Stórt fyrir íslenskan handbolta: „Þetta var mikið sjokk fyrir þá“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. október 2023 11:01 Gunnar Magnússon hafði ríka ástæðu til að fagna í gær. Vísir/Hulda Margrét Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var að vonum ánægður eftir afar sterkan sigur hans manna á Nærbö frá Noregi í EHF-bikarnum í handbolta í gær. Afturelding vann sex marka sigur þar sem mark Þorsteins Leó Gunnarssonar þegar örfáar sekúndur voru eftir skaut Mosfellinga áfram. Afturelding hafði tapað fyrri leiknum ytra með fimm marka mun svo ljóst var að ekkert annað en sex marka sigur eða stærri myndi skjóta þeim áfram í 32-liða úrslitin. Mark Þorsteins Leó, sem var hans ellefta í leiknum, tryggði þeim 29-23 sigur og því samanlagðan 51-50 sigur í einvíginu. „Þetta var náttúrulega bara ótrúlega gaman að vinna þetta á þennan hátt. Auðvitað var þetta bara þannig að við skorum sigurmarkið á síðustu sekúndunum og það gerir þetta enn skemmtilegra. Þetta var hörkueinvígi og gaman að slá út sterkt lið. Þetta var mjög gaman og stór stund fyrir okkur,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, í samtali við Vísi. Þorsteinn Leó Gunnarsson fór mikinn og skoraði ellefu mörk í leiknum, þar á meðal sigurmark einvígisins þegar örfáar sekúndur lifðu leiks.Vísir/Pawel Nærbö vann keppnina árið 2022 og lék til úrslita í henni í fyrra. Sigurinn er því stór fyrir Aftureldingu. „Þetta lið var í úrslitum í fyrra og vann Áskorendabikarinn fyrir tveimur árum og maður sá eftir leik að þetta var mikið sjokk fyrir þá að tapa fyrir okkur. Þeir voru brattir fyrir leik eftir að hafa unnið okkur með fimm mörkum úti. En við fundum eftir þann leik að við áttum mikið inni og höfðum fulla trú á því að við gætum snúið þessu við á heimavelli. Það var bara frábært á klára þetta og stórt fyrir okkar félag,“ segir Gunnar. Ísland með fjögur lið af 32 Afturelding varð í gær fjórða íslenska liðið til að komast áfram í 32-liða úrslit keppninnar. FH hafði fyrr um daginn unnið sterkan sigur á Partizan í Serbíu, Valur sló örugglega út Polva Serviti frá Eistlandi og ÍBV henti Red Boys Differdange frá Lúxemborg úr keppni. Gunnar segir það stórt fyrir íslenskan handbolta að eiga svo mörg lið í keppninni. „Við tölum um það að Olís-deildin sé alltaf að styrkjast og það er mikilvægt fyrir íslenskan handbolta að liðið nái góðum árangri í Evrópukeppni,“ „Það eru 32 lið eftir í þessari keppni og þar af eru fjögur frá Íslandi. Við erum að slá út sterkt lið frá Noregi sem er með nokkra atvinnumenn og meiri fjárráð heldur en við. Fyrir íslenskan handbolta að vera með fjögur lið í þessari keppni er frábært,“ segir Gunnar. Dregið verður í 32-liða úrslitin á þriðjudaginn kemur. Leikirnir í þeirri umferð fara fram í lok nóvember og byrjun desember. Afturelding Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira
Afturelding hafði tapað fyrri leiknum ytra með fimm marka mun svo ljóst var að ekkert annað en sex marka sigur eða stærri myndi skjóta þeim áfram í 32-liða úrslitin. Mark Þorsteins Leó, sem var hans ellefta í leiknum, tryggði þeim 29-23 sigur og því samanlagðan 51-50 sigur í einvíginu. „Þetta var náttúrulega bara ótrúlega gaman að vinna þetta á þennan hátt. Auðvitað var þetta bara þannig að við skorum sigurmarkið á síðustu sekúndunum og það gerir þetta enn skemmtilegra. Þetta var hörkueinvígi og gaman að slá út sterkt lið. Þetta var mjög gaman og stór stund fyrir okkur,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, í samtali við Vísi. Þorsteinn Leó Gunnarsson fór mikinn og skoraði ellefu mörk í leiknum, þar á meðal sigurmark einvígisins þegar örfáar sekúndur lifðu leiks.Vísir/Pawel Nærbö vann keppnina árið 2022 og lék til úrslita í henni í fyrra. Sigurinn er því stór fyrir Aftureldingu. „Þetta lið var í úrslitum í fyrra og vann Áskorendabikarinn fyrir tveimur árum og maður sá eftir leik að þetta var mikið sjokk fyrir þá að tapa fyrir okkur. Þeir voru brattir fyrir leik eftir að hafa unnið okkur með fimm mörkum úti. En við fundum eftir þann leik að við áttum mikið inni og höfðum fulla trú á því að við gætum snúið þessu við á heimavelli. Það var bara frábært á klára þetta og stórt fyrir okkar félag,“ segir Gunnar. Ísland með fjögur lið af 32 Afturelding varð í gær fjórða íslenska liðið til að komast áfram í 32-liða úrslit keppninnar. FH hafði fyrr um daginn unnið sterkan sigur á Partizan í Serbíu, Valur sló örugglega út Polva Serviti frá Eistlandi og ÍBV henti Red Boys Differdange frá Lúxemborg úr keppni. Gunnar segir það stórt fyrir íslenskan handbolta að eiga svo mörg lið í keppninni. „Við tölum um það að Olís-deildin sé alltaf að styrkjast og það er mikilvægt fyrir íslenskan handbolta að liðið nái góðum árangri í Evrópukeppni,“ „Það eru 32 lið eftir í þessari keppni og þar af eru fjögur frá Íslandi. Við erum að slá út sterkt lið frá Noregi sem er með nokkra atvinnumenn og meiri fjárráð heldur en við. Fyrir íslenskan handbolta að vera með fjögur lið í þessari keppni er frábært,“ segir Gunnar. Dregið verður í 32-liða úrslitin á þriðjudaginn kemur. Leikirnir í þeirri umferð fara fram í lok nóvember og byrjun desember.
Afturelding Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira