Ný sending af neyðarbirgðum til Gasa Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 22. október 2023 20:44 Palestínumenn leita aðstandenda í rústum byggingar sem varð fyrir sprengjuregni Ísraelshers í dag. AP Martin Griffiths aðstoðarframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna hefur staðfest að fjórtán flutningabílar hlaðnir neyðarbirgðum hafi komið inn á Gasa í kvöld. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðu fyrr í dag fréttaflutning egypskra miðla um að sautján slíkum bifreiðum hafi verið hleypt inn á Gasa ekki réttan. Tuttugu flutningabílum hlöðnum neyðarbirgðum var hleypt yfir landamæri Egyptalands og Gasastrandarinnar í gær. Opinberir fréttamiðlar í Egyptalandi greindu frá því í dag að sautján flutningabílar til viðbótar hafi farið yfir landamærin í dag. AP hafði eftir talsmanni Sameinuðu þjóðanna að engar slíkar bifreiðar hafi farið yfir landamærin. Griffiths staðfesti í færslu á samfélagsmiðlinum X að birgðirnar hafi borist íbúum Gasa. Hann sagði sendinguna vera vonarglætu fyrir milljónir fólks í bráðri þörf fyrir mannúðaraðstoð. En að það hafi þurft mikið meira til. Another glimmer of hope. pic.twitter.com/Keq1fuq0sG— Martin Griffiths (@UNReliefChief) October 22, 2023 Blaðamenn AP sögðust hafa séð sjö olíubifreiðar keyra norður frá landamærunum í dag. Að sögn ísraelska hersins voru olíubifreiðarnar að ferja eldsneyti sem hafði verið geymt Gasa-megin við landamærin. OCHA, mannúðarteymi Sameinuðu þjóðanna segir neyðarsendinguna sem barst íbúum Gasa í gær nema um fjórum prósentum af þeim birgðum sem bárust þeim daglega fyrir stríðið. Að Sameinuðu þjóðirnar hafi gert ákall eftir hundrað flutningabílum á dag en að Ísraelsk yfirvöld segist hafa stjórn á ástandinu. Sjúklingar meðhöndlaðir á troðfullum spítalagöngum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gefið út að minnst 130 nýfæddir fyrirburar séu í alvarlegri hættu vegna eldsneytisskortsins sem leiðir til rafmagnsskorts. Þá hafi þurft að loka sjö spítölum í norðurhluta Gasa vegna skorts á rafmagni eða aðbúnaði, skemmda vegna loftárása eða fyrirskipana Ísraela um brottflutning. Sjúkrabirgðir eru að klárast á sjúkrahúsunum á Gasa, sem öll eru yfirfull af sjúklingum og flóttafólki, segir í frétt AP. Slasaðir íbúar Gasa eru meðhöndlaðir á dimmum og troðfullum göngum spítalanna, þar sem nær allt rafmagn er sparað fyrir gjörgæslurými, sem eru að sögn lækna sárafá. Þá segir að læknar séu tilneyddir til að framkvæma skurðaðgerðir með saumnálum, án deyfingar og vegna skorts á sjúkrabirgðum þurfi að nota edik í stað sótthreinsiefnis. Skutu óvart á varðturn í Egyptalandi Ísraelski herinn skaut í dag á varðturn í Egyptalandi skammt frá Gasa-landamærunum. Í tilkynningu frá egypska hernum segir að nokkrir hafi særst. Ísraelski herinn baðst afsökunar á árásinni, og sagði að skriðdreki á þeirra vegum hafi óvart skotið að egypskri stöð og að verið væri að rannsaka atvikið. Ísraelsmenn sögðu í gær að „næsti fasi stríðsins“ við Hamas væri að hefjast. Hann felist í tíðari loftárásum í norðri, til að skapa sem „bestar aðstæður“ fyrir ísraelska hermenn áður en hersveitir verða sendar landleiðina yfir landamærin. Eiginleg innrás Ísraelsmanna inn á Gasa virðist því handan við hornið. Um áttatíu eru látnir eftir loftárásir á Gasasvæðið í nótt og þá segjast Ísraelsmenn hafa þurrkað út hryðjuverkamiðstöð Hamas á Vesturbakkanum. Fréttin hefur verið uppfærð. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Tuttugu flutningabílum hlöðnum neyðarbirgðum var hleypt yfir landamæri Egyptalands og Gasastrandarinnar í gær. Opinberir fréttamiðlar í Egyptalandi greindu frá því í dag að sautján flutningabílar til viðbótar hafi farið yfir landamærin í dag. AP hafði eftir talsmanni Sameinuðu þjóðanna að engar slíkar bifreiðar hafi farið yfir landamærin. Griffiths staðfesti í færslu á samfélagsmiðlinum X að birgðirnar hafi borist íbúum Gasa. Hann sagði sendinguna vera vonarglætu fyrir milljónir fólks í bráðri þörf fyrir mannúðaraðstoð. En að það hafi þurft mikið meira til. Another glimmer of hope. pic.twitter.com/Keq1fuq0sG— Martin Griffiths (@UNReliefChief) October 22, 2023 Blaðamenn AP sögðust hafa séð sjö olíubifreiðar keyra norður frá landamærunum í dag. Að sögn ísraelska hersins voru olíubifreiðarnar að ferja eldsneyti sem hafði verið geymt Gasa-megin við landamærin. OCHA, mannúðarteymi Sameinuðu þjóðanna segir neyðarsendinguna sem barst íbúum Gasa í gær nema um fjórum prósentum af þeim birgðum sem bárust þeim daglega fyrir stríðið. Að Sameinuðu þjóðirnar hafi gert ákall eftir hundrað flutningabílum á dag en að Ísraelsk yfirvöld segist hafa stjórn á ástandinu. Sjúklingar meðhöndlaðir á troðfullum spítalagöngum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gefið út að minnst 130 nýfæddir fyrirburar séu í alvarlegri hættu vegna eldsneytisskortsins sem leiðir til rafmagnsskorts. Þá hafi þurft að loka sjö spítölum í norðurhluta Gasa vegna skorts á rafmagni eða aðbúnaði, skemmda vegna loftárása eða fyrirskipana Ísraela um brottflutning. Sjúkrabirgðir eru að klárast á sjúkrahúsunum á Gasa, sem öll eru yfirfull af sjúklingum og flóttafólki, segir í frétt AP. Slasaðir íbúar Gasa eru meðhöndlaðir á dimmum og troðfullum göngum spítalanna, þar sem nær allt rafmagn er sparað fyrir gjörgæslurými, sem eru að sögn lækna sárafá. Þá segir að læknar séu tilneyddir til að framkvæma skurðaðgerðir með saumnálum, án deyfingar og vegna skorts á sjúkrabirgðum þurfi að nota edik í stað sótthreinsiefnis. Skutu óvart á varðturn í Egyptalandi Ísraelski herinn skaut í dag á varðturn í Egyptalandi skammt frá Gasa-landamærunum. Í tilkynningu frá egypska hernum segir að nokkrir hafi særst. Ísraelski herinn baðst afsökunar á árásinni, og sagði að skriðdreki á þeirra vegum hafi óvart skotið að egypskri stöð og að verið væri að rannsaka atvikið. Ísraelsmenn sögðu í gær að „næsti fasi stríðsins“ við Hamas væri að hefjast. Hann felist í tíðari loftárásum í norðri, til að skapa sem „bestar aðstæður“ fyrir ísraelska hermenn áður en hersveitir verða sendar landleiðina yfir landamærin. Eiginleg innrás Ísraelsmanna inn á Gasa virðist því handan við hornið. Um áttatíu eru látnir eftir loftárásir á Gasasvæðið í nótt og þá segjast Ísraelsmenn hafa þurrkað út hryðjuverkamiðstöð Hamas á Vesturbakkanum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira