Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Þór 71-92 | Nýliðarnir sóttu sinn fyrsta útivallarsigur gegn lánlausum Blikum Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. október 2023 20:45 Hörð barátta í leik kvöldsins Vísir / Vilhelm Breiðablik tók á móti Þór frá Akureyri í 6. umferð Subway deildar kvenna. Heimakonur höfðu ekki unnið leik fyrir þennan og engin breyting varð á því í kvöld. Þór komst snemma yfir í leiknum og hélt heimakonum örugglega í skefjum fram að lokaflauti, þeirra fyrsti útivallarsigur. Madison og Brooklyn berjast Vísir / Vilhelm Gestirnir byrjuðu leikinn af miklum krafti gegn Blikum sem vörðust af lítilli ákefð. Hinum megin á vellinum áttu Blikar erfitt með að finna góð skot og leituðu oftar en ekki út að þriggja stiga línunni með litlum árangri. Vísir / Vilhelm Blikaliðið stillti sig betur af í öðrum leikhlutanum og fór að hitta skotunum sínum, en varnarleikur liðsins var ekki upp á marga fiska. Þeim tókst þó að minnka muninn töluvert og halda spennu í leiknum. Vísir / Vilhelm En alltaf þegar Þórsarar virtust við það að missa forystuna fundu þeir einhvern aukakraft og gáfu enn frekar í, fimm stigum munaði milli liðanna þegar síðasti fjórðungur hófst en Þór fór fljótt fram úr og vann leikinn að endingu með 21 stigi. Vísir / Vilhelm Afhverju vann Þór? Sigurinn var í raun aldrei í hættu eftir fyrsta leikhluta, en Þórsarar gerðu samt vel að halda þetta út og verjast áhlaupum Blikanna. Hverjir stóðu upp úr? Madison Sutton hélt áfram að brillera fyrir Þór með 12 fráköst og endalausa varnarvinnu, Hrefna Ottósdóttir átti sömuleiðis stórgóðan leik og setti niður sjö þrista fyrir Þórsara. Hvað gekk illa? Varnarleikur heimakvenna var virkilega slakur í kvöld, gáfu allt of mörg auðveld stig frá sér í hröðum sóknum gestanna. Hvað gerist næst? Breiðablik heimsækir Stjörnuna á meðan Þór tekur á móti Haukum. Báðir leikir fara fram næsta þriðjudag klukkan 19:15 og verða sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sports. Daníel á hliðarlínunni í leik kvöldsins. Vísir / Vilhelm „Við allavega klárum leikinn sterkt, vorum í smá manneklu í leikstjórnandastöðunni, en tuttugu stiga sigur, við komumst bara vel frá þessu“ sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs, strax að leik loknum. Breiðablik hefur byrjað tímabilið mjög illa og var sigurlaust fyrir þennan leik. Hefði Þór lent í vandræðum gegn sterkari andstæðingi í kvöld? „Já ég hugsa að við hefðum verið í aðeins meiri vandræðum [gegn sterkari andstæðingi], þegar okkur vantar varaleikstjórnandann. En gerðum bara eins og við lögðum upp með og erum með unninn leik í höndunum.“ Daníel sagðist ánægður með frammistöðu liðsins í kvöld og talaði mjög jákvætt um sóknarleik liðsins. „Við vorum að keyra upp hraðann í upphafi, hægðum kannski svolítið á okkur í öðrum leikhluta þegar þær ná smá endurkomu. Annars spiluðum við bara frábæran sóknarleik, við vissum að þær myndu skipta á 'screenum' og við náðum bara að sækja vel á það.“ Þór á næst heimaleik gegn Haukum, sem var spáð deildarsigri af sérfræðingum Vísis fyrir tímabil. „Vonandi fáum við bara hörkuleik. Þær gera sér vonandi ferð á leikdegi eins og við gerum fyrir alla leiki, fá sér pylsu í Staðaskála og njóti þess að koma norður“ sagði Daníel léttur í bragði að lokum. Subway-deild kvenna Breiðablik Þór Akureyri Tengdar fréttir Guillermo Sánchez: Varnarleikurinn okkar er að drepa okkur Það var ansi niðurlútur Guillermo Sánchez sem kom til tals við blaðamann eftir 71-92 tap Breiðabliks gegn Þór Ak. í 6. umferð Subway deildar kvenna. Breiðablik er enn sigurlaust það sem af er tímabils. 24. október 2023 21:15
Breiðablik tók á móti Þór frá Akureyri í 6. umferð Subway deildar kvenna. Heimakonur höfðu ekki unnið leik fyrir þennan og engin breyting varð á því í kvöld. Þór komst snemma yfir í leiknum og hélt heimakonum örugglega í skefjum fram að lokaflauti, þeirra fyrsti útivallarsigur. Madison og Brooklyn berjast Vísir / Vilhelm Gestirnir byrjuðu leikinn af miklum krafti gegn Blikum sem vörðust af lítilli ákefð. Hinum megin á vellinum áttu Blikar erfitt með að finna góð skot og leituðu oftar en ekki út að þriggja stiga línunni með litlum árangri. Vísir / Vilhelm Blikaliðið stillti sig betur af í öðrum leikhlutanum og fór að hitta skotunum sínum, en varnarleikur liðsins var ekki upp á marga fiska. Þeim tókst þó að minnka muninn töluvert og halda spennu í leiknum. Vísir / Vilhelm En alltaf þegar Þórsarar virtust við það að missa forystuna fundu þeir einhvern aukakraft og gáfu enn frekar í, fimm stigum munaði milli liðanna þegar síðasti fjórðungur hófst en Þór fór fljótt fram úr og vann leikinn að endingu með 21 stigi. Vísir / Vilhelm Afhverju vann Þór? Sigurinn var í raun aldrei í hættu eftir fyrsta leikhluta, en Þórsarar gerðu samt vel að halda þetta út og verjast áhlaupum Blikanna. Hverjir stóðu upp úr? Madison Sutton hélt áfram að brillera fyrir Þór með 12 fráköst og endalausa varnarvinnu, Hrefna Ottósdóttir átti sömuleiðis stórgóðan leik og setti niður sjö þrista fyrir Þórsara. Hvað gekk illa? Varnarleikur heimakvenna var virkilega slakur í kvöld, gáfu allt of mörg auðveld stig frá sér í hröðum sóknum gestanna. Hvað gerist næst? Breiðablik heimsækir Stjörnuna á meðan Þór tekur á móti Haukum. Báðir leikir fara fram næsta þriðjudag klukkan 19:15 og verða sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sports. Daníel á hliðarlínunni í leik kvöldsins. Vísir / Vilhelm „Við allavega klárum leikinn sterkt, vorum í smá manneklu í leikstjórnandastöðunni, en tuttugu stiga sigur, við komumst bara vel frá þessu“ sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs, strax að leik loknum. Breiðablik hefur byrjað tímabilið mjög illa og var sigurlaust fyrir þennan leik. Hefði Þór lent í vandræðum gegn sterkari andstæðingi í kvöld? „Já ég hugsa að við hefðum verið í aðeins meiri vandræðum [gegn sterkari andstæðingi], þegar okkur vantar varaleikstjórnandann. En gerðum bara eins og við lögðum upp með og erum með unninn leik í höndunum.“ Daníel sagðist ánægður með frammistöðu liðsins í kvöld og talaði mjög jákvætt um sóknarleik liðsins. „Við vorum að keyra upp hraðann í upphafi, hægðum kannski svolítið á okkur í öðrum leikhluta þegar þær ná smá endurkomu. Annars spiluðum við bara frábæran sóknarleik, við vissum að þær myndu skipta á 'screenum' og við náðum bara að sækja vel á það.“ Þór á næst heimaleik gegn Haukum, sem var spáð deildarsigri af sérfræðingum Vísis fyrir tímabil. „Vonandi fáum við bara hörkuleik. Þær gera sér vonandi ferð á leikdegi eins og við gerum fyrir alla leiki, fá sér pylsu í Staðaskála og njóti þess að koma norður“ sagði Daníel léttur í bragði að lokum.
Subway-deild kvenna Breiðablik Þór Akureyri Tengdar fréttir Guillermo Sánchez: Varnarleikurinn okkar er að drepa okkur Það var ansi niðurlútur Guillermo Sánchez sem kom til tals við blaðamann eftir 71-92 tap Breiðabliks gegn Þór Ak. í 6. umferð Subway deildar kvenna. Breiðablik er enn sigurlaust það sem af er tímabils. 24. október 2023 21:15
Guillermo Sánchez: Varnarleikurinn okkar er að drepa okkur Það var ansi niðurlútur Guillermo Sánchez sem kom til tals við blaðamann eftir 71-92 tap Breiðabliks gegn Þór Ak. í 6. umferð Subway deildar kvenna. Breiðablik er enn sigurlaust það sem af er tímabils. 24. október 2023 21:15
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti