„Alltaf haft þá skoðun að allir eigi rétt á að fá annað tækifæri til að sýna sig og sanna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. október 2023 08:02 Dyrnar inn í jamaíska landsliðið standa Mason Greenwood opnar að sögn Heimis Hallgrímssonar. vísir/sigurjón/getty Heimir Hallgrímsson segir ekkert launungarmál að hann vilji fá framherjann Mason Greenwood til að spila með jamaíska landsliðinu. Greenwood var handtekinn þann 30. janúar 2022 og ákærður fyrir líkamsárás og tilraun til nauðgunar. Mál hans var nýlega fellt niður vegna ónægra sönnunargagna og hann fór í kjölfarið á láni frá Manchester United til Getafe. Hinn 22 ára lék sinn fyrsta og eina landsleik fyrir England gegn Íslandi í Þjóðadeildinni haustið 2020. Óvíst er hvort Greenwood muni leik aftur fyrir enska landsliðið en hann á möguleika á að spila fyrir það jamaíska þar sem faðir hans er frá landinu. Heimir hefur áhuga á að fá Greenwood í jamaíska landsliðið sem hann hefur stýrt undanfarið ár. „Hann er búinn að vera mikið í umræðunni, bæði fyrir gæði og það sem gekk á í hans einkalífi. En eins og aðrir þjálfarar vil ég hafa gæðaleikmenn í liðinu mínu. Ég ætla ekkert að fela það, ég væri spenntur fyrir því. En það er svo sem ekki mín ákvörðun. Það eru forsetinn, framkvæmdastjórinn og aðrir sem ákveða það hvort hann sé velkominn eða ekki. Þeir hafa báðir gefið það út að þeir myndu vilja fá hann. Dyrnar eru opnar fyrir hann ef hann vill koma til okkar,“ sagði Heimir í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum. Greenwood skoraði sitt fyrsta mark fyrir Getafe á dögunum.getty/Juan Manuel Serrano Arce Heimir segist fylgjast með Greenwood líkt og öðrum leikmönnum sem eiga þess kost að spila fyrir jamaíska landsliðið. „Að sjálfsögðu. Þetta er spennandi leikmaður. En við erum að fylgjast með mörgum leikmönnum sem við vitum að geta spilað fyrir okkur og hafa látið vita að þeir hafi áhuga á því. Við erum að reyna að vinna okkar vinnu eins vel og við getum,“ sagði Heimir. En hefur Greenwood sjálfur áhuga á að spila fyrir Jamaíku? „Hann hefur gefið það út og æfir meira að segja í landsliðsbúningi Jamaíku. Þannig að hann hefur gefið það í skyn,“ svaraði Heimir. Klippa: Heimir um Greenwood Hann segir eflaust séu skiptar skoðanir á Jamaíku hvort Greenwood eigi að spila fyrir landsliðið. „Ég held að það sé eins og alls staðar, það eru alls konar skoðanir á því, og eðlilega. Hann fór til Spánar og það voru einhverjir sem voru á móti því og einhverjir með því. Þannig er það bara. Ég hef alltaf haft þá skoðun að allir eigi rétt á að fá annað tækifæri til að sýna sig og sanna. Maður fær ekki og nær ekki að þroskast nema maður geri mistök einhvers staðar á leiðinni og fái að bæta það upp.“ Horfa má á Heimi tala um Greenwood í spilaranum hér fyrir ofan. Fótbolti Mál Mason Greenwood Jamaíka Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Greenwood var handtekinn þann 30. janúar 2022 og ákærður fyrir líkamsárás og tilraun til nauðgunar. Mál hans var nýlega fellt niður vegna ónægra sönnunargagna og hann fór í kjölfarið á láni frá Manchester United til Getafe. Hinn 22 ára lék sinn fyrsta og eina landsleik fyrir England gegn Íslandi í Þjóðadeildinni haustið 2020. Óvíst er hvort Greenwood muni leik aftur fyrir enska landsliðið en hann á möguleika á að spila fyrir það jamaíska þar sem faðir hans er frá landinu. Heimir hefur áhuga á að fá Greenwood í jamaíska landsliðið sem hann hefur stýrt undanfarið ár. „Hann er búinn að vera mikið í umræðunni, bæði fyrir gæði og það sem gekk á í hans einkalífi. En eins og aðrir þjálfarar vil ég hafa gæðaleikmenn í liðinu mínu. Ég ætla ekkert að fela það, ég væri spenntur fyrir því. En það er svo sem ekki mín ákvörðun. Það eru forsetinn, framkvæmdastjórinn og aðrir sem ákveða það hvort hann sé velkominn eða ekki. Þeir hafa báðir gefið það út að þeir myndu vilja fá hann. Dyrnar eru opnar fyrir hann ef hann vill koma til okkar,“ sagði Heimir í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum. Greenwood skoraði sitt fyrsta mark fyrir Getafe á dögunum.getty/Juan Manuel Serrano Arce Heimir segist fylgjast með Greenwood líkt og öðrum leikmönnum sem eiga þess kost að spila fyrir jamaíska landsliðið. „Að sjálfsögðu. Þetta er spennandi leikmaður. En við erum að fylgjast með mörgum leikmönnum sem við vitum að geta spilað fyrir okkur og hafa látið vita að þeir hafi áhuga á því. Við erum að reyna að vinna okkar vinnu eins vel og við getum,“ sagði Heimir. En hefur Greenwood sjálfur áhuga á að spila fyrir Jamaíku? „Hann hefur gefið það út og æfir meira að segja í landsliðsbúningi Jamaíku. Þannig að hann hefur gefið það í skyn,“ svaraði Heimir. Klippa: Heimir um Greenwood Hann segir eflaust séu skiptar skoðanir á Jamaíku hvort Greenwood eigi að spila fyrir landsliðið. „Ég held að það sé eins og alls staðar, það eru alls konar skoðanir á því, og eðlilega. Hann fór til Spánar og það voru einhverjir sem voru á móti því og einhverjir með því. Þannig er það bara. Ég hef alltaf haft þá skoðun að allir eigi rétt á að fá annað tækifæri til að sýna sig og sanna. Maður fær ekki og nær ekki að þroskast nema maður geri mistök einhvers staðar á leiðinni og fái að bæta það upp.“ Horfa má á Heimi tala um Greenwood í spilaranum hér fyrir ofan.
Fótbolti Mál Mason Greenwood Jamaíka Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira