Íslenskir sauðfjárbændur launalausir – Hvers vegna? Trausti Hjálmarsson skrifar 25. október 2023 15:31 Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum að bændur hafa á undanförnum árum upplifað miklar þrengingar í afkomu sinni. Bændur þurfa á því að halda að á þá sé hlustað og stöðu þeirra sýndur skilningur. Sauðfjárbændur eru þar engin undantekning og þrátt fyrir að ágætis viðspyrna hafi náðst á undanförnum tveimur árum, með leiðréttingum á afurðaverði, þá er enn of langt í að við getum sest niður og sagt með sanni að afkoma sauðfjárbænda sé viðunandi. Tekjugrunnur íslenskra sauðfjárbænda er byggður upp á tveimur lykilstoðum, annarsvegar á stuðningi ríkisins og hinsvegar afurðaverði. Þessar tvær stoðir eiga að skila þeim árangri að neytendur hafi aðgang að lambakjöti á hagstæðu verði, því ríkisstuðningurinn er hugsaður til kjarajöfnunar neytenda og að bændur geti greitt sér mannsæmandi laun. Staðan hefur hins vegar verið sú að sauðfjárbændur hafa rekið sín bú af bestu getu í áraraðir án þess að geta greitt sér viðunandi laun. Í Búvörulögum (4. gr. laga nr. 99/1993) segir skýrt að endurgjald fyrir vinnuframlag skuli vera „til samræmis við kjör þeirra sem vinna sambærileg störf og hafa svipaða menntun, sérhæfni og ábyrgð í starfi á almennum vinnumarkaði“. Einhverra hluta vegna þá virðist sá skilningur ekki vera fyrir hendi að ríkisvaldið þurfi að fara eftir eigin lögum. Það er okkur sauðfjárbændum torskilið hversvegna er. Fyrir að verða ári síðan þá sendu Bændasamtökin erindi á Verðlagsnefnd búvara þar sem var óskað eftir því að fá reiknaðan verðlagsgrunn fyrir dilkakjöt. Það er skemmst frá því að segja að engin svör hafa komið frá verðlagsnefnd og því ekki hægt að skilja það á neinn annan hátt en þann að ríkið hafi ekki áhuga á að vita framleiðslukostnað á kílói dilkakjöts. Það er afar dapurleg staða að upplifa að ekki sé vilji til að vinna með okkur í að greina og skilja stöðuna, það gæti nefnilega leyst heilmikinn vanda ef að við myndum gera þetta saman. Í Búvörulögum (8. gr. laga nr. 99/1993) segir með skýrum hætti: „Verðlagsnefnd metur framleiðslukostnað sauðfjárafurða fyrir meðalbú“. Við horfum oft til annarra ríkja til að bera okkur saman við. Þegar við skoðum hvernig er hugsað um landbúnað í Noregi, og í þessu tilfelli sauðfjárbændur, þá kemur ýmislegt áhugavert í ljós sem að vekur hjá okkur spurningar. Hversvegna er þetta ekki hægt hér? Samanburður á rekstrargrunni sauðfjárræktar á Íslandi og í Noregi.Aðsend Búvörusamningar í Noregi eru endurskoðaðir árlega. Við þá endurskoðun er tekið tillit til þróunar á tekjum og kostnaði milli ára og samið um breytingar á fyrirkomulagi stuðningsins. Afkomugreining er framkvæmd af sérstakri hagstofu landbúnaðar og byggja báðir samningsaðilar á þeirra gögnum. Þannig eru árlega settar fram rekstrarforsendur/verðlagsgrunnur fyrir flestar búgreinar, mismunandi bústærðir og mismunandi staðsetningar, þar sem hluti stuðnings í Noregi er tengdur búsetu. Í samanburðinum hér að ofan er miðað við norskt sauðfjárbú með 288 vetrarfóðraðar ær. Gert er ráð fyrir 1,69 ársverki á því búi. Árið 2023 er áætlað að framleiðslukostnaður sé um 4.516 kr/kg innlagt dilkakjöt, afurðatekjur eru um 1.507 kr/kg, heildar búgreinatekjur um 1.891 kr/kg og ríkisstuðningurinn er um 2.625 kr/kg. Samkvæmt greiningum Bændasamtaka Íslands er áætlað að framleiðslukostnaður á dilkakjöti árið 2023 sé um 2.086 kr/kg, afurðatekjur um 972 kr/kg og opinber stuðningur um 765 kr/kg. Þá vantar um 349 kr/kg til að standa undir áætluðum framleiðslukostnaði. Í Noregi er sauðfjárrækt stunduð með sambærilegum hætti og á Íslandi. Því má ætla að þeirra rekstrargrunnur ætti ekki að vera mjög frábrugðinn okkar. Þó hefur verið vitað að vinnuliðurinn í Noregi hefur alltaf verið metinn mjög hár. Sá munur skýrist ekki af kaupmætti launa, þar sem hann er nokkuð svipaður hér á landi og í Noregi. Munurinn á rekstrargrunni sauðfjárbúa á íslandi og Noregi er sláandi og gefur fullt tilefni til þess að skoða betur þær forsendur sem liggja að baki. Nú um nokkuð skeið hafa Bændasamtökin bent á að launagreiðslugeta á sauðfjárbúum sé langt undir þeim viðmiðum sem geta kallast ásættanleg. Afleiðingin er sú að bændur þurfa að gefa eftir sín laun eða einfaldlega sækja sér tekjur utan bús til að greiða niður kostnað við búreksturinn. Þessu þurfum við að breyta. Höfundur er formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Trausti Hjálmarsson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum að bændur hafa á undanförnum árum upplifað miklar þrengingar í afkomu sinni. Bændur þurfa á því að halda að á þá sé hlustað og stöðu þeirra sýndur skilningur. Sauðfjárbændur eru þar engin undantekning og þrátt fyrir að ágætis viðspyrna hafi náðst á undanförnum tveimur árum, með leiðréttingum á afurðaverði, þá er enn of langt í að við getum sest niður og sagt með sanni að afkoma sauðfjárbænda sé viðunandi. Tekjugrunnur íslenskra sauðfjárbænda er byggður upp á tveimur lykilstoðum, annarsvegar á stuðningi ríkisins og hinsvegar afurðaverði. Þessar tvær stoðir eiga að skila þeim árangri að neytendur hafi aðgang að lambakjöti á hagstæðu verði, því ríkisstuðningurinn er hugsaður til kjarajöfnunar neytenda og að bændur geti greitt sér mannsæmandi laun. Staðan hefur hins vegar verið sú að sauðfjárbændur hafa rekið sín bú af bestu getu í áraraðir án þess að geta greitt sér viðunandi laun. Í Búvörulögum (4. gr. laga nr. 99/1993) segir skýrt að endurgjald fyrir vinnuframlag skuli vera „til samræmis við kjör þeirra sem vinna sambærileg störf og hafa svipaða menntun, sérhæfni og ábyrgð í starfi á almennum vinnumarkaði“. Einhverra hluta vegna þá virðist sá skilningur ekki vera fyrir hendi að ríkisvaldið þurfi að fara eftir eigin lögum. Það er okkur sauðfjárbændum torskilið hversvegna er. Fyrir að verða ári síðan þá sendu Bændasamtökin erindi á Verðlagsnefnd búvara þar sem var óskað eftir því að fá reiknaðan verðlagsgrunn fyrir dilkakjöt. Það er skemmst frá því að segja að engin svör hafa komið frá verðlagsnefnd og því ekki hægt að skilja það á neinn annan hátt en þann að ríkið hafi ekki áhuga á að vita framleiðslukostnað á kílói dilkakjöts. Það er afar dapurleg staða að upplifa að ekki sé vilji til að vinna með okkur í að greina og skilja stöðuna, það gæti nefnilega leyst heilmikinn vanda ef að við myndum gera þetta saman. Í Búvörulögum (8. gr. laga nr. 99/1993) segir með skýrum hætti: „Verðlagsnefnd metur framleiðslukostnað sauðfjárafurða fyrir meðalbú“. Við horfum oft til annarra ríkja til að bera okkur saman við. Þegar við skoðum hvernig er hugsað um landbúnað í Noregi, og í þessu tilfelli sauðfjárbændur, þá kemur ýmislegt áhugavert í ljós sem að vekur hjá okkur spurningar. Hversvegna er þetta ekki hægt hér? Samanburður á rekstrargrunni sauðfjárræktar á Íslandi og í Noregi.Aðsend Búvörusamningar í Noregi eru endurskoðaðir árlega. Við þá endurskoðun er tekið tillit til þróunar á tekjum og kostnaði milli ára og samið um breytingar á fyrirkomulagi stuðningsins. Afkomugreining er framkvæmd af sérstakri hagstofu landbúnaðar og byggja báðir samningsaðilar á þeirra gögnum. Þannig eru árlega settar fram rekstrarforsendur/verðlagsgrunnur fyrir flestar búgreinar, mismunandi bústærðir og mismunandi staðsetningar, þar sem hluti stuðnings í Noregi er tengdur búsetu. Í samanburðinum hér að ofan er miðað við norskt sauðfjárbú með 288 vetrarfóðraðar ær. Gert er ráð fyrir 1,69 ársverki á því búi. Árið 2023 er áætlað að framleiðslukostnaður sé um 4.516 kr/kg innlagt dilkakjöt, afurðatekjur eru um 1.507 kr/kg, heildar búgreinatekjur um 1.891 kr/kg og ríkisstuðningurinn er um 2.625 kr/kg. Samkvæmt greiningum Bændasamtaka Íslands er áætlað að framleiðslukostnaður á dilkakjöti árið 2023 sé um 2.086 kr/kg, afurðatekjur um 972 kr/kg og opinber stuðningur um 765 kr/kg. Þá vantar um 349 kr/kg til að standa undir áætluðum framleiðslukostnaði. Í Noregi er sauðfjárrækt stunduð með sambærilegum hætti og á Íslandi. Því má ætla að þeirra rekstrargrunnur ætti ekki að vera mjög frábrugðinn okkar. Þó hefur verið vitað að vinnuliðurinn í Noregi hefur alltaf verið metinn mjög hár. Sá munur skýrist ekki af kaupmætti launa, þar sem hann er nokkuð svipaður hér á landi og í Noregi. Munurinn á rekstrargrunni sauðfjárbúa á íslandi og Noregi er sláandi og gefur fullt tilefni til þess að skoða betur þær forsendur sem liggja að baki. Nú um nokkuð skeið hafa Bændasamtökin bent á að launagreiðslugeta á sauðfjárbúum sé langt undir þeim viðmiðum sem geta kallast ásættanleg. Afleiðingin er sú að bændur þurfa að gefa eftir sín laun eða einfaldlega sækja sér tekjur utan bús til að greiða niður kostnað við búreksturinn. Þessu þurfum við að breyta. Höfundur er formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun