Kvennaverkfall gegn kynbundnu misrétti Guðbjörg Pálsdóttir skrifar 22. október 2023 07:00 Þriðjudaginn 24. október munu við konur og kynsegin fólk á Íslandi leggja niður störf. Við munum ekki mæta til vinnu og við erum heldur ekki að fara að sinna ólaunuðu vinnunni heima fyrir. Þess í stað munum við fjölmenna á Arnarhól og útifundi um allt land til að sýna skýrt hversu mikilvægt okkar vinnuframlag er. Þrátt fyrir áratugalanga baráttu er vinnuframlag okkar ennþá minna metið en karla. Aftur á móti er ábyrgð okkar á heimilishaldi og umönnun fjölskyldu, barna og ættingja miklu meiri. Á sama tíma eru mun meiri líkur á að við verðum fyrir kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni. Yfirskrift verkfallsins er „Kallarðu þetta jafnrétti?“ sem kemur til vegna þeirra síendurteknu skilaboða um Ísland sé svo framarlega í jafnréttismálum að við ættum að vera þakklátar fyrir aukin tækifæri og möguleika. Þrátt fyrir að við séum stolt af þeim árangri sem hefur náðst er það ekki svo að sigurinn sé unninn. Við eigum rétt á sömu launum og karlmenn fyrir jafnverðmæt störf og þó svo að það hafi tekist að lagfæra launasetningu að hluta í gegnum árin, þá búum við ennþá við kerfisbundið vanmat í launum á svokölluðum kvennastörfum, þar sem konur eru í miklum meirihluta. Störf við menntun barna, ræstingar, þjónustu og umönnun við veikt fólk, fatlað fólk og aldrað fólk eru ein mikilvægustu störfin í íslensku samfélagi. Án þeirra gætu hjól atvinnulífsins ekki snúist og þjóðfélagið ekki gengið sinn vanagang. Ein skýrasta birtingamynd misréttisins er kynbundið ofbeldi og því er ein af meginkröfum Kvennaverkfallsins að því verði útrýmt. Um fjörutíu prósent kvenna hér á landi hafa orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni og endurspeglast alvarleikinn í því að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Sameinuðu þjóðirnar segja ofbeldi gegn konum vera faraldur. Það er ólíðandi og verður að grípa til aðgerða í samræmi við alvarleikann. Um 96% hjúkrunarfræðinga eru konur og því miður getum við ekki öll lagt niður störf á þriðjudaginn. Einhverjir munu standa vaktina eins og alltaf og halda heilbrigðiskerfinu gangandi. Þau geta tekið þátt með því að taka mynd af sér í vinnunni, skrifa kröfur sínar á spjöld og setja inn á samfélagsmiðla undir myllumerkjunum #ómissandi og #kvennaverkfall. Við hin munum mæta og taka þátt fyrir ykkar hönd og mótmæla misréttinu kröftuglega. Sýnum samstöðu á þriðjudaginn, hvetjum og bjóðum konum og kvárum í kringum okkur með á viðburði, sérstaklega þau sem mögulega þekkja lítið til eins og fólk af erlendum uppruna. Samstaðan er eina leiðin til að breyta samfélaginu og tryggja jafnrétti fyrir öll. Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Heilbrigðismál Guðbjörg Pálsdóttir Mest lesið Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Þriðjudaginn 24. október munu við konur og kynsegin fólk á Íslandi leggja niður störf. Við munum ekki mæta til vinnu og við erum heldur ekki að fara að sinna ólaunuðu vinnunni heima fyrir. Þess í stað munum við fjölmenna á Arnarhól og útifundi um allt land til að sýna skýrt hversu mikilvægt okkar vinnuframlag er. Þrátt fyrir áratugalanga baráttu er vinnuframlag okkar ennþá minna metið en karla. Aftur á móti er ábyrgð okkar á heimilishaldi og umönnun fjölskyldu, barna og ættingja miklu meiri. Á sama tíma eru mun meiri líkur á að við verðum fyrir kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni. Yfirskrift verkfallsins er „Kallarðu þetta jafnrétti?“ sem kemur til vegna þeirra síendurteknu skilaboða um Ísland sé svo framarlega í jafnréttismálum að við ættum að vera þakklátar fyrir aukin tækifæri og möguleika. Þrátt fyrir að við séum stolt af þeim árangri sem hefur náðst er það ekki svo að sigurinn sé unninn. Við eigum rétt á sömu launum og karlmenn fyrir jafnverðmæt störf og þó svo að það hafi tekist að lagfæra launasetningu að hluta í gegnum árin, þá búum við ennþá við kerfisbundið vanmat í launum á svokölluðum kvennastörfum, þar sem konur eru í miklum meirihluta. Störf við menntun barna, ræstingar, þjónustu og umönnun við veikt fólk, fatlað fólk og aldrað fólk eru ein mikilvægustu störfin í íslensku samfélagi. Án þeirra gætu hjól atvinnulífsins ekki snúist og þjóðfélagið ekki gengið sinn vanagang. Ein skýrasta birtingamynd misréttisins er kynbundið ofbeldi og því er ein af meginkröfum Kvennaverkfallsins að því verði útrýmt. Um fjörutíu prósent kvenna hér á landi hafa orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni og endurspeglast alvarleikinn í því að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Sameinuðu þjóðirnar segja ofbeldi gegn konum vera faraldur. Það er ólíðandi og verður að grípa til aðgerða í samræmi við alvarleikann. Um 96% hjúkrunarfræðinga eru konur og því miður getum við ekki öll lagt niður störf á þriðjudaginn. Einhverjir munu standa vaktina eins og alltaf og halda heilbrigðiskerfinu gangandi. Þau geta tekið þátt með því að taka mynd af sér í vinnunni, skrifa kröfur sínar á spjöld og setja inn á samfélagsmiðla undir myllumerkjunum #ómissandi og #kvennaverkfall. Við hin munum mæta og taka þátt fyrir ykkar hönd og mótmæla misréttinu kröftuglega. Sýnum samstöðu á þriðjudaginn, hvetjum og bjóðum konum og kvárum í kringum okkur með á viðburði, sérstaklega þau sem mögulega þekkja lítið til eins og fólk af erlendum uppruna. Samstaðan er eina leiðin til að breyta samfélaginu og tryggja jafnrétti fyrir öll. Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga .
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun