Ákveðinn ómöguleiki í nýliðun í landbúnaði Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. október 2023 12:01 Steinþór Logi Arnarsson er formaður Samtaka ungra bænda aðsend Formaður ungra bænda segir nýliðun í landbúnaði nánast ómögulega við núverandi aðstæður. Þung staða sé í greininni og hafa ungir bændur því boðað til baráttufundar til að berjast fyrir lífi sínu. Yfirskrift fundarins er: Laun fyrir lífi ungra bænda og íslenskra sveita og er haldinn vegna þungrar stöðu í greininni. „Við gerum það ekkert að gamni okkar að halda svona baráttufund heldur stöndum við bara frammi fyrir því að það er ákveðinn ómöguleiki í nýliðun í landbúnaði,“ sagði Steinþór Logi Arnarsson, formaður Samtaka ungra bænda. Króuð út í horn Hvað er það helst sem gerir þetta svona erfitt? „Það hefur kannski verið hægt sígandi afkomuvandi síðustu ár og jafnvel yfir lengra tímabil og það hefur kannski ekki verið mikið afgangs. Síðustu tvö ár hafa aðföng hækkað verulega og vaxtastigið núna er það sem setur naglann í kistuna hjá okkur og í raun ekkert svigrúm til að takast á við það og við erum orðin króuð úti í horni hvað það varðar.“ Hann segir að endurhugsa þurfi fjármögnun í landbúnaði. „Að hver kynslóð þurfi ekki að klífa sömu brekkuna sem er núna ókleifur hamar og það myndi veita okkur svigrúm líka til að nýta öll þau tækifæri sem eru þó til staðar í landbúnaði því þetta er kannski eina strikið í reikningnum sem er í mínus en allt annað höfum við í hendi okkar hvað varðar landnæði og heilnæm matvæli og þar fram eftir götum.“ Matvælaráðherra, innviðaráðherra og aðrir þingmenn hafa boðað komu sína á fundinn sem hefst í Salnum í Kópavogi klukkan eitt. „Þetta verður líka í beinu streymi á Vísi þannig við hvetjum alla til að fylgjast með því þetta varðar okkur öll sem neytendur.“ Landbúnaður Matvælaframleiðsla Byggðamál Vinnumarkaður Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Yfirskrift fundarins er: Laun fyrir lífi ungra bænda og íslenskra sveita og er haldinn vegna þungrar stöðu í greininni. „Við gerum það ekkert að gamni okkar að halda svona baráttufund heldur stöndum við bara frammi fyrir því að það er ákveðinn ómöguleiki í nýliðun í landbúnaði,“ sagði Steinþór Logi Arnarsson, formaður Samtaka ungra bænda. Króuð út í horn Hvað er það helst sem gerir þetta svona erfitt? „Það hefur kannski verið hægt sígandi afkomuvandi síðustu ár og jafnvel yfir lengra tímabil og það hefur kannski ekki verið mikið afgangs. Síðustu tvö ár hafa aðföng hækkað verulega og vaxtastigið núna er það sem setur naglann í kistuna hjá okkur og í raun ekkert svigrúm til að takast á við það og við erum orðin króuð úti í horni hvað það varðar.“ Hann segir að endurhugsa þurfi fjármögnun í landbúnaði. „Að hver kynslóð þurfi ekki að klífa sömu brekkuna sem er núna ókleifur hamar og það myndi veita okkur svigrúm líka til að nýta öll þau tækifæri sem eru þó til staðar í landbúnaði því þetta er kannski eina strikið í reikningnum sem er í mínus en allt annað höfum við í hendi okkar hvað varðar landnæði og heilnæm matvæli og þar fram eftir götum.“ Matvælaráðherra, innviðaráðherra og aðrir þingmenn hafa boðað komu sína á fundinn sem hefst í Salnum í Kópavogi klukkan eitt. „Þetta verður líka í beinu streymi á Vísi þannig við hvetjum alla til að fylgjast með því þetta varðar okkur öll sem neytendur.“
Landbúnaður Matvælaframleiðsla Byggðamál Vinnumarkaður Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira