„Þú ert með völdin!“ Kristín Ólafsdóttir og Helena Rós Sturludóttir skrifa 20. október 2023 11:59 Mótmælendur ræða hér við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra eftir að hún hafði tekið á móti undirskriftalistanum. Stuðningsfólk Palestínumanna sótti hart að ráðherrum fyrir ríkisstjórnarfund í morgun. Mótmælendur kröfðust tafarlausrar fordæmingar íslenskra stjórnvalda á árásum Ísraelsmanna á Gasasvæðinu síðustu vikur og afhentu forsætisráðherra lista með tvö þúsund undirskriftum til stuðnings Palestínu. Það var hiti í mótmælendum sem söfnuðust saman við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu nú í morgunsárið til stuðnings frjálsri Palestínu. Sema Erla Serdar skipuleggjandi mótmælanna afhenti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra undirskriftarlista með um tvö þúsund undirskriftum fyrir málstaðinn, sem safnað var á tveimur dögum. Mótmælendur þjörmuðu að forsætisráðherra þegar hún tók við listanum. Hún var innt eftir því hvað ríkisstjórnin hygðist gera fyrir hælisleitendur frá Palestínu og Katrín kvaðst vita til þess að einhverjar fjölskyldusameiningar væru fyrirhugaðar. „Þú ert með völdin!“ kvað þá við í mótmælendum, sem almennt voru á einu máli um að ríkisstjórnin hefði ekki beitt sér nóg í málinu. „Ég vil að hún fordæmi fortakslaust öll dráp á börnum og fólki hvar sem það er í heiminum,“ sagði Elvar Ástráðsson mótmælandi. „Og við viljum að þau beiti sér fyrir því án tafar að þetta þjóðarmorð verði stöðvað,“ sagði Sema Erla. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kvaðst skilja mótmælendur. „Ég tók við þessum mótmælum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Við vitum það líka að Ísland hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. Við höfum alltaf talað fyrir tveggja ríka lausninni. Og nú höfum við að sjálfsögðu veitt og tekið undir kröfuna um mannúðaraðstoð inn á svæði og veitt auknu fé til slíkrar mannúðaraðstoðar inn á Gasa.“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra lagði áherslu á ótvíræðan rétt ríkja til að verja sig, eins og Ísrael hafi þurft að gera gagnvart Hamas. „En það eru mörk fyrir því hversu langt væri hægt að ganga til þess að koma upp sjálfsvörn. Við hörmum að sjálfsögðu það sérstaklega þegar almennir borgarar verða í skotlínunni.“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sjá meira
Það var hiti í mótmælendum sem söfnuðust saman við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu nú í morgunsárið til stuðnings frjálsri Palestínu. Sema Erla Serdar skipuleggjandi mótmælanna afhenti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra undirskriftarlista með um tvö þúsund undirskriftum fyrir málstaðinn, sem safnað var á tveimur dögum. Mótmælendur þjörmuðu að forsætisráðherra þegar hún tók við listanum. Hún var innt eftir því hvað ríkisstjórnin hygðist gera fyrir hælisleitendur frá Palestínu og Katrín kvaðst vita til þess að einhverjar fjölskyldusameiningar væru fyrirhugaðar. „Þú ert með völdin!“ kvað þá við í mótmælendum, sem almennt voru á einu máli um að ríkisstjórnin hefði ekki beitt sér nóg í málinu. „Ég vil að hún fordæmi fortakslaust öll dráp á börnum og fólki hvar sem það er í heiminum,“ sagði Elvar Ástráðsson mótmælandi. „Og við viljum að þau beiti sér fyrir því án tafar að þetta þjóðarmorð verði stöðvað,“ sagði Sema Erla. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kvaðst skilja mótmælendur. „Ég tók við þessum mótmælum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Við vitum það líka að Ísland hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. Við höfum alltaf talað fyrir tveggja ríka lausninni. Og nú höfum við að sjálfsögðu veitt og tekið undir kröfuna um mannúðaraðstoð inn á svæði og veitt auknu fé til slíkrar mannúðaraðstoðar inn á Gasa.“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra lagði áherslu á ótvíræðan rétt ríkja til að verja sig, eins og Ísrael hafi þurft að gera gagnvart Hamas. „En það eru mörk fyrir því hversu langt væri hægt að ganga til þess að koma upp sjálfsvörn. Við hörmum að sjálfsögðu það sérstaklega þegar almennir borgarar verða í skotlínunni.“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sjá meira