Lungnaendurhæfing í 40 ár á Reykjalundi Pétur Magnússon og Jónína Sigurgeirsdóttir skrifa 22. október 2023 09:01 Í ár fagnar Reykjalundur 40 ára afmæli lungnaendurhæfingar en slík endurhæfing hófst formlega í núverandi mynd árið 1983 hér á Reykjalundi. Þetta 40 ára ferli lungnaendurhæfingar hefur verið afar farsælt enda hefur Reykjalundur verið einstaklega heppinn með metnaðarfullt og vandað starfsfólk. Af mörgu góðu fólki má nefna frumkvöðlana Björn Magnússon lungnalækni og Steinunni Ólafsdóttur hjúkrunarfræðing sem bæði brunnu fyrir að stuðla að betra lífi fyrir fólk með langvinna lungnasjúkdóma. Margir fleiri hafa fylgt í kjölfarið sem of langt væri að telja upp. Öllu þessu fólki vill Reykjalundur þakka af auðmýkt fyrir sitt merka framlag til sögu lungnaendurhæfingar hér á landi. Endurhæfing skiptir sköpum varðandi heilsu Endurhæfing skiptir sköpum þegar kemur að líkamlegri og andlegri heilsu. Eftir alvarleg veikindi, slys, áföll eða aðgerð þá getur endurhæfing hjálpað til við að ná aftur fótfestu í daglegu lífi. Endurhæfing er teymisvinna sem er einstaklingsmiðuð og sérsniðin fyrir hvern sjúkling. Tekið er mið af getu sjúklings og færni, sem og persónulegum þáttum eins og menntun, fjölskyldu, búsetu, kyni og vinnu, allt eftir því hvaða markmið er með endurhæfingunni. Mikil áhersla er lögð á fræðslu og þátttöku sjúklings. Tilgangur lungnaendurhæfingar er að aðstoða fólk sem fengið glímir við lungnasjúkdóm við að ná sem bestri líkamlegri, andlegri og félagslegri heilsu og færni. Þar með talið að bæta líðan og lífsgæði. Í samstarfi við sjúklinginn sjálfan vinnur þverfaglegt teymi lækna, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga, næringarfræðinga, félagsráðgjafa og sjúkraliða að því að ná þessu markmiði. Árangur lungnaendurhæfingar felst í auknum lífsgæðum Lungnaendurhæfing er einstaklingsmiðuð og er skipt í fjóra meginþætti: Þjálfun, fræðslu, andlega og félagslega aðlögun og meðferð áhættuþátta til að stuðla að betra lífi og heilsu. Tæplega 200 manns njóta lungnaendurhæfingar á Reykjalundi á ári hverju, flestir í 4-6 vikur. Lungnaendurhæfing er fyrir fólk á öllum aldri með langvinnan lungnasjúkdóm, skerta getu og minnkuð lífsgæði vegna mæði og þrekleysis. Einnig fyrir lungnasjúklinga sem þurfa stuðning til að breyta skaðlegum lífsháttum, svo sem reykingum, hreyfingarleysi eða röngu mataræði. Markmið lungnaendurhæfingar eru til dæmis að auka þol og vöðvastyrk, rjúfa vítahring mæði og hreyfingarleysis, auka skilning á áhrifum lifnaðarhátta, ná betri stjórn á sjúkdómseinkennum og breyta lífsstíl varanlega. Árangur lungnaendurhæfingar felst í auknum lífsgæðum, meðal annars reyklausu lífi, reglulegri þjálfun, hollum neysluvenjum, betri svefni, aukinni starfsgetu og auknu sjálfstrausti. Aðferðir lungnaendurhæfingar eru styrkþjálfun, þolþjálfun, öndunarþjálfun, fræðsla, reykleysi, rétt mataræði, rannsóknir, ráðgjöf og stuðningur. Sérstaða Reykjalundar liggur í þverfaglegri endurhæfingu Sérstaðan í starfsemi Reykjalundar liggur í þverfaglegri endurhæfingu sem er einmitt lykillinn að farsælum árangri starfsins. Þverfagleg endurhæfing einkennist af samvinnu margra fagstétta sem mynda á Reykjalundi átta sérhæfð meðferðarteymi og er eitt þeirra einmitt lungnaendurhæfingarteymi. Vonast er til að sjúklingar endurheimti fyrri getu sína að einhverju eða öllu leyti, eða bæti a.m.k. heilsu sína. Umhverfi Reykjalundar, aðstaða og búnaður styður við að árangur endurhæfingarinnar verði sem mestur. Á Reykjalundi starfa tæplega 200 starfsmenn með mikla reynslu og 100-120 sjúklingar njóta þjónustunnar á degi hverjum. Nú eru yfir 1.000 á biðlista inn á Reykjalund en 1.000-1.200 manns fara í gegnum meðferð á ári. Flestir eru 4-6 vikur í senn. Á Reykjalundi eru 60 gistirými í boði fyrir fólk af landsbyggðinni eða fólk sem af öðrum ástæðum kemst ekki heim til sín í lok dags. Reykjalundur er heilbrigðisstofnun í eigu SÍBS. Nýbyggingar og viðhald á húsnæði Reykjalundar er að meginhluta fjármagnað með hagnaði frá Happdrætti SÍBS. Almenn starfsemi er fjármögnuð með þjónustusamningi við Sjúkratryggingar Íslands. Starfsemin hófst árið 1945 og þá var markmiðið að endurhæfa sjúklinga eftir berklaveiki. Um 1960 fór berklaveikin að láta undan síga og þegar ljóst varð að ekki væri lengur þörf á endurhæfingu fyrir þennan sjúklingahóp í sama mæli og áður, breyttist starfsgrundvöllur Reykjalundar og áhersla í endurhæfingu varð fjölbreyttari. Reykjalundur þróaðist í alhliða endurhæfingarmiðstöð og er enn að þróast. Lungnaendurhæfing Reykjalundar hefur sannarlega komið við sögu við að bæta lífsgæði fjölda Íslendinga og fjölskyldna þeirra og svo mun verða áfram. Endurhæfing á Reykjalundi mun áfram stefna á að hjálpa fólki til betra lífs, enda erum við staðráðin í því að halda áfram að nýta þautækifæri sem aukin og bætt endurhæfingarstarfsemi veita í heilbrigðiskerfinu, samfélagi okkar til heilla. Að lokum viljum við á Reykjalundi senda hlýjar kveðjur til allra þeirra sem hafa notið þjónustu lungnaendurhæfingar á Reykjalundi þessi 40 ár. Jafnframt sendum við innilegt þakklæti til alls þess merka starfsfólks sem komið hefur að starfinu og meðferðinni á þessum tíma. Á meðfylgjandi mynd má sjá hluta af lungnaendurhæfingarteymi Reykjalundar. Pétur er forstjóri Reykjalundar. Dr. Jónína Sigurgeirsdóttir er sérfræðingur í endurhæfingarhjúkrun í lungnateymi Reykjalundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Í ár fagnar Reykjalundur 40 ára afmæli lungnaendurhæfingar en slík endurhæfing hófst formlega í núverandi mynd árið 1983 hér á Reykjalundi. Þetta 40 ára ferli lungnaendurhæfingar hefur verið afar farsælt enda hefur Reykjalundur verið einstaklega heppinn með metnaðarfullt og vandað starfsfólk. Af mörgu góðu fólki má nefna frumkvöðlana Björn Magnússon lungnalækni og Steinunni Ólafsdóttur hjúkrunarfræðing sem bæði brunnu fyrir að stuðla að betra lífi fyrir fólk með langvinna lungnasjúkdóma. Margir fleiri hafa fylgt í kjölfarið sem of langt væri að telja upp. Öllu þessu fólki vill Reykjalundur þakka af auðmýkt fyrir sitt merka framlag til sögu lungnaendurhæfingar hér á landi. Endurhæfing skiptir sköpum varðandi heilsu Endurhæfing skiptir sköpum þegar kemur að líkamlegri og andlegri heilsu. Eftir alvarleg veikindi, slys, áföll eða aðgerð þá getur endurhæfing hjálpað til við að ná aftur fótfestu í daglegu lífi. Endurhæfing er teymisvinna sem er einstaklingsmiðuð og sérsniðin fyrir hvern sjúkling. Tekið er mið af getu sjúklings og færni, sem og persónulegum þáttum eins og menntun, fjölskyldu, búsetu, kyni og vinnu, allt eftir því hvaða markmið er með endurhæfingunni. Mikil áhersla er lögð á fræðslu og þátttöku sjúklings. Tilgangur lungnaendurhæfingar er að aðstoða fólk sem fengið glímir við lungnasjúkdóm við að ná sem bestri líkamlegri, andlegri og félagslegri heilsu og færni. Þar með talið að bæta líðan og lífsgæði. Í samstarfi við sjúklinginn sjálfan vinnur þverfaglegt teymi lækna, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga, næringarfræðinga, félagsráðgjafa og sjúkraliða að því að ná þessu markmiði. Árangur lungnaendurhæfingar felst í auknum lífsgæðum Lungnaendurhæfing er einstaklingsmiðuð og er skipt í fjóra meginþætti: Þjálfun, fræðslu, andlega og félagslega aðlögun og meðferð áhættuþátta til að stuðla að betra lífi og heilsu. Tæplega 200 manns njóta lungnaendurhæfingar á Reykjalundi á ári hverju, flestir í 4-6 vikur. Lungnaendurhæfing er fyrir fólk á öllum aldri með langvinnan lungnasjúkdóm, skerta getu og minnkuð lífsgæði vegna mæði og þrekleysis. Einnig fyrir lungnasjúklinga sem þurfa stuðning til að breyta skaðlegum lífsháttum, svo sem reykingum, hreyfingarleysi eða röngu mataræði. Markmið lungnaendurhæfingar eru til dæmis að auka þol og vöðvastyrk, rjúfa vítahring mæði og hreyfingarleysis, auka skilning á áhrifum lifnaðarhátta, ná betri stjórn á sjúkdómseinkennum og breyta lífsstíl varanlega. Árangur lungnaendurhæfingar felst í auknum lífsgæðum, meðal annars reyklausu lífi, reglulegri þjálfun, hollum neysluvenjum, betri svefni, aukinni starfsgetu og auknu sjálfstrausti. Aðferðir lungnaendurhæfingar eru styrkþjálfun, þolþjálfun, öndunarþjálfun, fræðsla, reykleysi, rétt mataræði, rannsóknir, ráðgjöf og stuðningur. Sérstaða Reykjalundar liggur í þverfaglegri endurhæfingu Sérstaðan í starfsemi Reykjalundar liggur í þverfaglegri endurhæfingu sem er einmitt lykillinn að farsælum árangri starfsins. Þverfagleg endurhæfing einkennist af samvinnu margra fagstétta sem mynda á Reykjalundi átta sérhæfð meðferðarteymi og er eitt þeirra einmitt lungnaendurhæfingarteymi. Vonast er til að sjúklingar endurheimti fyrri getu sína að einhverju eða öllu leyti, eða bæti a.m.k. heilsu sína. Umhverfi Reykjalundar, aðstaða og búnaður styður við að árangur endurhæfingarinnar verði sem mestur. Á Reykjalundi starfa tæplega 200 starfsmenn með mikla reynslu og 100-120 sjúklingar njóta þjónustunnar á degi hverjum. Nú eru yfir 1.000 á biðlista inn á Reykjalund en 1.000-1.200 manns fara í gegnum meðferð á ári. Flestir eru 4-6 vikur í senn. Á Reykjalundi eru 60 gistirými í boði fyrir fólk af landsbyggðinni eða fólk sem af öðrum ástæðum kemst ekki heim til sín í lok dags. Reykjalundur er heilbrigðisstofnun í eigu SÍBS. Nýbyggingar og viðhald á húsnæði Reykjalundar er að meginhluta fjármagnað með hagnaði frá Happdrætti SÍBS. Almenn starfsemi er fjármögnuð með þjónustusamningi við Sjúkratryggingar Íslands. Starfsemin hófst árið 1945 og þá var markmiðið að endurhæfa sjúklinga eftir berklaveiki. Um 1960 fór berklaveikin að láta undan síga og þegar ljóst varð að ekki væri lengur þörf á endurhæfingu fyrir þennan sjúklingahóp í sama mæli og áður, breyttist starfsgrundvöllur Reykjalundar og áhersla í endurhæfingu varð fjölbreyttari. Reykjalundur þróaðist í alhliða endurhæfingarmiðstöð og er enn að þróast. Lungnaendurhæfing Reykjalundar hefur sannarlega komið við sögu við að bæta lífsgæði fjölda Íslendinga og fjölskyldna þeirra og svo mun verða áfram. Endurhæfing á Reykjalundi mun áfram stefna á að hjálpa fólki til betra lífs, enda erum við staðráðin í því að halda áfram að nýta þautækifæri sem aukin og bætt endurhæfingarstarfsemi veita í heilbrigðiskerfinu, samfélagi okkar til heilla. Að lokum viljum við á Reykjalundi senda hlýjar kveðjur til allra þeirra sem hafa notið þjónustu lungnaendurhæfingar á Reykjalundi þessi 40 ár. Jafnframt sendum við innilegt þakklæti til alls þess merka starfsfólks sem komið hefur að starfinu og meðferðinni á þessum tíma. Á meðfylgjandi mynd má sjá hluta af lungnaendurhæfingarteymi Reykjalundar. Pétur er forstjóri Reykjalundar. Dr. Jónína Sigurgeirsdóttir er sérfræðingur í endurhæfingarhjúkrun í lungnateymi Reykjalundar.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun