Stuðningurinn við Ísrael og Úkraínu sé skynsamleg fjárfesting til framtíðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. október 2023 06:32 Þetta var í annað sinn sem Biden ávarpar þjóðina frá skrifstofu sinni í Hvíta húsinu. Getty/Jonathan Ernst Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði Bandaríkjamenn frá skrifstofu sinni í Hvíta húsinu í gær og biðlaði til þeirra um að hverfa ekki frá hlutverki sínu sem „leiðarljós“ heimsins. Í ræðu sinni sagðist forsetinn myndu fara fram á fjárframlög frá þinginu til handa bæði Ísrael og Úkraínu og þá fordæmdi hann gyðingaandúð og „íslamfóbíu“ heima fyrir. „Hamas og Pútín eru ólíkar ógnir en þær eiga þetta sameginlegt: Báðir vilja gjöreyða lýðræðislegu nágrannaríki,“ sagði Biden. Hamans hefði framið sannkölluð illvirki og að í heimsókn sinni til Ísrael í gær hefði hann hitt fyrir fólk sem væri að upplifa mikinn sársauka. Auk þess að funda með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, virðist Biden hafa átt samtal, líklega í gegnum síma, við Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og ítrekað afstöðu Bandaríkjanna varðandi tveggja ríkja lausn á deilunni. Biden greindi einnig frá því að hann hefði rætt við Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta nokkrum klukkustundum áður. „Ég veit að þessi átök kunna að virðast langt í burtu. Það er eðlilegt að spyrja hvernig þær varða Bandaríkin. Leyfið mér að segja ykkur hvers vegna velgengni Ísrael og Úkraínu skiptir öllu máli fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna. „Sagan hefur kennt okkur að þegar hryðjuverkamenn gjalda ekki fyrir gjörðir sínar, þegar einræðisherrar gjalda ekki fyrir yfirgang sinn, þá valda þeir meiri kaos og dauða og eyðileggingu. Þeir halda áfram og kostnaðurinn og ógnirnar gagnvart Bandaríkjunum og heiminum halda áfram að aukast.“ The terror and tyranny of Hamas and Putin represent different threats, but they both want to completely annihilate a neighboring democracy.Let me share with you why this is vital for America s national security: https://t.co/MoClTKCBCw— President Biden (@POTUS) October 20, 2023 Þá sagði forsetinn: „Forysta Bandaríkjanna er það sem heldur heiminum saman. Bandalög Bandaríkjanna eru það sem gerir okkur, Bandaríkin, örugg. Bandarísk gildi gera okkur að bandamanni sem aðrar þjóðir vilja vinna með. Að setja það allt í hættu ef við yfirgefum Úkraínu, ef við yfirgefum Ísrael, er ekki þessi virði.“ Biden sagði aðstoð við ríkin tvö „skynsamlega fjárfestingu“ sem myndi gefa vel í aðra hönd fyrir komandi kynslóðir hvað varðaði öryggi þeirra. „Bandaríkin eru enn leiðarljós heimsins,“ sagði forsetinn. „En tíminn skiptir öllu. Ég veit að við glímum við sundrung heima fyrir. Við verðum að komast yfir það. Við megum ekki láta smásmugulega og reiðilega flokkapólitík þvælast fyrir ábyrgð okkar sem mikil þjóð. Við megum ekki og munum ekki leyfa hryðjuverkamönnum eins og Hamas og Pútín að fara með sigur.“ Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og líklegasti keppninautur Biden í forsetakosningunum á næsta ári, tjáði sig um ræðuna í gær og sagði Biden íkveikjusegg sem væri að lofa því að bjarga Bandaríkjamönnum frá heimi sem hann hefði sjálfur kveikt í. Átök í Ísrael og Palestínu Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira
Í ræðu sinni sagðist forsetinn myndu fara fram á fjárframlög frá þinginu til handa bæði Ísrael og Úkraínu og þá fordæmdi hann gyðingaandúð og „íslamfóbíu“ heima fyrir. „Hamas og Pútín eru ólíkar ógnir en þær eiga þetta sameginlegt: Báðir vilja gjöreyða lýðræðislegu nágrannaríki,“ sagði Biden. Hamans hefði framið sannkölluð illvirki og að í heimsókn sinni til Ísrael í gær hefði hann hitt fyrir fólk sem væri að upplifa mikinn sársauka. Auk þess að funda með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, virðist Biden hafa átt samtal, líklega í gegnum síma, við Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og ítrekað afstöðu Bandaríkjanna varðandi tveggja ríkja lausn á deilunni. Biden greindi einnig frá því að hann hefði rætt við Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta nokkrum klukkustundum áður. „Ég veit að þessi átök kunna að virðast langt í burtu. Það er eðlilegt að spyrja hvernig þær varða Bandaríkin. Leyfið mér að segja ykkur hvers vegna velgengni Ísrael og Úkraínu skiptir öllu máli fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna. „Sagan hefur kennt okkur að þegar hryðjuverkamenn gjalda ekki fyrir gjörðir sínar, þegar einræðisherrar gjalda ekki fyrir yfirgang sinn, þá valda þeir meiri kaos og dauða og eyðileggingu. Þeir halda áfram og kostnaðurinn og ógnirnar gagnvart Bandaríkjunum og heiminum halda áfram að aukast.“ The terror and tyranny of Hamas and Putin represent different threats, but they both want to completely annihilate a neighboring democracy.Let me share with you why this is vital for America s national security: https://t.co/MoClTKCBCw— President Biden (@POTUS) October 20, 2023 Þá sagði forsetinn: „Forysta Bandaríkjanna er það sem heldur heiminum saman. Bandalög Bandaríkjanna eru það sem gerir okkur, Bandaríkin, örugg. Bandarísk gildi gera okkur að bandamanni sem aðrar þjóðir vilja vinna með. Að setja það allt í hættu ef við yfirgefum Úkraínu, ef við yfirgefum Ísrael, er ekki þessi virði.“ Biden sagði aðstoð við ríkin tvö „skynsamlega fjárfestingu“ sem myndi gefa vel í aðra hönd fyrir komandi kynslóðir hvað varðaði öryggi þeirra. „Bandaríkin eru enn leiðarljós heimsins,“ sagði forsetinn. „En tíminn skiptir öllu. Ég veit að við glímum við sundrung heima fyrir. Við verðum að komast yfir það. Við megum ekki láta smásmugulega og reiðilega flokkapólitík þvælast fyrir ábyrgð okkar sem mikil þjóð. Við megum ekki og munum ekki leyfa hryðjuverkamönnum eins og Hamas og Pútín að fara með sigur.“ Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og líklegasti keppninautur Biden í forsetakosningunum á næsta ári, tjáði sig um ræðuna í gær og sagði Biden íkveikjusegg sem væri að lofa því að bjarga Bandaríkjamönnum frá heimi sem hann hefði sjálfur kveikt í.
Átök í Ísrael og Palestínu Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira