„Eins þung skref og það eru að kveðja Samtökin ‘78 þá er ég mjög spennt að takast á við næsta áfanga í lífi mínu lífi. Því ég fann að það var kominn tími til að breyta til,“ segir Tótla í Facebook-færslu sem hún birti í dag.
Tótla hefur sinnt starfi fræðslustýru samtakanna síðastliðin fjögur ár og farið á fjöldann allan af vinnustöðum með hinseginfræðslur og haldið ótal erindi. Í Facebook-færslunni segir hún mikil forréttindi að fá að verja vinnudeginum í að tala við fólk og vonandi bæta líf og umhverfi annarra um leið.
Hún segir það óvíst hvað taki við, en að hún hafi farið í stjórnunarnám til að öðlast tæki og tól fyrir ný verkefni. „Það er kominn tími til að stökkva af stað og sjá í hverju þau felast,“ segir loks í færslunni.
