Dreymir um að finna blóðföður sinn Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 22. október 2023 09:01 María komst að því fyrir tilviljun að hún væri ættleidd, þá 18 ára gömul. RAX María Ósk Jónsdóttir var ættleidd við fæðingu árið 1976 og var orðin 21 árs þegar hún kynntist blóðmóður sinni. Undanfarin ár hefur hún reynt að hafa uppi á blóðföður sínum en þar sem hún hefur úr litlum upplýsingum að moða hefur leitin gengið nokkuð brösuglega. Mikill skellur María er fædd í október árið 1976. Kjörforeldrar hennar voru Jón Árni Einarsson bílstjóri og Auður Friðriksdóttir, sem starfaði á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. María var eina barn þeirra. „Ég átti æðislega æsku. Ég hefði ekki getað átt betri foreldra. Ég var algjör dekurrófa, og mig skorti aldrei neitt. Ég fékk að upplifa allskyns ævintýri með þeim,“ segir hún. María fékk þó aldrei að vita að hún væri ættleidd. Hún ólst upp við þá vitneskju að mamma hennar og pabbi hefðu fætt hana í þennan heim. Það var ekki fyrr en hún var 18 ára gömul að hún komst að sannleikanum, og það var fyrir tilviljun. „Vinkona mín kom til mín og sagði mér það; sagðist hafa heyrt sögu um það ég hefði verið ættleidd. Ég hló bara að því fyrst og fannst það alveg fáránlegt, enda var ég svo lík pabba í útliti. En þegar ég bar þetta síðan undir mömmu þá brást hún við með að frjósa í smá stund og sagði að lokum: ,,Já, það er rétt.“ María segir að þó svo að það hafi verið talsvert högg að fá þessar fréttir þá hafi hún aldrei verið reið út í foreldra sína fyrir að halda þessu leyndu fyrir henni. „Ég var alveg í sjokki í mjög langan tíma á eftir. En ég var aldrei reið út í mömmu og pabba. Ég skil alveg hvað þau voru að hugsa á sínum tíma. Þau sögðu seinna við mig að þau hefðu ekki viljað að ég hefði vitað á unglingsárunum. Þau voru hrædd um að ég myndi þá kannski nota þetta gegn þeim, fara í uppreisn. En samt sem áður, þá myndi ég alltaf ráðleggja þeim sem ættleiða börn að vera ekki að leyna uppruna þeirra fyrir þeim. Skellurinn getur verið svo svakalegur.“ María var orðin 21 árs þegar hún hitti blóðmóður sína í fyrsta skipti.RAX Magnaðir endurfundir María segir að eftir að hún fór að ná áttum hafi vaknað hjá henni löngun til að vita meira um uppruna sinn. „Mamma sagði mér að blóðmóðir mín héti Elín Jóhanna og hefði verið búsett í Keflavík og síðan flutt til Bandaríkjanna.“ Á þessum tíma voru takmarkaðir möguleikar til að fletta einstaklingum upp á netinu og María leitaði því til Þjóðskrár. Þar fékk hún tengiliðaupplýsingar konu í Keflavík sem hét þessu nafni. „Ég hafði síðan samband við hana, hringdi í hana og sendi henni bréf en fékk engin viðbrögð. Ég reyndi í langan tíma og loks hringdi hún í mig til baka og samþykkti að koma og hitta mig. En um leið og ég sá hana þá vissi ég að þetta gat ekki verið blóðmóðir mín. Við vorum nákvæmlega ekkert líkar í útliti. Enda koma í ljós að þetta var ekki hún, það vildi bara svo til að þær hétu báðar þessu nafni og voru báðar búsettar í Keflavík. En hún vildi engu að síður hjálpa mér að finna þessa blóðmóður mína.“ Einungis nokkrum dögum síðar fékk María síðan símtal frá raunverulegri blóðmóður sinni, sem reyndist vera búsett í Flórída. Hún hafði flutt til Bandaríkjanna nokkrum mánuðum eftir að María fæddist og hafði gifst Bandaríkjamanni. Einu og hálfu ári seinna eignaðist hún son, hálfbróður Maríu. „Það var dálítið magnað símtal. Það var mikið grátið. Hún kom síðan til Íslands nokkrum vikum síðar, til að hitta mig. Þarna var ég orðin 21 árs. Það var ótrúlega magnað að sjá hana. Ég get eiginlega ekki lýst því.“ María fékk að vita að blóðmóðir hennar hefði verið tvítug þegar hún varð ófrísk að henni. Blóðmóðir hennar var á þessum tíma einstæð móðir með fjögurra ára dóttur og engan veginn í stakk búin til að eignast annað barn. „Mér skilst að hún hafi rætt við vinkonu sína og spurt hana hvort hún vissi um einhvern sem gæti ættleitt barn. Þessi vinkona benti henni síðan á mömmu og pabba. Þetta voru aðrir tímar. Þetta myndi líklega ganga öðruvísi fyrir sig í dag.“ Seinna meir komst María að því að hún hafði í raun hitt blóðmóður sína mörgum árum áður. „Mér skildist á henni að mamma mín hefði farið með mig í heimsókn til hennar nokkrum sinnum þegar ég var lítil, það er að segja til Keflavíkur þegar blóðmóðir mín kom í heimsókn til Íslands. Og ég mundi eftir þessum heimsóknum, ég mundi eftir að hafa farið með mömmu að heimsækja „vinkonu“ hennar í Keflavík, og strákinn hennar, sem síðan reyndist vera bróðir minn. Seinasta heimsóknin var þegar ég var 10 eða 11 ára. Ég man að þá vorum við og bróðir minn í feluleik, ég faldi mig inni í fataskáp og sagði við mömmu að ég ætlaði ekkert að fara heim, ég ætlaði bara að vera þarna. Eftir þetta fór mamma ekki með þig þangað aftur. Það hefur sjálfsagt verið erfitt fyrir hana.“ Samskiptin döluðu með árunum María segist hafa spurt blóðmóður sína á sínum tíma hver faðir hennar væri. Blóðmóðir hennar gaf henni upp nafn á Bandaríkjamanni; Mark Wollett. Sá hafði gegnt herþjónustu með setuliðinu í Keflavík um miðjan áttunda áratuginn. „En á þessum tíma var ég eiginlega ekki það mikið að spá í honum. Ég var þarna búin að hitta blóðmóður mína í fyrsta skipti og það var alveg stór pakki. Ég heimsótti hana út til Bandaríkjanna í fyrsta skipti árið 2001 og svo í nokkur skipti eftir það. Þá hitti ég systkini mín og okkur kom mjög vel saman, sérstaklega ég og systir mín. En ég held að blóðmóðir mín hafi verið svolítið brennd af lífinu. Þetta hefur örugglega ekki verið auðveld staða sem hún var í á sínum tíma, tvítug einstæð móðir með annað barn á leiðinni og með engan stuðning neins staðar. Fyrir utan það að hún var frá litlu bæjarfélagi þar sem fólk er mikil að slúðra og baktala. Og það hefur ekki verið auðvelt fyrir hana að þurfa að gefa barnið sitt frá sér.“ María segir andlát foreldra sinna og blóðmóður hafa ýtt henni enn frekar út í að vilja vita hver blóðfaðir hennar er.RAX María segir samband hennar við blóðmóðurina og fjölskyldu hennar því miður hafa dalað eftir því sem á leið. María var á þessum tíma sjálf orðin móðir. „Hún kom reglulega til Íslands og gaf krökkunum mínum fullt af gjöfum en hitti okkur kannski bara einu sinni, jafnvel þó hún væri á landinu í þrjár vikur. Móðir blóðmóður minnar, sem hún dvaldi hjá þegar hún var á Íslandi, var alltaf mjög mikið á móti því að við tvær værum í samskiptum og reyndi mikið að koma í veg fyrir það. Ég held að henni hafi fundist eins og blóðmóðir mín ætti ekkert vantalað við mig og að ég ætti engan rétt á því að vera í samskiptum við þau. Það var ofboðslega leiðinlegt, og hún eyðilagði mikið fyrir mér. Aðrir í fjölskyldunni tóku mér mjög vel. Ég reyndi mikið að ná til hennar og spyrja hana út í þetta en hún svaraði mér aldrei. Þegar pabbi blóðmóður minnar dó þá voru henni settir afarkostir; hún þurfti að velja á milli mín og fjölskyldunnar. Og hún ákvað að velja fjölskylduna. Ég var allt í einu orðin svarti sauðurinn, sem var mjög sárt,“ segir María. Hún sá blóðmóður sína í seinasta skipti í júlí árið 2011. „Þá kom hún hingað til Íslands, með bróður mínum og systur minni, til að vera viðstödd brúðkaupið hjá mér og fyrrverandi manninum mínum. Eftir það talaði ég við hana í tvö skipti.“ Blóðmóður Maríu lést í fyrrasumar eftir baráttu við krabbamein. „Mér fannst svo leiðinlegt að það var enginn sem hafði samband við mig og lét mig vita að hún væri dáin. Ég komst að því fyrir tilviljun í gengum Facebook.“ Kjörforeldrar Maríu eru einnig látin. Faðir hennar dó árið 2011 og móðir hennar árið 2015. Eftir það fjarlægðist María að eigin sögn fjölskyldu sína mikið. Hún segir andlát foreldra sinna og blóðmóður hafa átt töluverðan þátt í því að það vaknaði hjá henni löngun til að rekja uppruna sinn og hafa uppi á blóðföður sínum. Hún hafði engu að síður úr takmörkuðum upplýsingum að moða. „Blóðmóðir mín hafði gefið mér upp þetta nafn á sínum tíma: Mark Wollett og sagði mér að hann byggi í Ohio.“ María fór augljósustu leiðina; leitaði að Mark Wollett á Facebook og fann prófíl sem passaði við upplýsingarnar. „Ég vissi auðvitað ekkert hvað ég ætti að segja við hann. Ég fékk vinkonu mína til að hjálpa mér að skrifa skilaboðin til hans. En þannig komst ég í samband við hann.“ Viðbrögð umrædds Mark Wollett voru hins vegar ekki eins og María hafði vonast til. „Hann svaraði mér jú, og við spjölluðum aðeins saman. Hann svaraði því játandi þegar ég spurði hann hvort hann hefði verið í hernum á Íslandi á sínum tíma. En svörin hans voru að öðru leyti mjög óljós og skrítin og að lokum hætti hann að svara mér. Mér skilst að hann hafi verið giftur á þessum tíma þegar hann var á Íslandi og það kannski skýrir eitthvað. Ég náði að spyrja hann hvort hann væri til í að fara í DNA próf en hann vildi það ekki. Mér skilst að hann eigi tvö börn og ég hef reynt að grennslast fyrir um þau en það hefur ekki tekist. Ég veit heldur ekki hvort hann sé yfirhöfuð ennþá á lífi.“ Vill finna upprunann María segist ekki geta verið viss um að umræddur Mark sé í raun blóðfaðir hennar, þó svo að blóðmóðir hennar hafi nefnt þetta nafn á sínum tíma. „Það er ekki hundrað prósent víst. Það getur vel verið að blóðmóðir mín hafi kannski verið að hitta þennan mann á þessum tíma, verandi tvítug pía á böllum í Keflavík, en það þarf ekki að þýða að hann sé pabbi minn. Svo er það reyndar þannig að í gegnum tíðina hef ég heyrt rosalega margar sögur frá hinum og þessum varðandi það hver blóðfaðir minn var, allskonar sögusagnir sem ekki er hægt að staðfesta. Einhvern tímann heyrði ég að hann hefði verið frændi mömmu minnar, og þess vegna hefði verið rosalega mikil skömm yfir þessu öllu. Eðlilega verður maður svolítið ruglaður í hausnum af öllum þessum sögum.“ Fyrir tæpu ári prófaði María að taka DNA erfðagreiningarpróf, þar sem einstaklingar geta sent munnvatnssýni á rannsóknarstofu erlendis. Prófin gera fólki kleift að kanna ættfræðilegan bakgrunn sinn og áhættu á erfðasjúkdómum. Hérlendis er meðal annars hægt að kaupa DNA sjálfspróf frá My Heritage í apóteki. Niðurstöðurnar gáfu henni ákveðna hugmynd en hún er engu að síður ekki mikils vísari. „Það fundust ríflega 8500 DNA sem passa við mig. Mismikið en mest frá Íslandi, Danmörk og svo frá Bandaríkjununum, eða 3.500 gen. Þannig að það má alveg teljast líklegt að blóðfaðir minn sé bandarískur, hvort sem hann er Mark Wollert eða ekki.“ Hún segist ekki ætla að gefast upp í leitinni og ætlar að hafa alla anga úti. „Það eru svo margir sem segjast ekki skilja af hverju ég sé að pæla svona mikið í þessu. „Þú áttir svo góða foreldra,“ hefur fólk til dæmis sagt. Ég veit alveg að ég átti frábæra foreldra. En þetta snýst ekki um það. Ég vil samt fá að vita uppruna minn. Ég finn það svo sterkt hvað mig vantar að fá þetta „closure“. Fjölskyldumál Ástin og lífið Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Mikill skellur María er fædd í október árið 1976. Kjörforeldrar hennar voru Jón Árni Einarsson bílstjóri og Auður Friðriksdóttir, sem starfaði á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. María var eina barn þeirra. „Ég átti æðislega æsku. Ég hefði ekki getað átt betri foreldra. Ég var algjör dekurrófa, og mig skorti aldrei neitt. Ég fékk að upplifa allskyns ævintýri með þeim,“ segir hún. María fékk þó aldrei að vita að hún væri ættleidd. Hún ólst upp við þá vitneskju að mamma hennar og pabbi hefðu fætt hana í þennan heim. Það var ekki fyrr en hún var 18 ára gömul að hún komst að sannleikanum, og það var fyrir tilviljun. „Vinkona mín kom til mín og sagði mér það; sagðist hafa heyrt sögu um það ég hefði verið ættleidd. Ég hló bara að því fyrst og fannst það alveg fáránlegt, enda var ég svo lík pabba í útliti. En þegar ég bar þetta síðan undir mömmu þá brást hún við með að frjósa í smá stund og sagði að lokum: ,,Já, það er rétt.“ María segir að þó svo að það hafi verið talsvert högg að fá þessar fréttir þá hafi hún aldrei verið reið út í foreldra sína fyrir að halda þessu leyndu fyrir henni. „Ég var alveg í sjokki í mjög langan tíma á eftir. En ég var aldrei reið út í mömmu og pabba. Ég skil alveg hvað þau voru að hugsa á sínum tíma. Þau sögðu seinna við mig að þau hefðu ekki viljað að ég hefði vitað á unglingsárunum. Þau voru hrædd um að ég myndi þá kannski nota þetta gegn þeim, fara í uppreisn. En samt sem áður, þá myndi ég alltaf ráðleggja þeim sem ættleiða börn að vera ekki að leyna uppruna þeirra fyrir þeim. Skellurinn getur verið svo svakalegur.“ María var orðin 21 árs þegar hún hitti blóðmóður sína í fyrsta skipti.RAX Magnaðir endurfundir María segir að eftir að hún fór að ná áttum hafi vaknað hjá henni löngun til að vita meira um uppruna sinn. „Mamma sagði mér að blóðmóðir mín héti Elín Jóhanna og hefði verið búsett í Keflavík og síðan flutt til Bandaríkjanna.“ Á þessum tíma voru takmarkaðir möguleikar til að fletta einstaklingum upp á netinu og María leitaði því til Þjóðskrár. Þar fékk hún tengiliðaupplýsingar konu í Keflavík sem hét þessu nafni. „Ég hafði síðan samband við hana, hringdi í hana og sendi henni bréf en fékk engin viðbrögð. Ég reyndi í langan tíma og loks hringdi hún í mig til baka og samþykkti að koma og hitta mig. En um leið og ég sá hana þá vissi ég að þetta gat ekki verið blóðmóðir mín. Við vorum nákvæmlega ekkert líkar í útliti. Enda koma í ljós að þetta var ekki hún, það vildi bara svo til að þær hétu báðar þessu nafni og voru báðar búsettar í Keflavík. En hún vildi engu að síður hjálpa mér að finna þessa blóðmóður mína.“ Einungis nokkrum dögum síðar fékk María síðan símtal frá raunverulegri blóðmóður sinni, sem reyndist vera búsett í Flórída. Hún hafði flutt til Bandaríkjanna nokkrum mánuðum eftir að María fæddist og hafði gifst Bandaríkjamanni. Einu og hálfu ári seinna eignaðist hún son, hálfbróður Maríu. „Það var dálítið magnað símtal. Það var mikið grátið. Hún kom síðan til Íslands nokkrum vikum síðar, til að hitta mig. Þarna var ég orðin 21 árs. Það var ótrúlega magnað að sjá hana. Ég get eiginlega ekki lýst því.“ María fékk að vita að blóðmóðir hennar hefði verið tvítug þegar hún varð ófrísk að henni. Blóðmóðir hennar var á þessum tíma einstæð móðir með fjögurra ára dóttur og engan veginn í stakk búin til að eignast annað barn. „Mér skilst að hún hafi rætt við vinkonu sína og spurt hana hvort hún vissi um einhvern sem gæti ættleitt barn. Þessi vinkona benti henni síðan á mömmu og pabba. Þetta voru aðrir tímar. Þetta myndi líklega ganga öðruvísi fyrir sig í dag.“ Seinna meir komst María að því að hún hafði í raun hitt blóðmóður sína mörgum árum áður. „Mér skildist á henni að mamma mín hefði farið með mig í heimsókn til hennar nokkrum sinnum þegar ég var lítil, það er að segja til Keflavíkur þegar blóðmóðir mín kom í heimsókn til Íslands. Og ég mundi eftir þessum heimsóknum, ég mundi eftir að hafa farið með mömmu að heimsækja „vinkonu“ hennar í Keflavík, og strákinn hennar, sem síðan reyndist vera bróðir minn. Seinasta heimsóknin var þegar ég var 10 eða 11 ára. Ég man að þá vorum við og bróðir minn í feluleik, ég faldi mig inni í fataskáp og sagði við mömmu að ég ætlaði ekkert að fara heim, ég ætlaði bara að vera þarna. Eftir þetta fór mamma ekki með þig þangað aftur. Það hefur sjálfsagt verið erfitt fyrir hana.“ Samskiptin döluðu með árunum María segist hafa spurt blóðmóður sína á sínum tíma hver faðir hennar væri. Blóðmóðir hennar gaf henni upp nafn á Bandaríkjamanni; Mark Wollett. Sá hafði gegnt herþjónustu með setuliðinu í Keflavík um miðjan áttunda áratuginn. „En á þessum tíma var ég eiginlega ekki það mikið að spá í honum. Ég var þarna búin að hitta blóðmóður mína í fyrsta skipti og það var alveg stór pakki. Ég heimsótti hana út til Bandaríkjanna í fyrsta skipti árið 2001 og svo í nokkur skipti eftir það. Þá hitti ég systkini mín og okkur kom mjög vel saman, sérstaklega ég og systir mín. En ég held að blóðmóðir mín hafi verið svolítið brennd af lífinu. Þetta hefur örugglega ekki verið auðveld staða sem hún var í á sínum tíma, tvítug einstæð móðir með annað barn á leiðinni og með engan stuðning neins staðar. Fyrir utan það að hún var frá litlu bæjarfélagi þar sem fólk er mikil að slúðra og baktala. Og það hefur ekki verið auðvelt fyrir hana að þurfa að gefa barnið sitt frá sér.“ María segir andlát foreldra sinna og blóðmóður hafa ýtt henni enn frekar út í að vilja vita hver blóðfaðir hennar er.RAX María segir samband hennar við blóðmóðurina og fjölskyldu hennar því miður hafa dalað eftir því sem á leið. María var á þessum tíma sjálf orðin móðir. „Hún kom reglulega til Íslands og gaf krökkunum mínum fullt af gjöfum en hitti okkur kannski bara einu sinni, jafnvel þó hún væri á landinu í þrjár vikur. Móðir blóðmóður minnar, sem hún dvaldi hjá þegar hún var á Íslandi, var alltaf mjög mikið á móti því að við tvær værum í samskiptum og reyndi mikið að koma í veg fyrir það. Ég held að henni hafi fundist eins og blóðmóðir mín ætti ekkert vantalað við mig og að ég ætti engan rétt á því að vera í samskiptum við þau. Það var ofboðslega leiðinlegt, og hún eyðilagði mikið fyrir mér. Aðrir í fjölskyldunni tóku mér mjög vel. Ég reyndi mikið að ná til hennar og spyrja hana út í þetta en hún svaraði mér aldrei. Þegar pabbi blóðmóður minnar dó þá voru henni settir afarkostir; hún þurfti að velja á milli mín og fjölskyldunnar. Og hún ákvað að velja fjölskylduna. Ég var allt í einu orðin svarti sauðurinn, sem var mjög sárt,“ segir María. Hún sá blóðmóður sína í seinasta skipti í júlí árið 2011. „Þá kom hún hingað til Íslands, með bróður mínum og systur minni, til að vera viðstödd brúðkaupið hjá mér og fyrrverandi manninum mínum. Eftir það talaði ég við hana í tvö skipti.“ Blóðmóður Maríu lést í fyrrasumar eftir baráttu við krabbamein. „Mér fannst svo leiðinlegt að það var enginn sem hafði samband við mig og lét mig vita að hún væri dáin. Ég komst að því fyrir tilviljun í gengum Facebook.“ Kjörforeldrar Maríu eru einnig látin. Faðir hennar dó árið 2011 og móðir hennar árið 2015. Eftir það fjarlægðist María að eigin sögn fjölskyldu sína mikið. Hún segir andlát foreldra sinna og blóðmóður hafa átt töluverðan þátt í því að það vaknaði hjá henni löngun til að rekja uppruna sinn og hafa uppi á blóðföður sínum. Hún hafði engu að síður úr takmörkuðum upplýsingum að moða. „Blóðmóðir mín hafði gefið mér upp þetta nafn á sínum tíma: Mark Wollett og sagði mér að hann byggi í Ohio.“ María fór augljósustu leiðina; leitaði að Mark Wollett á Facebook og fann prófíl sem passaði við upplýsingarnar. „Ég vissi auðvitað ekkert hvað ég ætti að segja við hann. Ég fékk vinkonu mína til að hjálpa mér að skrifa skilaboðin til hans. En þannig komst ég í samband við hann.“ Viðbrögð umrædds Mark Wollett voru hins vegar ekki eins og María hafði vonast til. „Hann svaraði mér jú, og við spjölluðum aðeins saman. Hann svaraði því játandi þegar ég spurði hann hvort hann hefði verið í hernum á Íslandi á sínum tíma. En svörin hans voru að öðru leyti mjög óljós og skrítin og að lokum hætti hann að svara mér. Mér skilst að hann hafi verið giftur á þessum tíma þegar hann var á Íslandi og það kannski skýrir eitthvað. Ég náði að spyrja hann hvort hann væri til í að fara í DNA próf en hann vildi það ekki. Mér skilst að hann eigi tvö börn og ég hef reynt að grennslast fyrir um þau en það hefur ekki tekist. Ég veit heldur ekki hvort hann sé yfirhöfuð ennþá á lífi.“ Vill finna upprunann María segist ekki geta verið viss um að umræddur Mark sé í raun blóðfaðir hennar, þó svo að blóðmóðir hennar hafi nefnt þetta nafn á sínum tíma. „Það er ekki hundrað prósent víst. Það getur vel verið að blóðmóðir mín hafi kannski verið að hitta þennan mann á þessum tíma, verandi tvítug pía á böllum í Keflavík, en það þarf ekki að þýða að hann sé pabbi minn. Svo er það reyndar þannig að í gegnum tíðina hef ég heyrt rosalega margar sögur frá hinum og þessum varðandi það hver blóðfaðir minn var, allskonar sögusagnir sem ekki er hægt að staðfesta. Einhvern tímann heyrði ég að hann hefði verið frændi mömmu minnar, og þess vegna hefði verið rosalega mikil skömm yfir þessu öllu. Eðlilega verður maður svolítið ruglaður í hausnum af öllum þessum sögum.“ Fyrir tæpu ári prófaði María að taka DNA erfðagreiningarpróf, þar sem einstaklingar geta sent munnvatnssýni á rannsóknarstofu erlendis. Prófin gera fólki kleift að kanna ættfræðilegan bakgrunn sinn og áhættu á erfðasjúkdómum. Hérlendis er meðal annars hægt að kaupa DNA sjálfspróf frá My Heritage í apóteki. Niðurstöðurnar gáfu henni ákveðna hugmynd en hún er engu að síður ekki mikils vísari. „Það fundust ríflega 8500 DNA sem passa við mig. Mismikið en mest frá Íslandi, Danmörk og svo frá Bandaríkjununum, eða 3.500 gen. Þannig að það má alveg teljast líklegt að blóðfaðir minn sé bandarískur, hvort sem hann er Mark Wollert eða ekki.“ Hún segist ekki ætla að gefast upp í leitinni og ætlar að hafa alla anga úti. „Það eru svo margir sem segjast ekki skilja af hverju ég sé að pæla svona mikið í þessu. „Þú áttir svo góða foreldra,“ hefur fólk til dæmis sagt. Ég veit alveg að ég átti frábæra foreldra. En þetta snýst ekki um það. Ég vil samt fá að vita uppruna minn. Ég finn það svo sterkt hvað mig vantar að fá þetta „closure“.
Fjölskyldumál Ástin og lífið Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira