Sjö ár í fullt jafnrétti hér en þrjú hundruð í heiminum öllum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. október 2023 13:46 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. vísir/vilhelm Forsætisráðherra vonar að sú athygli sem kvennaverkfallið hér á landi vakti hjá erlendum fjölmiðlum hafi jákvæð áhrif á jafnréttisbaráttu um allan heim. Þó enn séu stórar áskoranir í jafnréttismálum er hún vongóð um að jafnrétti kynjanna verði náð hér á landi árið 2030. Skipuleggjendur kvennaverkfallsins sögðu í gær magnað að finna fyrir þeirri samstöðu sem var á Arnarhóli þar sem sjötíu til hundrað þúsund manns mættu og tóku þátt í baráttufundi. Þær sögðu fjöldann sem mætti tilefni fyrir valdhafa til að hlusta. Jafnrétti 2030 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er vongóð um að fullu jafnrétti verði náð á næstu árum. „Það var stórkostlegt að finna þessa skýru kröfu um fullt jafnrétti. Við höfum allar forsendur til að ná fullu jafnrétti fyrir árið 2030. Katrín segir til þess að það takist þurfi að ná árangri á ýmsum vígstöðvum. „Við erum að vinna að því að innleiða jafnlaunavottun sem hefur skilað heilmiklum árangri. Annað verkefni er hvernig við getum metið virði starfa en við sjáum merki um að hefðbundin kvennastörf séu metin með öðrum hætti en hefðbundin karlastörf. Það er tilraunaverkefni í gangi í fjármálaráðuneytinu og hjá aðilum vinnumarkaðarins þar sem við ætlum að ráðast á þennan vegg. Ég tel að hann útskýri að miklu leyti þann kynbundna launamun sem er enn til staðar. Síðan erum við að vinna að breytingum til að bæta réttarstöðu brotaþola og skerpa á lagaumgjörð í kringum þá. Þá er í gangi forvarnaráætlun í jafnréttismálum í öllum grunnskólum landsins,“ segir Katrín. Kvennaverkfallið vakti mikla athygli erlendis. BBC, CNN, AP , Guardian, New York Times, Al Jazeera og NBS voru meðal þeirra miðla sem fjölluðu um það. Þá ræddi Katrín einnig við nokkra erlenda fréttamiðla. Katrín vonar að skilaboð héðan hafi áhrif jafnréttisbaráttu annars staðar í heiminum. „Staðan í jafnréttismálum er alls ekki góð á alþjóðavísu. Ef við höldum áfram á sama hraða eru 300 ár í að heimurinn nái jafnrétti kynjanna það er algjörlega óásættanleg staða. Ég vona að kvennaverkfallið í gær þar sem gerðar voru skýrar kröfur fyrir konur og kvár hér á landi,að það smiti út frá sér til alls heimsins. Þetta eru grundvallarmannréttindi fyrir okkur öll,“ segir Katrín. Kvennaverkfall Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jafnréttismál Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Skipuleggjendur kvennaverkfallsins sögðu í gær magnað að finna fyrir þeirri samstöðu sem var á Arnarhóli þar sem sjötíu til hundrað þúsund manns mættu og tóku þátt í baráttufundi. Þær sögðu fjöldann sem mætti tilefni fyrir valdhafa til að hlusta. Jafnrétti 2030 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er vongóð um að fullu jafnrétti verði náð á næstu árum. „Það var stórkostlegt að finna þessa skýru kröfu um fullt jafnrétti. Við höfum allar forsendur til að ná fullu jafnrétti fyrir árið 2030. Katrín segir til þess að það takist þurfi að ná árangri á ýmsum vígstöðvum. „Við erum að vinna að því að innleiða jafnlaunavottun sem hefur skilað heilmiklum árangri. Annað verkefni er hvernig við getum metið virði starfa en við sjáum merki um að hefðbundin kvennastörf séu metin með öðrum hætti en hefðbundin karlastörf. Það er tilraunaverkefni í gangi í fjármálaráðuneytinu og hjá aðilum vinnumarkaðarins þar sem við ætlum að ráðast á þennan vegg. Ég tel að hann útskýri að miklu leyti þann kynbundna launamun sem er enn til staðar. Síðan erum við að vinna að breytingum til að bæta réttarstöðu brotaþola og skerpa á lagaumgjörð í kringum þá. Þá er í gangi forvarnaráætlun í jafnréttismálum í öllum grunnskólum landsins,“ segir Katrín. Kvennaverkfallið vakti mikla athygli erlendis. BBC, CNN, AP , Guardian, New York Times, Al Jazeera og NBS voru meðal þeirra miðla sem fjölluðu um það. Þá ræddi Katrín einnig við nokkra erlenda fréttamiðla. Katrín vonar að skilaboð héðan hafi áhrif jafnréttisbaráttu annars staðar í heiminum. „Staðan í jafnréttismálum er alls ekki góð á alþjóðavísu. Ef við höldum áfram á sama hraða eru 300 ár í að heimurinn nái jafnrétti kynjanna það er algjörlega óásættanleg staða. Ég vona að kvennaverkfallið í gær þar sem gerðar voru skýrar kröfur fyrir konur og kvár hér á landi,að það smiti út frá sér til alls heimsins. Þetta eru grundvallarmannréttindi fyrir okkur öll,“ segir Katrín.
Kvennaverkfall Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jafnréttismál Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira