Einar segir að skjálftinn sé stór en keimlíkur þeim stóru sem áður hafi fundist í Bárðarbungu á þessu ári. Einn mældist þar þann 4. október síðastliðinn og annar í febrúar.
Veðurstofu hafa ekki borist tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist í byggð. Upptökin séu enda langt uppi á hálendi.
Fréttin hefur verið uppfærð.