Innlent

Hnífs­tungu­á­rás á Ás­brú

Árni Sæberg skrifar
Árásin var framin á Ásbrú í Reykjanesbæ.
Árásin var framin á Ásbrú í Reykjanesbæ. Stöð 2/Arnar

Sérsveit Ríkislögreglustjóra var kölluð út vegna hnífstunguárásar við Lindarbraut á Ásbrú á miðvikudag í síðustu viku.

Frá þessu greina Víkurfréttir. Lögreglan á Suðurnesjum staðfesti fyrir viku að sérsveitin hefði verið að störfum á Ásbrú í samtali við Vísi, en engar frekari upplýsingar fengust þá.

Nú greina Víkurfréttir frá því að einn hafi verið stunginn og gert hafi verið að sárum hans á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir í skriflegu svari við fyrispurn Vísis að hann geti staðfest það sem segir í Víkurfréttum. 

Hann segir að áverkar þess stungna hafi ekki verið alvarlegir. Málið teljist upplýst og að ekki hafi verið farið fram á gæsluvarðhald yfir meintum geranda.

Þá hafi sérsveit verið kölluð til samkvæmt verklagi þegar um vopnaburð er að ræða.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×