Ráðist á átta ára dreng á Selfossi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. október 2023 14:21 Málið er komið á borð lögreglu. Vísir Ráðist var á átta ára dreng við róluvöll á Selfossi í gær. Málið er komið á borð lögreglu. Faðir drengsins greinir frá því í íbúahóp Selfyssinga á Facebook að ráðist hafi verið á son hans rétt fyrir utan Gráhellu klukkan 19.50 í gær. Árásarmennirnir hafi verið fjórir hávaxnir unglingar, einn í rauðri peysu, annar í svartri og tveir í grárri. Hann biður vitni vinsamlegast að stíga fram. Varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi staðfestir í samtali við fréttastofu að málið sé komið á borð lögreglu og sé í rannsókn. Elí Kristberg Hilmarsson, faðir drengsins, segir í samtali við Vísi að sonur hans hafi komið heim í miklu uppnámi. Hann telur að árásarmennirnir hafi verið fimmtán eða sextán ára. „Hann var bara að labba heim frá vini sínum og gengur fram hjá róló sem er hérna nálægt okkur. Þá sér hann fjóra unglinga á vappinu í kringum rólóinn, það er náttúrulega orðið dimmt á þessum tíma. Þetta er rétt fyrir átta og hann er á leiðinni heim. Þá bendir einn þeirra á hann og þeir segja eitthvað á pólsku sem hann náttúrulega skilur ekki.“ „Svo æða þeir á móti honum og hann frýs, einn rífur í hettuna á honum, annar tekur í hann og hrindir honum og svo byrja þeir að sparka ítrekað í hann: bakið á honum, löppina, síðuna og annað. Hann er alveg með áverka eftir þetta. Eins og hann sagði sjálfur: „Ég var bara að labba og bjóst ekkert við því að þeir myndu koma og ráðast á mig,“ enda bara að labba heim til sín.“ Elí segist hafa fengið ábendingar fá íbúum á Selfossi en hafi enn ekki fundið árásarmennina. Hann fór sjálfur á vettvang í gærkvöldi en þá voru unglingarnir á bak og burt. Eins og fyrr segir er málið komið á borð lögreglu. Fréttin hefur verið uppfærð. Árborg Lögreglumál Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira
Faðir drengsins greinir frá því í íbúahóp Selfyssinga á Facebook að ráðist hafi verið á son hans rétt fyrir utan Gráhellu klukkan 19.50 í gær. Árásarmennirnir hafi verið fjórir hávaxnir unglingar, einn í rauðri peysu, annar í svartri og tveir í grárri. Hann biður vitni vinsamlegast að stíga fram. Varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi staðfestir í samtali við fréttastofu að málið sé komið á borð lögreglu og sé í rannsókn. Elí Kristberg Hilmarsson, faðir drengsins, segir í samtali við Vísi að sonur hans hafi komið heim í miklu uppnámi. Hann telur að árásarmennirnir hafi verið fimmtán eða sextán ára. „Hann var bara að labba heim frá vini sínum og gengur fram hjá róló sem er hérna nálægt okkur. Þá sér hann fjóra unglinga á vappinu í kringum rólóinn, það er náttúrulega orðið dimmt á þessum tíma. Þetta er rétt fyrir átta og hann er á leiðinni heim. Þá bendir einn þeirra á hann og þeir segja eitthvað á pólsku sem hann náttúrulega skilur ekki.“ „Svo æða þeir á móti honum og hann frýs, einn rífur í hettuna á honum, annar tekur í hann og hrindir honum og svo byrja þeir að sparka ítrekað í hann: bakið á honum, löppina, síðuna og annað. Hann er alveg með áverka eftir þetta. Eins og hann sagði sjálfur: „Ég var bara að labba og bjóst ekkert við því að þeir myndu koma og ráðast á mig,“ enda bara að labba heim til sín.“ Elí segist hafa fengið ábendingar fá íbúum á Selfossi en hafi enn ekki fundið árásarmennina. Hann fór sjálfur á vettvang í gærkvöldi en þá voru unglingarnir á bak og burt. Eins og fyrr segir er málið komið á borð lögreglu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Árborg Lögreglumál Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira