Ákveðinn ómöguleiki í nýliðun í landbúnaði Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. október 2023 12:01 Steinþór Logi Arnarsson er formaður Samtaka ungra bænda aðsend Formaður ungra bænda segir nýliðun í landbúnaði nánast ómögulega við núverandi aðstæður. Þung staða sé í greininni og hafa ungir bændur því boðað til baráttufundar til að berjast fyrir lífi sínu. Yfirskrift fundarins er: Laun fyrir lífi ungra bænda og íslenskra sveita og er haldinn vegna þungrar stöðu í greininni. „Við gerum það ekkert að gamni okkar að halda svona baráttufund heldur stöndum við bara frammi fyrir því að það er ákveðinn ómöguleiki í nýliðun í landbúnaði,“ sagði Steinþór Logi Arnarsson, formaður Samtaka ungra bænda. Króuð út í horn Hvað er það helst sem gerir þetta svona erfitt? „Það hefur kannski verið hægt sígandi afkomuvandi síðustu ár og jafnvel yfir lengra tímabil og það hefur kannski ekki verið mikið afgangs. Síðustu tvö ár hafa aðföng hækkað verulega og vaxtastigið núna er það sem setur naglann í kistuna hjá okkur og í raun ekkert svigrúm til að takast á við það og við erum orðin króuð úti í horni hvað það varðar.“ Hann segir að endurhugsa þurfi fjármögnun í landbúnaði. „Að hver kynslóð þurfi ekki að klífa sömu brekkuna sem er núna ókleifur hamar og það myndi veita okkur svigrúm líka til að nýta öll þau tækifæri sem eru þó til staðar í landbúnaði því þetta er kannski eina strikið í reikningnum sem er í mínus en allt annað höfum við í hendi okkar hvað varðar landnæði og heilnæm matvæli og þar fram eftir götum.“ Matvælaráðherra, innviðaráðherra og aðrir þingmenn hafa boðað komu sína á fundinn sem hefst í Salnum í Kópavogi klukkan eitt. „Þetta verður líka í beinu streymi á Vísi þannig við hvetjum alla til að fylgjast með því þetta varðar okkur öll sem neytendur.“ Landbúnaður Matvælaframleiðsla Byggðamál Vinnumarkaður Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Yfirskrift fundarins er: Laun fyrir lífi ungra bænda og íslenskra sveita og er haldinn vegna þungrar stöðu í greininni. „Við gerum það ekkert að gamni okkar að halda svona baráttufund heldur stöndum við bara frammi fyrir því að það er ákveðinn ómöguleiki í nýliðun í landbúnaði,“ sagði Steinþór Logi Arnarsson, formaður Samtaka ungra bænda. Króuð út í horn Hvað er það helst sem gerir þetta svona erfitt? „Það hefur kannski verið hægt sígandi afkomuvandi síðustu ár og jafnvel yfir lengra tímabil og það hefur kannski ekki verið mikið afgangs. Síðustu tvö ár hafa aðföng hækkað verulega og vaxtastigið núna er það sem setur naglann í kistuna hjá okkur og í raun ekkert svigrúm til að takast á við það og við erum orðin króuð úti í horni hvað það varðar.“ Hann segir að endurhugsa þurfi fjármögnun í landbúnaði. „Að hver kynslóð þurfi ekki að klífa sömu brekkuna sem er núna ókleifur hamar og það myndi veita okkur svigrúm líka til að nýta öll þau tækifæri sem eru þó til staðar í landbúnaði því þetta er kannski eina strikið í reikningnum sem er í mínus en allt annað höfum við í hendi okkar hvað varðar landnæði og heilnæm matvæli og þar fram eftir götum.“ Matvælaráðherra, innviðaráðherra og aðrir þingmenn hafa boðað komu sína á fundinn sem hefst í Salnum í Kópavogi klukkan eitt. „Þetta verður líka í beinu streymi á Vísi þannig við hvetjum alla til að fylgjast með því þetta varðar okkur öll sem neytendur.“
Landbúnaður Matvælaframleiðsla Byggðamál Vinnumarkaður Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira