Erdogan leggur fram frumvarp um inngöngu Svía í Nató Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. október 2023 07:03 Frumvarpið verður fyrst tekið til umfjöllunar í utanríkismálanefnd þingsins áður en það fer til atkvæðagreiðslu. AP/Mindaugas Kulbis Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, lagði í gær fram frumvarp fyrir tyrkneska þingið um aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. Virðist síðasta hindrunin fyrir inngöngu Svía í Nató þannig úr vegi. Forsetinn hét því á ráðstefnu Nató-ríkjanna í júlí síðastliðnum að leggja fram frumvarp um aðild Svíþjóðar þegar þingið kæmi saman í október. Tyrkir hafa hingað til sett ýmsar kröfur sem skilyrði inngöngu Svía, meðal annars framsal Kúrda og hertar aðgerðir gegn Verkamannaflokki Kúrdistan. Nú þegar Erdogan hefur lagt frumvarpið fram er samþykkt þess aðeins formsatriði. Welcome that President Erdo an signed Sweden s ratification protocol to NATO and submitted it to the Grand National Assembly of Türkiye. Parliamentary procedures will now commence. We are looking forward to becoming a member of NATO.— SwedishPM (@SwedishPM) October 23, 2023 Ungverjaland á einnig eftir að samþykkja aðildarumsókn Svía en stjórnvöld þar í landi hafa ýmist haldið því fram að „tæknileg atriði“ hafi staðið því í vegi eða kvartað yfir gagnrýni Svía á stjórnarháttum í Ungverjalandi. Guardian segir flesta sem þekkja til mála hins vegar sammála um að Ungverjar muni ekki vilja standa einir í vegi fyrir því að Svíar fái inngöngu og muni því fylgja Tyrkjum að málum nú þegar þeir hafa gefið sig. Þá segja embættismenn innan Nató að yfirvöld í Ungverjalandi hafi ítrekað sagt að ríkið verði ekki síðast í röðinn til að leggja blessun sína yfir inngöngu Svíþjóðar. Þau voru enda fljót til að samþykkja aðild Finnlands þegar Tyrkir sögðust myndu gefa grænt ljós hvað það varðaði. Óvíst er hvenær málið verður afgreitt á tyrkneska þinginu en það þarf að fara fyrir utanríkismálanefnd þingsins áður en það verður tekið til atkvæðagreiðslu. Tyrkland Svíþjóð NATO Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Forsetinn hét því á ráðstefnu Nató-ríkjanna í júlí síðastliðnum að leggja fram frumvarp um aðild Svíþjóðar þegar þingið kæmi saman í október. Tyrkir hafa hingað til sett ýmsar kröfur sem skilyrði inngöngu Svía, meðal annars framsal Kúrda og hertar aðgerðir gegn Verkamannaflokki Kúrdistan. Nú þegar Erdogan hefur lagt frumvarpið fram er samþykkt þess aðeins formsatriði. Welcome that President Erdo an signed Sweden s ratification protocol to NATO and submitted it to the Grand National Assembly of Türkiye. Parliamentary procedures will now commence. We are looking forward to becoming a member of NATO.— SwedishPM (@SwedishPM) October 23, 2023 Ungverjaland á einnig eftir að samþykkja aðildarumsókn Svía en stjórnvöld þar í landi hafa ýmist haldið því fram að „tæknileg atriði“ hafi staðið því í vegi eða kvartað yfir gagnrýni Svía á stjórnarháttum í Ungverjalandi. Guardian segir flesta sem þekkja til mála hins vegar sammála um að Ungverjar muni ekki vilja standa einir í vegi fyrir því að Svíar fái inngöngu og muni því fylgja Tyrkjum að málum nú þegar þeir hafa gefið sig. Þá segja embættismenn innan Nató að yfirvöld í Ungverjalandi hafi ítrekað sagt að ríkið verði ekki síðast í röðinn til að leggja blessun sína yfir inngöngu Svíþjóðar. Þau voru enda fljót til að samþykkja aðild Finnlands þegar Tyrkir sögðust myndu gefa grænt ljós hvað það varðaði. Óvíst er hvenær málið verður afgreitt á tyrkneska þinginu en það þarf að fara fyrir utanríkismálanefnd þingsins áður en það verður tekið til atkvæðagreiðslu.
Tyrkland Svíþjóð NATO Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira