Hrósað fyrir að bjarga mótherja frá meiðslum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. október 2023 16:01 Snarræði Fernandos Muslera bjargaði Valentin Rosier líklega frá meiðslum. Markverði Galatasaray hefur verið hrósað fyrir að bjarga leikmanni Besiktas frá mögulegum meiðslum. Í leik liðanna í tyrknesku úrvalsdeildinni um helgina átti Ante Rebic, leikmaður Besiktas, fyrirgjöf sem var ætluð Valentin Rosier sem var á fjærstönginni. Rosier renndi sér en náði ekki til boltans. Hann var svo við það að renna á stöngina en Fernando Muslera, markvörður Galatasaray, var snöggur að hugsa og ýtti Rosier til hliðar og kom í veg fyrir að hann rækist á stöngina. Atvikið vakti mikla athygli enda bjargaði Muslera Rosier mögulega frá slæmum meiðslum. Fernando Muslera Kariyeri boyunca birçok kurtar yapt ama dün Be ikta oyuncusu Rosier'in de dire e çarpmas na engel olarak Sakatlanmaktan kurtard . pic.twitter.com/VHAsYJLXg5— Muhammet Ali Çiftbudak (@Aliciftbudakk) October 22, 2023 Muslera og félagar unnu leikinn gegn Besiktas, 2-1. Galatasaray er með átta stiga forskot á toppi tyrknesku úrvalsdeildarinnar en Besiktas er í 3. sætinu. Hinn úrúgvæski Muslera hefur leikið með Galatasaray frá 2011. Hann hefur sex sinnum orðið tyrkneskur meistari með liðinu og fjórum sinnum bikarmeistari. Rosier, sem er 27 ára franskur hægri bakvörður, hefur leikið með Besiktas frá 2020. Hann kom fyrst á láni frá Sporting í Portúgal en Besiktas keypti hann svo eftir eitt tímabil. Tyrkneski boltinn Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Sjá meira
Í leik liðanna í tyrknesku úrvalsdeildinni um helgina átti Ante Rebic, leikmaður Besiktas, fyrirgjöf sem var ætluð Valentin Rosier sem var á fjærstönginni. Rosier renndi sér en náði ekki til boltans. Hann var svo við það að renna á stöngina en Fernando Muslera, markvörður Galatasaray, var snöggur að hugsa og ýtti Rosier til hliðar og kom í veg fyrir að hann rækist á stöngina. Atvikið vakti mikla athygli enda bjargaði Muslera Rosier mögulega frá slæmum meiðslum. Fernando Muslera Kariyeri boyunca birçok kurtar yapt ama dün Be ikta oyuncusu Rosier'in de dire e çarpmas na engel olarak Sakatlanmaktan kurtard . pic.twitter.com/VHAsYJLXg5— Muhammet Ali Çiftbudak (@Aliciftbudakk) October 22, 2023 Muslera og félagar unnu leikinn gegn Besiktas, 2-1. Galatasaray er með átta stiga forskot á toppi tyrknesku úrvalsdeildarinnar en Besiktas er í 3. sætinu. Hinn úrúgvæski Muslera hefur leikið með Galatasaray frá 2011. Hann hefur sex sinnum orðið tyrkneskur meistari með liðinu og fjórum sinnum bikarmeistari. Rosier, sem er 27 ára franskur hægri bakvörður, hefur leikið með Besiktas frá 2020. Hann kom fyrst á láni frá Sporting í Portúgal en Besiktas keypti hann svo eftir eitt tímabil.
Tyrkneski boltinn Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Sjá meira