Remy Martin þarf að standa undir nafni í fyrsta leiknum sínum í Sláturhúsinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2023 15:00 Remy Martin er búinn að spila tvo leiki og hefur fengið á sig gagnrýni fyrir frammistöðuna. Hvað gerir hann í kvöld. S2 Sport Keflvíkingar fá loksins heimaleik í Subway deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir taka á móti deildar- og bikarmeisturum Valsmanna. Fyrstu tveir leikir Keflavíkurliðsins hafa verið á útivelli en þeir eru eina liðið í deildinni sem á eftirt að spila heimaleik á þessu tímabili. Það breytist í kvöld þegar Valur kemur í heimsókn í Blue höllina. Þetta er stórleikur kvöldsins enda tvö lið sem búist var við miklu af á þessari leiktíð. Valsmenn hafa byrjað tímabilið með tveimur sannfærandi sigrum en Keflvíkingar eru enn að sleikja sárin eftir að hafa steinlegið á Króknum um síðustu helgi. Leikur Keflavíkur og Vals hefst klukkan 19.15 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Hægt verður að fylgjast með öllum leikjum kvöldsins á sama tíma á Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport. Augun hafa beinst að bandaríska leikmanni Keflavíkurliðsins því sjaldan hefur stærri prófíll komið til Íslands en umræddur Remy Martin. Martin var frábær með Arizona State háskólanum og varð síðan bandarískur háskólameistari með University of Kansas 2022 þar sem hann skoraði meðal annars 14 stig í úrslitaleiknum. Remy Martin var ekki góður í fyrsta leik en hafði þá afsökun að hann að spila í Frystikistunni í Hveragerði í fyrsta sinn. Keflavík vann líka leikinn auk þess að hann endaði með 29 stig í leiknum. Viðvörunarbjöllurnar fóru aftur á móti í gang eftir leikinn á Króknum þar sem Martin var bitlítill, kraftlaus og varð hreinlega undir í glímunni við ágenga bakverði Íslandsmeistaranna. Martin þurfti 17 skot til skora 13 stig og komst aldrei á vítalínuna í leiknum. Keflavíkurliðið tapaði líka með 23 stigum þegar hann var inn á vellinum enda ekki er hann að breyta leiknum heldur í vörninni. Þegar sóknin klikkar hjá honum þá er fokið í flest skjól. Martin hefur þar með þurft að taka 45 skot til að skora þessi 42 stig sín á tímabilinu og mörg þessara skota eru ekki tekin í flæðinu heldur eftir knattrak hans þar sem enginn annar Keflvíkingur sér boltann. Fyrsti leikur Remy Martin með Keflavík í Hveragerði 29 stig úr 28 skotum 17% þriggja stiga nýting (2 af 12) 32% skotnýting (9 af 28) 11 fráköst 4 stoðsendingar 9 fiskaðar villur og 11 fengin víti 24 framlagsstig - Annar leikur Remy Martin með Keflavík á Sauðárkróki 13 stig úr 17 skotum 37% þriggja stiga nýting (3 af 8) 29% skotnýting (5 af 17) 5 fráköst 7 stoðsendingar 4 fiskaðar villur og 0 fengin víti 12 framlagsstig En er þetta það sem kappinn ætlar að bjóða upp á í vetur? Nú fá stuðningsmenn Keflavíkur loksins að sjá Martin í Sláturhúsinu á Sunnubrautinni og þótt að andstæðingurinn sé eitt allra besta lið landsins þá er án efa pressa á Remy Martin í kvöld að standa undir nafni. Skyndiprófin hans eru að baki en í dag er stóra prófið fyrir stuðningsmenn Keflavíkur að komast að því hvort Remy Martin sé sá leikmaður sem ferilskráin hans sýnir eða bara kannski bara strandaður á Íslandi eftir misheppnaða byrjun sína í atvinnumennsku. Augun verða því að þessu snaggaralega Bandaríkjamanni í leiknum og ef að Martin sé sá keppnismaður sem margir trúa að hann sé þá ætti hann að mæta í fullum herklæðum í leikinn í kvöld og sýna hvað hann stendur fyrir inn á körfuboltavellinum. Hann hefur vissulega hæfileika til að stríða Valsmönnum í fjörutíu mínútur en stórt spurningin er hvort hann hafi hugarfarið í það. Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Í beinni: Porrino - Valur | Fyrri úrslitaleikurinn Handbolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Sjá meira
Fyrstu tveir leikir Keflavíkurliðsins hafa verið á útivelli en þeir eru eina liðið í deildinni sem á eftirt að spila heimaleik á þessu tímabili. Það breytist í kvöld þegar Valur kemur í heimsókn í Blue höllina. Þetta er stórleikur kvöldsins enda tvö lið sem búist var við miklu af á þessari leiktíð. Valsmenn hafa byrjað tímabilið með tveimur sannfærandi sigrum en Keflvíkingar eru enn að sleikja sárin eftir að hafa steinlegið á Króknum um síðustu helgi. Leikur Keflavíkur og Vals hefst klukkan 19.15 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Hægt verður að fylgjast með öllum leikjum kvöldsins á sama tíma á Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport. Augun hafa beinst að bandaríska leikmanni Keflavíkurliðsins því sjaldan hefur stærri prófíll komið til Íslands en umræddur Remy Martin. Martin var frábær með Arizona State háskólanum og varð síðan bandarískur háskólameistari með University of Kansas 2022 þar sem hann skoraði meðal annars 14 stig í úrslitaleiknum. Remy Martin var ekki góður í fyrsta leik en hafði þá afsökun að hann að spila í Frystikistunni í Hveragerði í fyrsta sinn. Keflavík vann líka leikinn auk þess að hann endaði með 29 stig í leiknum. Viðvörunarbjöllurnar fóru aftur á móti í gang eftir leikinn á Króknum þar sem Martin var bitlítill, kraftlaus og varð hreinlega undir í glímunni við ágenga bakverði Íslandsmeistaranna. Martin þurfti 17 skot til skora 13 stig og komst aldrei á vítalínuna í leiknum. Keflavíkurliðið tapaði líka með 23 stigum þegar hann var inn á vellinum enda ekki er hann að breyta leiknum heldur í vörninni. Þegar sóknin klikkar hjá honum þá er fokið í flest skjól. Martin hefur þar með þurft að taka 45 skot til að skora þessi 42 stig sín á tímabilinu og mörg þessara skota eru ekki tekin í flæðinu heldur eftir knattrak hans þar sem enginn annar Keflvíkingur sér boltann. Fyrsti leikur Remy Martin með Keflavík í Hveragerði 29 stig úr 28 skotum 17% þriggja stiga nýting (2 af 12) 32% skotnýting (9 af 28) 11 fráköst 4 stoðsendingar 9 fiskaðar villur og 11 fengin víti 24 framlagsstig - Annar leikur Remy Martin með Keflavík á Sauðárkróki 13 stig úr 17 skotum 37% þriggja stiga nýting (3 af 8) 29% skotnýting (5 af 17) 5 fráköst 7 stoðsendingar 4 fiskaðar villur og 0 fengin víti 12 framlagsstig En er þetta það sem kappinn ætlar að bjóða upp á í vetur? Nú fá stuðningsmenn Keflavíkur loksins að sjá Martin í Sláturhúsinu á Sunnubrautinni og þótt að andstæðingurinn sé eitt allra besta lið landsins þá er án efa pressa á Remy Martin í kvöld að standa undir nafni. Skyndiprófin hans eru að baki en í dag er stóra prófið fyrir stuðningsmenn Keflavíkur að komast að því hvort Remy Martin sé sá leikmaður sem ferilskráin hans sýnir eða bara kannski bara strandaður á Íslandi eftir misheppnaða byrjun sína í atvinnumennsku. Augun verða því að þessu snaggaralega Bandaríkjamanni í leiknum og ef að Martin sé sá keppnismaður sem margir trúa að hann sé þá ætti hann að mæta í fullum herklæðum í leikinn í kvöld og sýna hvað hann stendur fyrir inn á körfuboltavellinum. Hann hefur vissulega hæfileika til að stríða Valsmönnum í fjörutíu mínútur en stórt spurningin er hvort hann hafi hugarfarið í það.
Fyrsti leikur Remy Martin með Keflavík í Hveragerði 29 stig úr 28 skotum 17% þriggja stiga nýting (2 af 12) 32% skotnýting (9 af 28) 11 fráköst 4 stoðsendingar 9 fiskaðar villur og 11 fengin víti 24 framlagsstig - Annar leikur Remy Martin með Keflavík á Sauðárkróki 13 stig úr 17 skotum 37% þriggja stiga nýting (3 af 8) 29% skotnýting (5 af 17) 5 fráköst 7 stoðsendingar 4 fiskaðar villur og 0 fengin víti 12 framlagsstig
Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Í beinni: Porrino - Valur | Fyrri úrslitaleikurinn Handbolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Sjá meira