Íbúðin er 92,5 fermetrar að stærð, björt með aukinni lofthæð í nýlegu fjölbýlishúsi í hjarta miðborgarinnar.
Anddyri hússins er tilkomumikið, flísalagt með vönduðum ítölskum Basalto flísum og grófum steinsteypuveggjum.

Eignin skiptist í tvö svefnherbergi, tvö baðherbergi og rúmgott alrými sem samanstendur af eldhúsi, stofu og borðstofu.
Innanstokksmunir eignarinnar eru sérlega glæsilegir, má þar nefna íslenska og skandinavíska hönnun.
Við borðstofuborðið eru Sjöurnar, hannaðar af danska arkitektinum og hönnuðinum Arne Jacobsen, sem hafa notið mikilla vinsælda hér á landi.
Hinn formfagri glerlampi, PH 3½-2½, hannaður af danska hönnuðinum Louis Poulsen árið 1928 nýtur sín vel við hlið fiðrildastólsins, eða Butterfly Chair, sem hannaður var af þremur arkitektum í Argentínu árið 1938.


Út um glugga íbúðarinnar og af svölunum má fylgjast með mannlífinu og straumi ferðamanna, meðal annars á Bæjarins bestu - líklega best sótta veitingastað landsins.
Nánari upplýsingar má finna á fasteignavef Vísis.




