„Munurinn var Aron Rafn“ Hinrik Wöhler skrifar 18. október 2023 20:46 Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar brúnaþungur á hliðarlínunni. Vísir/Pawel Haukar báru sigurorð af Aftureldingu í Olís deild karla á Ásvöllum í kvöld og lyfta sér upp í þriðja sæti deildarinnar með sigrinum. Leikurinn endaði 27-23 fyrir Haukum og var Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, vonsvikinn í leikslok. „Munurinn var Aron Rafn á þessum liðum í kvöld og hann var stórkostlegur í markinu. Hann varði nítján bolta og tók mikið af skotum og að mínu mati munurinn á liðunum í kvöld. Ég var ánægður með mína menn varnarlega og það voru margar góðar sóknir en slúttin voru ekki góð og Aron fór illa með okkur,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik. Það er stutt á milli stríða hjá Mosfellingum en þeir kepptu á móti norska liðinu Nærbø IL í Evrópubikarkeppninni síðasta sunnudag. Gunnar telur að það hafi ekki verið nein þreytumerki á liðinu og ítrekaði að það var fyrst og fremst markvörður Hauka sem reyndist munurinn á liðunum í kvöld. „Nei, alls ekki þreyttir. Við vorum ferskir og mér fannst við gera margt vel og varnarleikurinn var góður. Við náðum oft að skapa okkur fín færi eftir góðar sóknir en við vorum í vandræðum að skora á hann [Aron Rafn Eðvarðsson] og kannski voru sum skotin ekki nægilega góð en að sama skapi var hann sjóðheitandi heitur í markinu og þar lá munurinn.” Haukar skoruðu þó nokkur mörk í tómt markið í leiknum eftir að Afturelding tók Jovan Kukobat úr markinu og reyndi að spila sjö á sex. Það gekk erfiðlega fyrir Mosfellinga og fengu þeir oftar en ekki ódýr mörk í bakið. „Þetta er eitt af okkar vopnum, sjö á sex. Það var bara sama, við fengum færi en skoruðum ekki. Það var dýrt að fá mark beint í bakið eftir að hafa misnotað færin en ég var ekkert óánægður með skipulagið í sjö á sex. Á meðan við vorum kaldir í færunum var þetta of mikil áhætta að mínu mati og ég hætti því í seinni hálfleik,“ sagði Gunnar þegar hann var spurður út í þetta tiltekna leikplan. „Klár á því að við getum snúið þessu við“ Mosfellingar sitja í fjórða sæti deildarinnar þegar sjö umferðir eru búnar af Olís deildinni og eru á pari samkvæmt Gunnari. „Þetta er bara þokkaleg byrjun, við erum svipaðir eins og við héldum. Auðvitað viljum við reyna að vinna alla leiki og allt þetta, við erum á ágætis vegferð. Við eigum þó nóg inni og þá sérstaklega þegar við kemur sóknarleiknum,“ sagði Gunnar þegar hann var spurður út í byrjun Aftureldingar á mótinu. Næsti leikur Aftureldingar er á móti norska liðinu Nærbø IL og þarf Afturelding að vinna upp fimm marka forskot frá fyrri leiknum út í Noregi. „Ég hef fulla trú á að við getum unnið þennan mun upp, það er klárt mál og sérstaklega ef við náum að fá Mosfellinga til að mæta og styðja okkur, fylla kofann og búum til alvöru gryfju. Munurinn á liðunum er ekki það mikill og fimm mörk eru fljót að fara í handbolta. Ef við fáum fullt hús og alvöru stuðning frá Mosfellingum þá er ég klár á því að við getum snúið þessu við þar,“ sagði Gunnar að lokum um Evrópuleikinn sem er framundan á laugardaginn. Olís-deild karla Afturelding Haukar Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
„Munurinn var Aron Rafn á þessum liðum í kvöld og hann var stórkostlegur í markinu. Hann varði nítján bolta og tók mikið af skotum og að mínu mati munurinn á liðunum í kvöld. Ég var ánægður með mína menn varnarlega og það voru margar góðar sóknir en slúttin voru ekki góð og Aron fór illa með okkur,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik. Það er stutt á milli stríða hjá Mosfellingum en þeir kepptu á móti norska liðinu Nærbø IL í Evrópubikarkeppninni síðasta sunnudag. Gunnar telur að það hafi ekki verið nein þreytumerki á liðinu og ítrekaði að það var fyrst og fremst markvörður Hauka sem reyndist munurinn á liðunum í kvöld. „Nei, alls ekki þreyttir. Við vorum ferskir og mér fannst við gera margt vel og varnarleikurinn var góður. Við náðum oft að skapa okkur fín færi eftir góðar sóknir en við vorum í vandræðum að skora á hann [Aron Rafn Eðvarðsson] og kannski voru sum skotin ekki nægilega góð en að sama skapi var hann sjóðheitandi heitur í markinu og þar lá munurinn.” Haukar skoruðu þó nokkur mörk í tómt markið í leiknum eftir að Afturelding tók Jovan Kukobat úr markinu og reyndi að spila sjö á sex. Það gekk erfiðlega fyrir Mosfellinga og fengu þeir oftar en ekki ódýr mörk í bakið. „Þetta er eitt af okkar vopnum, sjö á sex. Það var bara sama, við fengum færi en skoruðum ekki. Það var dýrt að fá mark beint í bakið eftir að hafa misnotað færin en ég var ekkert óánægður með skipulagið í sjö á sex. Á meðan við vorum kaldir í færunum var þetta of mikil áhætta að mínu mati og ég hætti því í seinni hálfleik,“ sagði Gunnar þegar hann var spurður út í þetta tiltekna leikplan. „Klár á því að við getum snúið þessu við“ Mosfellingar sitja í fjórða sæti deildarinnar þegar sjö umferðir eru búnar af Olís deildinni og eru á pari samkvæmt Gunnari. „Þetta er bara þokkaleg byrjun, við erum svipaðir eins og við héldum. Auðvitað viljum við reyna að vinna alla leiki og allt þetta, við erum á ágætis vegferð. Við eigum þó nóg inni og þá sérstaklega þegar við kemur sóknarleiknum,“ sagði Gunnar þegar hann var spurður út í byrjun Aftureldingar á mótinu. Næsti leikur Aftureldingar er á móti norska liðinu Nærbø IL og þarf Afturelding að vinna upp fimm marka forskot frá fyrri leiknum út í Noregi. „Ég hef fulla trú á að við getum unnið þennan mun upp, það er klárt mál og sérstaklega ef við náum að fá Mosfellinga til að mæta og styðja okkur, fylla kofann og búum til alvöru gryfju. Munurinn á liðunum er ekki það mikill og fimm mörk eru fljót að fara í handbolta. Ef við fáum fullt hús og alvöru stuðning frá Mosfellingum þá er ég klár á því að við getum snúið þessu við þar,“ sagði Gunnar að lokum um Evrópuleikinn sem er framundan á laugardaginn.
Olís-deild karla Afturelding Haukar Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita