Hvað er svona hættulegt við það að segja vopnahlé? Yousef Ingi Tamimi skrifar 25. október 2023 09:01 Það verður alltaf augljósara og augljósara að ríkisstjórn Íslands ætlar ekki að hvetja til vopnahlés. Í staðinn fær Ísrael fullan stuðning íslensku ríkisstjórnarinnar til að framkvæma þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð á Gaza. Á meðan Ísrael fær sinn stuðning til að fremja þjóðarmorð þá hefur íslenska ríkisstjórnin ákveðið að strá salti í sárin með því einu að auka við fjárhagsaðstoð sína til Palestínu um 90 milljónir. Gjörningur sem virðist hafa þann tilgang einan að hjálpa ráðamönnum að hreinsa samvisku sína vegna stuðnings við þjóðernishreinsanir í Palestínu. Staðreyndin er sú að það sem Palestína þarfnast mest er ekki fjárhagsaðstoð. Palestína þarf stuðning í formi pólitísks þrýstings á ísraelsk yfirvöld til að þau fari að alþjóðalögum, hætti hernámi og viðurkenni frjálst og fullvalda ríki Palestínu. Ísrael þarf að láta af aðskilnaðarstefnu sinni. Palestína þarfnast þess að ríki heimsins taki ábyrgð og standi með mannréttindum og alþjóðalögum í stað þess að loka augunum gagnvart stríðsglæpum Ísraels og morðæði ísraelska hersins. Hingað til hefur verið grafið undan öllum tilraunum Palestínu til að losna undan hernáminu. Þegar Palestínumenn mótmæla friðsamlega eru þeir skotnir af ísraelska hernum. Þegar Palestínumenn hvetja til sniðgöngu á Ísrael þá eru þeir gyðingahatarar. Þegar Palestínumenn setjast að samningaborðinu þá neitar Ísrael að ræða við þá. Þegar Palestína heldur lýðræðisleg kosningu, þá kusu þau rangan flokk. Þegar Palestínumenn beita vopnaðri uppreisn þá eru þeir of ofbeldisfullir. Á meðan sölsar Ísrael undir sig stærra og stærra landsvæði Palestínu. Því má spyrja sig hvaða aðferðum mega Palestínumenn beita til að fá frelsi frá hernáminu? Hvaða aðferð er nógu hentug fyrir íslensku ríkisstjórnina og hin vestrænu ríki? Því hingað til hafa allar tilraunir Palestínumanna til aðlögunar að kröfum hinna vestrænu ríkja skilað sér í auknu arðráni á landi þeirra, ofbeldisfyllra hernámi, aukinni uppbyggingu landræningjabyggða og harðari aðskilnaðarstefnu. Á meðan ríkisstjórnin hunsar voðaverk Ísraels, deyja Palestínumenn. Þúsundir hafa verið drepnir í árásum ísraelska hersins og við erum að verða ónæm fyrir þeim fjölda sem er myrtur með köldu blóði. Í stöðugum fréttaflutningi þar sem fjöldatala látinna eykst fjarlægist staðreyndin að um manneskjur er að ræða en ekki tölur á blaði. Einstaklingar sem jafnvel eiga börn og foreldra, vini og ættingja, áttu drauma um framtíð og von um betra líf. Hingað til hafa fleiri en 5.500 manneskjur verið drepnar á tveim vikum en það samsvarar því að erlent ríki myndi koma til Íslands og einfaldlega þurrka út af kortinu alla íbúa Seltjarnesbæjar eða Vestmannaeyjabæjar. Ísraelar hafa drepið yfir tvö þúsund börn og til að setja þetta áfram í samhengi þá hafa Ísrael drepið því sem samsvarar rúmlega öllum börnum í Seljaskóla, Langholtskóla og Hagaskóla til samans. Það er ómögulegt að setja sig í spor þeirra foreldra sem eru á Gaza svæðinu en reynið að ímynda ykkur ef öll börn í skólum Breiðholts myndu verða drepin í loftárásum erlends ríkis, hvernig myndi ykkur líða? Ágæta ríkisstjórn, Þið eruð samsek með stríðsglæpum. Þið hafið brugðist palestínsku þjóðinni og þar sem þið hafið ekki krafist vopnahlés hafið þið tekið afstöðu með morðæði ísraelska hersins sem hefur haft hörmulegar afleiðingar fyrir íbúa Gaza. Fyrir utan linnulausar árásir eru yfirvofandi smitsjúkdómafaraldur á Gaza, eitthvað sem mun hafa gera ástandið ennþá verra. Á meðan þið sitjið og hafið hljótt takið þið afstöðu með kúgaranum. Líf Palestínumanna eru einskis virði í ykkar augum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Yousef Ingi Tamimi Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Það verður alltaf augljósara og augljósara að ríkisstjórn Íslands ætlar ekki að hvetja til vopnahlés. Í staðinn fær Ísrael fullan stuðning íslensku ríkisstjórnarinnar til að framkvæma þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð á Gaza. Á meðan Ísrael fær sinn stuðning til að fremja þjóðarmorð þá hefur íslenska ríkisstjórnin ákveðið að strá salti í sárin með því einu að auka við fjárhagsaðstoð sína til Palestínu um 90 milljónir. Gjörningur sem virðist hafa þann tilgang einan að hjálpa ráðamönnum að hreinsa samvisku sína vegna stuðnings við þjóðernishreinsanir í Palestínu. Staðreyndin er sú að það sem Palestína þarfnast mest er ekki fjárhagsaðstoð. Palestína þarf stuðning í formi pólitísks þrýstings á ísraelsk yfirvöld til að þau fari að alþjóðalögum, hætti hernámi og viðurkenni frjálst og fullvalda ríki Palestínu. Ísrael þarf að láta af aðskilnaðarstefnu sinni. Palestína þarfnast þess að ríki heimsins taki ábyrgð og standi með mannréttindum og alþjóðalögum í stað þess að loka augunum gagnvart stríðsglæpum Ísraels og morðæði ísraelska hersins. Hingað til hefur verið grafið undan öllum tilraunum Palestínu til að losna undan hernáminu. Þegar Palestínumenn mótmæla friðsamlega eru þeir skotnir af ísraelska hernum. Þegar Palestínumenn hvetja til sniðgöngu á Ísrael þá eru þeir gyðingahatarar. Þegar Palestínumenn setjast að samningaborðinu þá neitar Ísrael að ræða við þá. Þegar Palestína heldur lýðræðisleg kosningu, þá kusu þau rangan flokk. Þegar Palestínumenn beita vopnaðri uppreisn þá eru þeir of ofbeldisfullir. Á meðan sölsar Ísrael undir sig stærra og stærra landsvæði Palestínu. Því má spyrja sig hvaða aðferðum mega Palestínumenn beita til að fá frelsi frá hernáminu? Hvaða aðferð er nógu hentug fyrir íslensku ríkisstjórnina og hin vestrænu ríki? Því hingað til hafa allar tilraunir Palestínumanna til aðlögunar að kröfum hinna vestrænu ríkja skilað sér í auknu arðráni á landi þeirra, ofbeldisfyllra hernámi, aukinni uppbyggingu landræningjabyggða og harðari aðskilnaðarstefnu. Á meðan ríkisstjórnin hunsar voðaverk Ísraels, deyja Palestínumenn. Þúsundir hafa verið drepnir í árásum ísraelska hersins og við erum að verða ónæm fyrir þeim fjölda sem er myrtur með köldu blóði. Í stöðugum fréttaflutningi þar sem fjöldatala látinna eykst fjarlægist staðreyndin að um manneskjur er að ræða en ekki tölur á blaði. Einstaklingar sem jafnvel eiga börn og foreldra, vini og ættingja, áttu drauma um framtíð og von um betra líf. Hingað til hafa fleiri en 5.500 manneskjur verið drepnar á tveim vikum en það samsvarar því að erlent ríki myndi koma til Íslands og einfaldlega þurrka út af kortinu alla íbúa Seltjarnesbæjar eða Vestmannaeyjabæjar. Ísraelar hafa drepið yfir tvö þúsund börn og til að setja þetta áfram í samhengi þá hafa Ísrael drepið því sem samsvarar rúmlega öllum börnum í Seljaskóla, Langholtskóla og Hagaskóla til samans. Það er ómögulegt að setja sig í spor þeirra foreldra sem eru á Gaza svæðinu en reynið að ímynda ykkur ef öll börn í skólum Breiðholts myndu verða drepin í loftárásum erlends ríkis, hvernig myndi ykkur líða? Ágæta ríkisstjórn, Þið eruð samsek með stríðsglæpum. Þið hafið brugðist palestínsku þjóðinni og þar sem þið hafið ekki krafist vopnahlés hafið þið tekið afstöðu með morðæði ísraelska hersins sem hefur haft hörmulegar afleiðingar fyrir íbúa Gaza. Fyrir utan linnulausar árásir eru yfirvofandi smitsjúkdómafaraldur á Gaza, eitthvað sem mun hafa gera ástandið ennþá verra. Á meðan þið sitjið og hafið hljótt takið þið afstöðu með kúgaranum. Líf Palestínumanna eru einskis virði í ykkar augum.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun