Jarðskjálftahrina hófst á þessum slóðum rétt eftir miðnætti. Áfram mælist talsverð jarðskjálftavirkni á svæðinu og hafa um 1900 jarðskjálftar mælst frá miðnætti.
Að sögn Veðurstofu Íslands fannst jarðskjálftinn í Grindavík. Áður hefur verið gefið út óvissustig almannavarna vegna skjálftahrinunar.