Nýr kafli með bundnu slitlagi að opnast á Dynjandisheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 24. október 2023 18:15 Bundið slitlag var lagt á nýja kaflann á Dynjandisheiði um síðustu helgi. Verkís/Jóhann Birkir Helgason Stefnt er að því að nýr vegarkafli á Dynjandisheiði með bundnu slitlagi verði tekinn í notkun eftir næstu helgi. Kaflinn er 3,5 kílómetra langur og liggur um hæsta hluta fjallvegarins milli núverandi slitlagsenda við Norðdalsá, norðan Bíldudalsgatnamóta, og Vatnahvilftar neðan Botnshests ofan Geirþjófsfjarðar. Kaflinn er hluti af 12,6 kílómetra löngu verki sem Suðurverk hóf að vinna fyrir rúmu ári. Að norðanverðu nær verkið að sýslumörkum Ísafjarðar- og Barðastrandarsýslna. Framkvæmdatími er áætlaður tvö ár og gert ráð fyrir verklokum um miðjan júlí á næsta ári. Nýr kafli vegarins þar sem hann liggur af háheiðinni og niður í Vatnahvilft undir Botnshesti.Verkís/Jóhann Birkir Helgason Tvísýnt var fyrr í haust hvort næðist að leggja bundið slitlag á kaflann fyrir veturinn. Góður veðurgluggi myndaðist þó fyrir helgi, með uppundir tíu stiga hita í 500 metra hæð yfir sjávarmáli, að sögn Einars Arnar Arnarsonar, sviðsstjóra klæðningarsviðs Borgarverks, og tókst að leggja fyrri umferð klæðningar á föstudag og laugardag. Svo gott var veðrið að menn sáust um tíma vinna berir að ofan í logni. Tjaran lögð út í veðurblíðu í 500 metra hæð á Dynjandisheiði um síðustu helgi.Verkís/Jóhann Birkir Helgason „Þetta verður opnað líklega á þriðjudag,“ segir Jóhann Birkir Helgason, eftirlitsmaður Verkís fyrir Vegagerðina á Dynjandisheiði. Áður þurfi þó að setja upp vegrið á 550 metra kafla og vonast hann til að það klárist á mánudag. Jóhann Birkir Helgason, starfsmaður Verkís, er eftirlitsmaður Vegagerðarinnar á Dynjandisheiði.Egill Aðalsteinsson Jóhann segir jafnframt stefnt að því að opna annan kafla fyrir jól, þó án klæðningar að sinni. Sá kafli liggur ofan botns Geirþjófsfjarðar, undir Botnshesti, og er 2,5 kílómetra langur. Áður var búið að leggja bundið slitlag á þrettán kílómetra kafla upp á heiðina frá Flókalundi, um Pennusneiðing, og norður fyrir gatnamótin til Bíldudals. Við Norðdalsá skammt norðan gatnamótanna til Bíldudals.Verkís/Jóhann Birkir Helgason Lokaáfanginn á leiðinni milli Flókalundar og Dynjanda er kaflinn úr Dynjandisvogi og að sýslumörkum á heiðinni. Í samtali fréttastofu við Sigurþór Guðmundsson, verkefnisstjóra Vegagerðarinnar á Dynjandisheiði, í síðasta mánuði kom fram að stefnt væri að útboði þessa kafla á næsta ári og sagði hann að verklok gætu náðst árið 2026. Verkáfangi Suðurverks á Dynjandisheiði er nærri þrettán kílómetra langur.Grafík/Stöð 2 Stöð 2 heimsótti vinnusvæðið í síðasta mánuði og sýndi þá þessa frétt: Vegagerð Samgöngur Vesturbyggð Umferðaröryggi Byggðamál Tengdar fréttir Boðað til vígsluhátíðar brúar yfir Þorskafjörð Vegagerðin hefur boðað til vígsluathafnar í Þorskafirði í Reykhólasveit klukkan 14 á morgun, miðvikudag 25. október. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri og Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, munu þá formlega opna nýju Þorskafjarðarbrúna með því að klippa á borða. 24. október 2023 11:26 Áfangar að nást í krefjandi vegagerð á Dynjandisheiði Vegagerð um hæsta hluta Dynjandisheiðar er einhver sú erfiðasta hérlendis um þessar mundir. Verkinu miðar þó vel og er hugsanlegt að umferð verði hleypt á hluta nýja vegarins fyrir veturinn. 18. september 2023 21:41 Slitlagið á Dynjandisheiði lengist og bætt í við Flókalund Klæðningarflokkur Borgarverks, sem undirverktaki ÍAV, lauk núna undir kvöld við að leggja síðari umferð bundins slitlags á fjögurra kílómetra kafla Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Þar með hafa tólf kílómetrar malbiks bæst við á einu ári á þjóðveginn milli Flókalundar og Mjólkárvirkjunar en tvö ár eru frá því Íslenskir aðalverktakar hófu þennan fyrsta áfanga endurbóta vegarins um Dynjandisheiði. 7. september 2022 19:01 Suðurverk átti lægsta boð í næsta áfanga vegarins yfir Dynjandisheiði Suðurverk hf. í Kópavogi átti lægsta tilboð í nýbyggingu Vestfjarðavegar á 12,6 kílómetra kafla á Dynjandisheiði. Tilboð Suðurverks hljóðar upp á 2.455 milljónir króna sem var 1,8 prósent, eða 42 milljónum króna, yfir áætluðum verktakakostnaði upp á 2.412 milljónir króna. 5. júlí 2022 14:41 Klæðning lögð um Pennudal áleiðis upp á Dynjandisheiði Klæðningarflokkur frá Borgarverki, undirverktaka ÍAV, hóf í morgun að leggja fyrri umferð bundins slitlags á kafla Vestfjarðavegar um Pennudal, eða Penningsdal, ofan Flókalundar í Vatnsfirði. Þetta er vegarkafli sem opnaður var umferð í nóvember en ekki náðist þá að klæða hann fyrir veturinn vegna óhagstæðs veðurs. 14. júní 2022 15:40 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Kaflinn er hluti af 12,6 kílómetra löngu verki sem Suðurverk hóf að vinna fyrir rúmu ári. Að norðanverðu nær verkið að sýslumörkum Ísafjarðar- og Barðastrandarsýslna. Framkvæmdatími er áætlaður tvö ár og gert ráð fyrir verklokum um miðjan júlí á næsta ári. Nýr kafli vegarins þar sem hann liggur af háheiðinni og niður í Vatnahvilft undir Botnshesti.Verkís/Jóhann Birkir Helgason Tvísýnt var fyrr í haust hvort næðist að leggja bundið slitlag á kaflann fyrir veturinn. Góður veðurgluggi myndaðist þó fyrir helgi, með uppundir tíu stiga hita í 500 metra hæð yfir sjávarmáli, að sögn Einars Arnar Arnarsonar, sviðsstjóra klæðningarsviðs Borgarverks, og tókst að leggja fyrri umferð klæðningar á föstudag og laugardag. Svo gott var veðrið að menn sáust um tíma vinna berir að ofan í logni. Tjaran lögð út í veðurblíðu í 500 metra hæð á Dynjandisheiði um síðustu helgi.Verkís/Jóhann Birkir Helgason „Þetta verður opnað líklega á þriðjudag,“ segir Jóhann Birkir Helgason, eftirlitsmaður Verkís fyrir Vegagerðina á Dynjandisheiði. Áður þurfi þó að setja upp vegrið á 550 metra kafla og vonast hann til að það klárist á mánudag. Jóhann Birkir Helgason, starfsmaður Verkís, er eftirlitsmaður Vegagerðarinnar á Dynjandisheiði.Egill Aðalsteinsson Jóhann segir jafnframt stefnt að því að opna annan kafla fyrir jól, þó án klæðningar að sinni. Sá kafli liggur ofan botns Geirþjófsfjarðar, undir Botnshesti, og er 2,5 kílómetra langur. Áður var búið að leggja bundið slitlag á þrettán kílómetra kafla upp á heiðina frá Flókalundi, um Pennusneiðing, og norður fyrir gatnamótin til Bíldudals. Við Norðdalsá skammt norðan gatnamótanna til Bíldudals.Verkís/Jóhann Birkir Helgason Lokaáfanginn á leiðinni milli Flókalundar og Dynjanda er kaflinn úr Dynjandisvogi og að sýslumörkum á heiðinni. Í samtali fréttastofu við Sigurþór Guðmundsson, verkefnisstjóra Vegagerðarinnar á Dynjandisheiði, í síðasta mánuði kom fram að stefnt væri að útboði þessa kafla á næsta ári og sagði hann að verklok gætu náðst árið 2026. Verkáfangi Suðurverks á Dynjandisheiði er nærri þrettán kílómetra langur.Grafík/Stöð 2 Stöð 2 heimsótti vinnusvæðið í síðasta mánuði og sýndi þá þessa frétt:
Vegagerð Samgöngur Vesturbyggð Umferðaröryggi Byggðamál Tengdar fréttir Boðað til vígsluhátíðar brúar yfir Þorskafjörð Vegagerðin hefur boðað til vígsluathafnar í Þorskafirði í Reykhólasveit klukkan 14 á morgun, miðvikudag 25. október. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri og Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, munu þá formlega opna nýju Þorskafjarðarbrúna með því að klippa á borða. 24. október 2023 11:26 Áfangar að nást í krefjandi vegagerð á Dynjandisheiði Vegagerð um hæsta hluta Dynjandisheiðar er einhver sú erfiðasta hérlendis um þessar mundir. Verkinu miðar þó vel og er hugsanlegt að umferð verði hleypt á hluta nýja vegarins fyrir veturinn. 18. september 2023 21:41 Slitlagið á Dynjandisheiði lengist og bætt í við Flókalund Klæðningarflokkur Borgarverks, sem undirverktaki ÍAV, lauk núna undir kvöld við að leggja síðari umferð bundins slitlags á fjögurra kílómetra kafla Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Þar með hafa tólf kílómetrar malbiks bæst við á einu ári á þjóðveginn milli Flókalundar og Mjólkárvirkjunar en tvö ár eru frá því Íslenskir aðalverktakar hófu þennan fyrsta áfanga endurbóta vegarins um Dynjandisheiði. 7. september 2022 19:01 Suðurverk átti lægsta boð í næsta áfanga vegarins yfir Dynjandisheiði Suðurverk hf. í Kópavogi átti lægsta tilboð í nýbyggingu Vestfjarðavegar á 12,6 kílómetra kafla á Dynjandisheiði. Tilboð Suðurverks hljóðar upp á 2.455 milljónir króna sem var 1,8 prósent, eða 42 milljónum króna, yfir áætluðum verktakakostnaði upp á 2.412 milljónir króna. 5. júlí 2022 14:41 Klæðning lögð um Pennudal áleiðis upp á Dynjandisheiði Klæðningarflokkur frá Borgarverki, undirverktaka ÍAV, hóf í morgun að leggja fyrri umferð bundins slitlags á kafla Vestfjarðavegar um Pennudal, eða Penningsdal, ofan Flókalundar í Vatnsfirði. Þetta er vegarkafli sem opnaður var umferð í nóvember en ekki náðist þá að klæða hann fyrir veturinn vegna óhagstæðs veðurs. 14. júní 2022 15:40 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Boðað til vígsluhátíðar brúar yfir Þorskafjörð Vegagerðin hefur boðað til vígsluathafnar í Þorskafirði í Reykhólasveit klukkan 14 á morgun, miðvikudag 25. október. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri og Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, munu þá formlega opna nýju Þorskafjarðarbrúna með því að klippa á borða. 24. október 2023 11:26
Áfangar að nást í krefjandi vegagerð á Dynjandisheiði Vegagerð um hæsta hluta Dynjandisheiðar er einhver sú erfiðasta hérlendis um þessar mundir. Verkinu miðar þó vel og er hugsanlegt að umferð verði hleypt á hluta nýja vegarins fyrir veturinn. 18. september 2023 21:41
Slitlagið á Dynjandisheiði lengist og bætt í við Flókalund Klæðningarflokkur Borgarverks, sem undirverktaki ÍAV, lauk núna undir kvöld við að leggja síðari umferð bundins slitlags á fjögurra kílómetra kafla Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Þar með hafa tólf kílómetrar malbiks bæst við á einu ári á þjóðveginn milli Flókalundar og Mjólkárvirkjunar en tvö ár eru frá því Íslenskir aðalverktakar hófu þennan fyrsta áfanga endurbóta vegarins um Dynjandisheiði. 7. september 2022 19:01
Suðurverk átti lægsta boð í næsta áfanga vegarins yfir Dynjandisheiði Suðurverk hf. í Kópavogi átti lægsta tilboð í nýbyggingu Vestfjarðavegar á 12,6 kílómetra kafla á Dynjandisheiði. Tilboð Suðurverks hljóðar upp á 2.455 milljónir króna sem var 1,8 prósent, eða 42 milljónum króna, yfir áætluðum verktakakostnaði upp á 2.412 milljónir króna. 5. júlí 2022 14:41
Klæðning lögð um Pennudal áleiðis upp á Dynjandisheiði Klæðningarflokkur frá Borgarverki, undirverktaka ÍAV, hóf í morgun að leggja fyrri umferð bundins slitlags á kafla Vestfjarðavegar um Pennudal, eða Penningsdal, ofan Flókalundar í Vatnsfirði. Þetta er vegarkafli sem opnaður var umferð í nóvember en ekki náðist þá að klæða hann fyrir veturinn vegna óhagstæðs veðurs. 14. júní 2022 15:40