Átján ára gamalt sakamál loks að skýrast: Tvö morð með fimm ára millibili upp á dag Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. október 2023 23:53 Hvarf Natalee Holloway hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum vestanhafs. AP Nærri tveimur áratugum eftir að hin átján ára Natalee Holloway hvarf sporlaust á eyjunni Aruba í Suður-Ameríku hefur karlmaður sem lengi lá undir grun um aðild að hvarfi hennar játað að hafa orðið henni að bana. Holloway var í útskriftarferð ásamt skólafélögum sínum frá Alabama-ríki í Bandaríkjunum á eyjunni þegar síðast sást til hennar. Þann 30. maí 2005 sást hún yfirgefa skemmtistað ásamt þremur mönnum, tveimur frá Súrínam og einum Hollendingi, sem nú hefur játað að hafa myrt hana það kvöld. Hinn 36 ára gamli Joran van der Sloot hefur játað fyrir alríkisdómstól að hafa kastað múrsteini í höfuð Holloway og orðið henni þannig að bana. Hann játaði verknaðinn fyrst í hljóðrituðu viðtali við lögmann sinn fyrr í mánuðinum. Þar sagðist hann hafa kastað steininum vegna þess að Holloway hafði neitað að stunda kynlíf með honum. Hann sagði Holloway hafa sparkað í klof hans þegar hann reyndi að strjúka henni kynferðislega á strönd nálægt skemmtistaðnum. Þá hafi hann sparkað í höfuð hennar og lamið hana í höfuðið með múrsteini. Síðan hafi hann ákveðið að ýta henni ofan í sjó. Þá játaði hann að hafa fjárkúgað móður Holloway árið 2010 með því að reyna að selja henni upplýsingar um hvar líkamsleifar Holloway væri að finna fyrir 250 þúsund dollara, eða um 34 milljónir króna. Lík Holloway hefur aldrei fundist en dómstólar í Alabama-ríki úrskurðuðu hana sem látna árið 2012. Van der Sloot hafði tvisvar sinnum verið handtekinn í tengslum við hvarf Holloway en í bæði skiptin verið látinn laus vegna skorts á sönnunargögnum. Hann játaði verknaðinn fyrr í mánuðinum sem hluta af samkomulagi við saksóknara í fjárkúgunarmálinu. Játning hans var opinberuð í dag. Tvö morð með fimm ára millibili Van der Sloot afplánar nú 28 ára langan fangelsisdóm fyrir að hafa myrt perúska konu að nafni Stephany Tatiana Flores á hóteli í Lima, höfuðborg Perú, þann 30. maí 2010. Sléttum fimm árum eftir hvarf Holloway. Hann er sagður hafa myrt Flores af sömu ástæðu og hann myrti Holloway, vegna þess að hún vildi ekki sofa hjá honum. Árið 2021 var van der Sloot dæmdur fyrir smygl á kókaíni inn í fangelsið í Perú. Hann hlaut átján ára dóm fyrir, ofan á dóminn fyrir morðið á Flores. Van der Sloot var í dag dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar sem hann kemur til með að afplána í Perú samhliða dómnum fyrir morðið á hinni perúsku Flores. Erlend sakamál Perú Holland Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Holloway var í útskriftarferð ásamt skólafélögum sínum frá Alabama-ríki í Bandaríkjunum á eyjunni þegar síðast sást til hennar. Þann 30. maí 2005 sást hún yfirgefa skemmtistað ásamt þremur mönnum, tveimur frá Súrínam og einum Hollendingi, sem nú hefur játað að hafa myrt hana það kvöld. Hinn 36 ára gamli Joran van der Sloot hefur játað fyrir alríkisdómstól að hafa kastað múrsteini í höfuð Holloway og orðið henni þannig að bana. Hann játaði verknaðinn fyrst í hljóðrituðu viðtali við lögmann sinn fyrr í mánuðinum. Þar sagðist hann hafa kastað steininum vegna þess að Holloway hafði neitað að stunda kynlíf með honum. Hann sagði Holloway hafa sparkað í klof hans þegar hann reyndi að strjúka henni kynferðislega á strönd nálægt skemmtistaðnum. Þá hafi hann sparkað í höfuð hennar og lamið hana í höfuðið með múrsteini. Síðan hafi hann ákveðið að ýta henni ofan í sjó. Þá játaði hann að hafa fjárkúgað móður Holloway árið 2010 með því að reyna að selja henni upplýsingar um hvar líkamsleifar Holloway væri að finna fyrir 250 þúsund dollara, eða um 34 milljónir króna. Lík Holloway hefur aldrei fundist en dómstólar í Alabama-ríki úrskurðuðu hana sem látna árið 2012. Van der Sloot hafði tvisvar sinnum verið handtekinn í tengslum við hvarf Holloway en í bæði skiptin verið látinn laus vegna skorts á sönnunargögnum. Hann játaði verknaðinn fyrr í mánuðinum sem hluta af samkomulagi við saksóknara í fjárkúgunarmálinu. Játning hans var opinberuð í dag. Tvö morð með fimm ára millibili Van der Sloot afplánar nú 28 ára langan fangelsisdóm fyrir að hafa myrt perúska konu að nafni Stephany Tatiana Flores á hóteli í Lima, höfuðborg Perú, þann 30. maí 2010. Sléttum fimm árum eftir hvarf Holloway. Hann er sagður hafa myrt Flores af sömu ástæðu og hann myrti Holloway, vegna þess að hún vildi ekki sofa hjá honum. Árið 2021 var van der Sloot dæmdur fyrir smygl á kókaíni inn í fangelsið í Perú. Hann hlaut átján ára dóm fyrir, ofan á dóminn fyrir morðið á Flores. Van der Sloot var í dag dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar sem hann kemur til með að afplána í Perú samhliða dómnum fyrir morðið á hinni perúsku Flores.
Erlend sakamál Perú Holland Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira