Umfjöllun og viðtöl: Hamar - Stjarnan 80-90 | Stjarnan sótti sinn fyrsta sigur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. október 2023 22:05 Ægir Þór Steinarsson fór á kostum í liði Stjörnunnar í kvöld. Vísir/Vilhelm Stjarnan vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið heimsótti Hamar í þriðju umferð Subway-deildar karla í kvöld. Lokatölur 80-90 í leik þar sem Ægir Þór Steinarsson dró vagninn fyrir gestina. Heimamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og tóku fljótt frumkvæðið. Danero Thomas snögghitnaði og setti niður hvern þristinn á fætur öðrum og áður en langt um leið voru Hamarsmenn komnir tíu stigum yfir. Mestur varð munurinn á liðunum 16 stig í fyrsta leikhluta, en þá vöknuðu gestirnir loksins til lífsins og skoruðu fimm stig í röð áður en leikhlutinn var á enda. Stjörnumenn héldu áhlaupi sínu áfram í öðrum leikhluta léku við hvern sinn fingur. Liðið skoraði fyrstu 13 stig leikhlutans og kom sér þar með í tveggja stiga forystu í stöðunni 28-30. Heimamenn tóku þá við sér á ný og liðin skiptust á að skora það sem eftir lifði leikhlutans. Stjörnumenn náðu mest fjögurra stiga forskoti fyrir hálfleikshléið, en það voru heimamenn í Hamri sem leiddu í hálfleik, munurinn aðeins eitt stig og staðan 43-42, Hamri í vil. Síðari hálfleikur hófst svo eins og sá fyrri endaði. Lítið sem ekkert gat skilið liðin að og munurinn varð aldrei mikið meiri en fimm stig. Gestirnir náðu forystunni snemma í þriðja leikhluta, en heimamenn í Hamri snéru því aftur sér í vil og náðu sex stiga forskoti í stöðunni 59-53. Þá komu hins vegar átta stig í röð frá Stjörnumennum og þeir voru því komnir með forystuna á ný þegar um tvær og hálf mínúta var eftir af þriðja leikhluta. Stjörnumenn héldu áhlaupi sínu áfram út leikhlutann og leiddu með sex stigum að honum loknum, staðan 62-68, gestunum í vil. Gestirnir í Stjörnunni héldu Hamarsmönnum í hæfilegri fjarlægð allan fjósrða leikhlutann, án þess þó að ná að slíta sig almennilega frá heimamönnum. Að sama skapi náðu heimamenn ekki að ógna forskoti gestanna nægilega mikið á lokakaflanum og Stjarnan vann því að lokum sinn fyrsta sigur á tímabilinu, 80-90, en Hamarsmenn eru enn án sigurs. Af hverju vann Stjarnan? Eftir erfiða byrjun fundur Stjörnumenn taktinn með Ægi Þór Steinarsson í broddi fylkingar. Gestirnir frá Garðabænum náðu vissulega aldrei að slíta sig almennilega frá nýliðunum, en stöðvuðu blæðinguna snemma í fyrri hálfleik og höfðu í raun yfirhöndina stærstan hluta leiksins eftir það. Hverjir stóðu upp úr? Ægir Þór Steinarsson stóð upp úr. Hann skoraði 40 stig fyrir Stjörnuna, ásamt því að taka tíu fráköst og gefa sjö stoðsendingar. Antti Kanervo kom þar næstur fyrir gestina með 17 stig. Í liði Hamars var Marice Creek stigahæstur með 21 stig og þeir Ragnar Nathanaelsson og Jose Medina komu næstir með 13 stig hvor. Hvað gekk illa? Hamarsmönnum gekk afar illa að hemja besta mann Stjörnunnar, Ægi Þór Steinarsson. Heimamönnum gekk vel í upphafi leiks að setja niður körfur og stöðva sóknarleik gestanna, en eftir því sem leið á leikinn fundu Stjörnumenn taktinn og skotnýting Hamars fékk að líða fyrir það. Hvað gerist næst? Leikið verður í VÍS-bikar karla um helgina, en engar upplýsingar er að finna um þá leiki á heimasíðu KKÍ. Næstu leikir liðanna í deildinni eru hins vegar á fimmtudaginn eftir viku þegar Hamar sækir Hauka heim og Stjarnan tekur á móti Keflavík. Arnar: „Allir í Stjörnunni elska Ægi“ Arnar Guðjónsson var eðlilega sáttur í leikslok.Vísir/Hulda Margrét „Þetta er bara erfiður staður að spila á. Þetta er öðruvísi íþróttahús. Þetta er þröngt hús og svo ertu með Ragga (Ragnar Nathanaelsson) og þá verður það enn þá þrengra þegar hann er þar. Þannig ég er bara rosalega feginn að við höfum náð að landa sigri hér í kvöld,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, í leikslok. Stjörnumenn lentu í basli í upphafi leiks, en fundu taktinn undir lok fyrsta leikhluta. „Okkur gekk illa að skora í byrjun og þá varð svona pínu óðagot á okkur varnarlega og við ætluðum bara að stela boltanum til að komast aftur í sókn. Þeir refsuðu því mjög vel og náðu þá að byggja upp þetta forskot. Mér fannst við vera að fá fína hluti í sókninni, en svolítið óðagot á okkur í vörninni.“ Hann segir það einnig hafa hjálpað að hafa mann eins og Ægi Þór Steinarsson í liðinu, enda setti hann 40 stig í kvöld. „Allir í Stjörnunni elska Ægi og fleira fólk en það. Hann er góður og var góður í kvöld.“ Stjörnumenn hafa lent í skakkaföllum í upphafi tímabils og liðið er með marga leikmenn á meiðslalistanum. Þar má nefna Kevin Kone sem kom til liðsins í sumar, en hann sat á bekknum í borgaralegum klæðum ásamt öðrum leikmanni sem Arnar vildi þó ekki segja til um hver væri. „Þetta er einhver vinur hans Inga (Þórs Steinþórssonar, aðstoðarþjálfara), ég veit ekkert hver þetta er,“ sagði Arnar léttur. Stjörnumenn eiga erfitt prógram framundan og mæta Þór frá Þorlákshöfn í bikarnum á sunnudaginn áður en liðið tekur á móti Keflavík í deildinni næstkomandi fimmtudag. „Það er Þór Þorlákshöfn í bikar á sunnudaginn, sem ég hefði alveg verið til í að sleppa við. En það verður gaman, við töpuðum naumlega fyrir þeim heima um daginn og erum að fá þá aftur núna og okkur hlakkar til. Við ætlum að reyna að vinna það því bikarinn hefur verið okkar keppni og við ætlum að reyna að halda því áfram.“ „Ég held að það sjái það allir að við erum vængbrotnir því alltaf þegar við komum í íþróttahúsin þá þurfum við að ná í stóla fyrir þá sem eru ekki með því það er ekki reiknað með að það séu svona margir sem sitja,“ sagði Arnar að lokum. Halldór: Ægir Þór Steinarsson klárar bara þennan leik Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars.Vísir/Vilhelm „Mér fannst eins og við hefðum átt að taka þetta. Þetta er annar heimaleikurinn sem við hefðum átt að vinna, en erum ekki að vinna og það bara mun hamla okkur mikið. Við verðum að klára þessa leiki þar sem við erum að byrja svona vel, en svo kemur lélegur kafli þar sem opin skot eru ekki að fara ofan í. Það er mikil bæting á milli leikja, en ótrúlega svekkjandi að vera búinn að vera með betra lið í tveimur leikjum og ná ekki að vinna,“ sagði Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars, í leikslok. Þá segir hann hafa verið blóðugt að hafa misst niður 16 stiga forskot strax í öðrum leikhluta sem liðið hafði byggt upp um miðjan fyrsta leikhluta. „Við tókum léleg skot í byrjun annars leikhluta. Við erum í frosti og leyfum þeim aðeins að keyra upp, týnum skyttunum þegar við hlaupum til baka og þeir setja tvo-þrjá þrista. En svo var ég alveg ánægður með að það gerðist nákvæmlega það sama í Valsleiknum þar sem við missum forskot í öðrum leikhluta og hættum svo bara, en í kvölf héldum við allavega áfram. Ég er ógeðslega svekktur, en að mörgu leyti miklu ánægðari en ég var hérna fyrir nokkrum dögum.“ Þá segir hann einnig batamerki á liðinu, en að það séu sigrarnir sem telja. „Það vantar auðvitað hrikalega mikið i Stjörnuna, en Ægir Þór Steinarsson klárar bara þennan leik. Hann átti ekki góðan leik í seinustu umferð þannig það var ekki séns að besti maður deildarinnar væri að fara að eiga tvo lélega leiki í röð. En okkur fannst við gera alveg vel á alla aðra. Það er batamerki á liðinu, en það eru sigrarnir sem telja og við erum ekki að ná þeim eins og er. En við höldum áfram.“ „Aftur er ég samt virkilega ánægður með stuðninginn sem við erum að fá. Aðdáendur og fólkið hérna í Hveragerði er að taka vel í okkar ævintýri og ég vona bara að við förum að ná í sigur því þau eiga það skilið. Við leggjum áfram á okkur að reyna að ná sigri og vonandi kemur það bara í næstu umferð,“ sagði Halldór að lokum. Subway-deild karla Hamar Stjarnan
Stjarnan vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið heimsótti Hamar í þriðju umferð Subway-deildar karla í kvöld. Lokatölur 80-90 í leik þar sem Ægir Þór Steinarsson dró vagninn fyrir gestina. Heimamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og tóku fljótt frumkvæðið. Danero Thomas snögghitnaði og setti niður hvern þristinn á fætur öðrum og áður en langt um leið voru Hamarsmenn komnir tíu stigum yfir. Mestur varð munurinn á liðunum 16 stig í fyrsta leikhluta, en þá vöknuðu gestirnir loksins til lífsins og skoruðu fimm stig í röð áður en leikhlutinn var á enda. Stjörnumenn héldu áhlaupi sínu áfram í öðrum leikhluta léku við hvern sinn fingur. Liðið skoraði fyrstu 13 stig leikhlutans og kom sér þar með í tveggja stiga forystu í stöðunni 28-30. Heimamenn tóku þá við sér á ný og liðin skiptust á að skora það sem eftir lifði leikhlutans. Stjörnumenn náðu mest fjögurra stiga forskoti fyrir hálfleikshléið, en það voru heimamenn í Hamri sem leiddu í hálfleik, munurinn aðeins eitt stig og staðan 43-42, Hamri í vil. Síðari hálfleikur hófst svo eins og sá fyrri endaði. Lítið sem ekkert gat skilið liðin að og munurinn varð aldrei mikið meiri en fimm stig. Gestirnir náðu forystunni snemma í þriðja leikhluta, en heimamenn í Hamri snéru því aftur sér í vil og náðu sex stiga forskoti í stöðunni 59-53. Þá komu hins vegar átta stig í röð frá Stjörnumennum og þeir voru því komnir með forystuna á ný þegar um tvær og hálf mínúta var eftir af þriðja leikhluta. Stjörnumenn héldu áhlaupi sínu áfram út leikhlutann og leiddu með sex stigum að honum loknum, staðan 62-68, gestunum í vil. Gestirnir í Stjörnunni héldu Hamarsmönnum í hæfilegri fjarlægð allan fjósrða leikhlutann, án þess þó að ná að slíta sig almennilega frá heimamönnum. Að sama skapi náðu heimamenn ekki að ógna forskoti gestanna nægilega mikið á lokakaflanum og Stjarnan vann því að lokum sinn fyrsta sigur á tímabilinu, 80-90, en Hamarsmenn eru enn án sigurs. Af hverju vann Stjarnan? Eftir erfiða byrjun fundur Stjörnumenn taktinn með Ægi Þór Steinarsson í broddi fylkingar. Gestirnir frá Garðabænum náðu vissulega aldrei að slíta sig almennilega frá nýliðunum, en stöðvuðu blæðinguna snemma í fyrri hálfleik og höfðu í raun yfirhöndina stærstan hluta leiksins eftir það. Hverjir stóðu upp úr? Ægir Þór Steinarsson stóð upp úr. Hann skoraði 40 stig fyrir Stjörnuna, ásamt því að taka tíu fráköst og gefa sjö stoðsendingar. Antti Kanervo kom þar næstur fyrir gestina með 17 stig. Í liði Hamars var Marice Creek stigahæstur með 21 stig og þeir Ragnar Nathanaelsson og Jose Medina komu næstir með 13 stig hvor. Hvað gekk illa? Hamarsmönnum gekk afar illa að hemja besta mann Stjörnunnar, Ægi Þór Steinarsson. Heimamönnum gekk vel í upphafi leiks að setja niður körfur og stöðva sóknarleik gestanna, en eftir því sem leið á leikinn fundu Stjörnumenn taktinn og skotnýting Hamars fékk að líða fyrir það. Hvað gerist næst? Leikið verður í VÍS-bikar karla um helgina, en engar upplýsingar er að finna um þá leiki á heimasíðu KKÍ. Næstu leikir liðanna í deildinni eru hins vegar á fimmtudaginn eftir viku þegar Hamar sækir Hauka heim og Stjarnan tekur á móti Keflavík. Arnar: „Allir í Stjörnunni elska Ægi“ Arnar Guðjónsson var eðlilega sáttur í leikslok.Vísir/Hulda Margrét „Þetta er bara erfiður staður að spila á. Þetta er öðruvísi íþróttahús. Þetta er þröngt hús og svo ertu með Ragga (Ragnar Nathanaelsson) og þá verður það enn þá þrengra þegar hann er þar. Þannig ég er bara rosalega feginn að við höfum náð að landa sigri hér í kvöld,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, í leikslok. Stjörnumenn lentu í basli í upphafi leiks, en fundu taktinn undir lok fyrsta leikhluta. „Okkur gekk illa að skora í byrjun og þá varð svona pínu óðagot á okkur varnarlega og við ætluðum bara að stela boltanum til að komast aftur í sókn. Þeir refsuðu því mjög vel og náðu þá að byggja upp þetta forskot. Mér fannst við vera að fá fína hluti í sókninni, en svolítið óðagot á okkur í vörninni.“ Hann segir það einnig hafa hjálpað að hafa mann eins og Ægi Þór Steinarsson í liðinu, enda setti hann 40 stig í kvöld. „Allir í Stjörnunni elska Ægi og fleira fólk en það. Hann er góður og var góður í kvöld.“ Stjörnumenn hafa lent í skakkaföllum í upphafi tímabils og liðið er með marga leikmenn á meiðslalistanum. Þar má nefna Kevin Kone sem kom til liðsins í sumar, en hann sat á bekknum í borgaralegum klæðum ásamt öðrum leikmanni sem Arnar vildi þó ekki segja til um hver væri. „Þetta er einhver vinur hans Inga (Þórs Steinþórssonar, aðstoðarþjálfara), ég veit ekkert hver þetta er,“ sagði Arnar léttur. Stjörnumenn eiga erfitt prógram framundan og mæta Þór frá Þorlákshöfn í bikarnum á sunnudaginn áður en liðið tekur á móti Keflavík í deildinni næstkomandi fimmtudag. „Það er Þór Þorlákshöfn í bikar á sunnudaginn, sem ég hefði alveg verið til í að sleppa við. En það verður gaman, við töpuðum naumlega fyrir þeim heima um daginn og erum að fá þá aftur núna og okkur hlakkar til. Við ætlum að reyna að vinna það því bikarinn hefur verið okkar keppni og við ætlum að reyna að halda því áfram.“ „Ég held að það sjái það allir að við erum vængbrotnir því alltaf þegar við komum í íþróttahúsin þá þurfum við að ná í stóla fyrir þá sem eru ekki með því það er ekki reiknað með að það séu svona margir sem sitja,“ sagði Arnar að lokum. Halldór: Ægir Þór Steinarsson klárar bara þennan leik Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars.Vísir/Vilhelm „Mér fannst eins og við hefðum átt að taka þetta. Þetta er annar heimaleikurinn sem við hefðum átt að vinna, en erum ekki að vinna og það bara mun hamla okkur mikið. Við verðum að klára þessa leiki þar sem við erum að byrja svona vel, en svo kemur lélegur kafli þar sem opin skot eru ekki að fara ofan í. Það er mikil bæting á milli leikja, en ótrúlega svekkjandi að vera búinn að vera með betra lið í tveimur leikjum og ná ekki að vinna,“ sagði Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars, í leikslok. Þá segir hann hafa verið blóðugt að hafa misst niður 16 stiga forskot strax í öðrum leikhluta sem liðið hafði byggt upp um miðjan fyrsta leikhluta. „Við tókum léleg skot í byrjun annars leikhluta. Við erum í frosti og leyfum þeim aðeins að keyra upp, týnum skyttunum þegar við hlaupum til baka og þeir setja tvo-þrjá þrista. En svo var ég alveg ánægður með að það gerðist nákvæmlega það sama í Valsleiknum þar sem við missum forskot í öðrum leikhluta og hættum svo bara, en í kvölf héldum við allavega áfram. Ég er ógeðslega svekktur, en að mörgu leyti miklu ánægðari en ég var hérna fyrir nokkrum dögum.“ Þá segir hann einnig batamerki á liðinu, en að það séu sigrarnir sem telja. „Það vantar auðvitað hrikalega mikið i Stjörnuna, en Ægir Þór Steinarsson klárar bara þennan leik. Hann átti ekki góðan leik í seinustu umferð þannig það var ekki séns að besti maður deildarinnar væri að fara að eiga tvo lélega leiki í röð. En okkur fannst við gera alveg vel á alla aðra. Það er batamerki á liðinu, en það eru sigrarnir sem telja og við erum ekki að ná þeim eins og er. En við höldum áfram.“ „Aftur er ég samt virkilega ánægður með stuðninginn sem við erum að fá. Aðdáendur og fólkið hérna í Hveragerði er að taka vel í okkar ævintýri og ég vona bara að við förum að ná í sigur því þau eiga það skilið. Við leggjum áfram á okkur að reyna að ná sigri og vonandi kemur það bara í næstu umferð,“ sagði Halldór að lokum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum