Torjus Seland, sjö ára norskur drengur, fannst undir steinhellu í Lindesnesi í Noregi á þriðjudag. Dánarorsök liggur ekki fyrir en samkvæmt tilkynningu lögreglu mun krufning fara fram. Seland fannst í skóglendi í um þriggja kílómetra fjarlægð þar sem hann sást síðast.
Drengurinn varð viðskila við fjölskyldu sína á sunnudaginn en þau voru þar saman í veiðiferð. Tilkynnt var um fundinn í tilkynningu frá lögreglunni í Agder fylki í Noregi.
Det var Torjus Seland (7) fra Lyngdal som ble funnet død av letemannskaper tirsdag ettermiddag. https://t.co/Km2mvfq0BA
— Politiet i Agder (@politiagder) October 18, 2023
Þar kom jafnframt fram að steinhellann hafi virkað sem náttúrulegt skýli og að hitamyndavélar hafi ekki numið drenginn vegna staðsetningar hans undir steinhellunni.
Umfangsmikil leit fór fram eftir að tilkynnt var um hvarf drengsins. Alls tóku um 1.500 sjálfsboðaliðar þátt í leitinni. Leitarflokkar með hunda fundu hann loks seinnipart þriðjudags.
Seland fannst nálægt því svæði þar sem leit fór fram en í frétt norska miðilsins VG kemur fram að sjálfboðaliðum hafi verið ráðið frá því að leita á svæðinu. Lögreglan segir að þegar svo umfangsmikil leit fari fram þurfi að skipuleggja það vel og tryggja öryggi allra.