Villimennska og grimmd Ísraelshers á sér fá takmörk og 17. október 2023 verður minnst sem dagsins er Netanyahu forsætisráðherra sendi sínar bandarísku stríðsþotur til að sprengja Ahli Arab sjúkrahúsið í miðri Gaza borg í loft upp. Og til að bíta höfuðið af skömminni reyndi hann að ljúga því upp á Palestínumenn sjálfa að hafa sent eldflaug á sjúkrahúsið, slysaskot. Þeir sem fylgst hafa með ferli Bibi vita að hann er í sínu heimalandi þekktur fyrir lygar. En hér er þetta ekki bara hann heldur stríðsglæpagengið allt í kringum hann sem freistar þess að þvo hendur sínar af þessum viðbjóðslega glæp. 500 dánir voru fyrstu tölur, sem eiga eftir að hækka; sjúklingar, læknar, heilbrigðisstarfsfólk og fleiri, ekki síst konur og börn sem leitað höfðu skjóls á þessu frábæra sjúkrahúsi sem Enska biskupakirkjan hefur rekið frá upphafi. Ég kom þangað fyrst í heimsókn í maí 1990. Þá var sjúkrahúsið líka fullt af særðu fólki og dánum. Hryðjuverkamaður í Ísraelsher tók sér stöðu á strætóstöð í Rishon la Zion (nálægt Tel Aviv) með hríðskotabyssu sunnudaginn 20. maí 1990. Hann sorteraði Palestínumenn frá öðrum farþegum og skaut þá miskunnarlaust, um 20 manns. Mikil sorg og reiði gaus upp á herteknu svæðunum, en mótmælin voru kæfð í blóði af Ísraelsher sem var reiðubúinn. Öll palestínsk sjúkrahús fylltust af særðum og látnum. Við sr. Rögnvaldur komum til landsins 23. maí og urðum vitni að afleiðingunum. Hveru lengi skyldum við þurfa að horfa á þjóðarmorð í beinni útsendingu, stríðsglæpi sem fara fram með stuðningi Bandaríkjanna, Evrópusambandsins og NATO, þar með talið Íslands? Þetta er það sem kallað er Vesturveldin eða Alþjóðasamfélagið. Samkvæmt þessu aðilum virðist réttur Ísraels til að verja sig, ná til þess að gjöreyða byggð Palestínumanna á Gazasvæðinu og ganga frá þjóðinni dauðri. Framferði landræningjanna á Vesturbakkanum, sívaxandi árásir, eyðilegging heimila og morð, einkum á ungum mönnum, sýnir að þjóðernishreinsanir takmarkast ekki við Gaza. Krafa dagsins er að þegar í stað verði komið á mannúðar-vopnahléi, þannig að kleift verði að flytja inn lífsnauðsynjar; vatn, matvæli, lyf og eldsneyti fyrir rafmagn. Þessi Vesturvöld geta þrýst á Ísraelsstjórn til að stöðva árásirnar sem eru að gera Gaza óbyggilegt. Í kjölfarið geta hafist eiginlegar vopnahlés viðræður, þar sem samið er um fangaskipti og annað. Höfundur er heimilislæknir.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun