Veður var með miklum ágætum og metur Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, það svo að aldrei hafi verið þetta margt fólk í kringum Arnarhól og í nærliggjandi götum.
Ekki liggja nákvæmar tölur um mætingu en það reyndi lögregla þó með aðstoð myndavéla. „Þetta er nálægt sjötíu til hundrað þúsund manns,“ segir Ásgeir Þór uppnuminn. Óumdeilt er að fjöldinn var rosalegur.
Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis var á vettvangi, hann fór vítt og breitt um og mundaði vél sína. Hér getur að líta afraksturinn. Látum myndirnar tala sínu máli.









