Ekki dómstóla að skera úr um krónu á móti krónu skerðingu Árni Sæberg skrifar 26. október 2023 13:47 Alma Ýr Ingólfsdóttir er formaður Öryrkjabandalags Íslands. ÖBÍ Hæstiréttur vísaði í gær frá aðalkröfum öryrkja og Öryrkjabandalags Íslands um greiðslu vangreiddra bóta og viðurkenningu á greiðsluskyldu Tryggingastofnunar ríkisins vegna meintrar mismununar gagnvart örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum. Í dómi Hæstaréttar segir að öryrkinn, sem ekki er nafngreindur, og ÖBÍ hafi höfðað málið vegna setningar laga um breytingar á almannatryggingalögum, sem bættu nýrri reglu um áhrif tekna á útreikning ellilífeyris. Málshöfðendur hafi talið að með lögunum hefði komist á ólögmæt mismunun gagnvart örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum sem bryti gegn ákvæðum stjórnarskrár um jafnræðisreglu, rétt til aðstoðar og eignarrétt. Mismununin hefði falist í því að TR hefði skert greiðslur sérstakrar uppbótar á lífeyri samkvæmt ákvæði laga um félagslega aðstoð til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega vegna tekna þeirra umfram þá reglu sem var sett um áhrif tekna á útreikning ellilífeyris. Þetta er í daglegu talið kallað krónu á móti krónu skerðing, og hefur verið mikið þrætuepli. Málið á forræði löggjafans Öryrkinn hafi krafist greiðslu vangreiddra bóta og ÖBÍ viðurkenningar á greiðsluskyldu TR fyrir árin 2017 og 2018, en til vara hafi öryrkinn krafist viðurkenningar á skaðabótaskyldu. Þá hafi öryrkinn og ÖBÍ krafist viðurkenningar á að TR hefði verið óheimilt að skerða greiðslur sérstakrar uppbótar. Í dómi Hæstaréttar var aðalkröfum beggja málshöfðenda vísað frá héraðsdómi þar sem í þeim fælist krafa um að dómstólar tækju ákvörðun um málefni sem heyrði undir löggjafarvald, andstætt annarri grein stjórnarskrárinnar. Varakröfu öryrkjans um viðurkenningu á skaðabótaskyldu TR var vísað frá vegna vanreifunar. Ekki ómálefnaleg mismunun Í dóminum segir að við úrlausn um það hvort TR hefði verið óheimilt að skerða greiðslur sérstakrar uppbótar á lífeyri til örykjans hafi verið litið til ólíkra forsendna annars vegar að baki ellilífeyri og hins vegar réttar til greiðslu sérstakrar uppbótar sem þáttar í félagslegri aðstoð til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. „Var ekki talið ómálefnalegt að markmið og stefna stjórnvalda í málaflokkum þessara hópa væri ekki eins í öllu tilliti en ólíkar reglur hefðu ávallt gilt um áhrif tekna á einstaka bótaflokka ellilífeyris og örorkulífeyris.“ Einnig hefðu mismunandi þarfir og aðstæður á hverjum tíma innan hvors málaflokks gefið tilefni til sjálfstæðra lagabreytinga. Þar sem ekki væri um sambærileg tilvik að ræða væri ekki talið að lögin frá 2016 hefðu leitt til ólögmætrar mismununar sem bryti í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þá væri ekki talið að réttur öryrkjans og ÖBÍ samkvæmt ákvæði stjórnarskrárinnar um rétt til aðstoðar eða eignarréttindi samkvæmt ákvæði stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu um þau hefðu verið skert. Því hafi dómur Landsréttar verið staðfestur um sýknu TR af kröfum sem sneru að því. Dómsmál Tryggingar Kjaramál Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Í dómi Hæstaréttar segir að öryrkinn, sem ekki er nafngreindur, og ÖBÍ hafi höfðað málið vegna setningar laga um breytingar á almannatryggingalögum, sem bættu nýrri reglu um áhrif tekna á útreikning ellilífeyris. Málshöfðendur hafi talið að með lögunum hefði komist á ólögmæt mismunun gagnvart örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum sem bryti gegn ákvæðum stjórnarskrár um jafnræðisreglu, rétt til aðstoðar og eignarrétt. Mismununin hefði falist í því að TR hefði skert greiðslur sérstakrar uppbótar á lífeyri samkvæmt ákvæði laga um félagslega aðstoð til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega vegna tekna þeirra umfram þá reglu sem var sett um áhrif tekna á útreikning ellilífeyris. Þetta er í daglegu talið kallað krónu á móti krónu skerðing, og hefur verið mikið þrætuepli. Málið á forræði löggjafans Öryrkinn hafi krafist greiðslu vangreiddra bóta og ÖBÍ viðurkenningar á greiðsluskyldu TR fyrir árin 2017 og 2018, en til vara hafi öryrkinn krafist viðurkenningar á skaðabótaskyldu. Þá hafi öryrkinn og ÖBÍ krafist viðurkenningar á að TR hefði verið óheimilt að skerða greiðslur sérstakrar uppbótar. Í dómi Hæstaréttar var aðalkröfum beggja málshöfðenda vísað frá héraðsdómi þar sem í þeim fælist krafa um að dómstólar tækju ákvörðun um málefni sem heyrði undir löggjafarvald, andstætt annarri grein stjórnarskrárinnar. Varakröfu öryrkjans um viðurkenningu á skaðabótaskyldu TR var vísað frá vegna vanreifunar. Ekki ómálefnaleg mismunun Í dóminum segir að við úrlausn um það hvort TR hefði verið óheimilt að skerða greiðslur sérstakrar uppbótar á lífeyri til örykjans hafi verið litið til ólíkra forsendna annars vegar að baki ellilífeyri og hins vegar réttar til greiðslu sérstakrar uppbótar sem þáttar í félagslegri aðstoð til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. „Var ekki talið ómálefnalegt að markmið og stefna stjórnvalda í málaflokkum þessara hópa væri ekki eins í öllu tilliti en ólíkar reglur hefðu ávallt gilt um áhrif tekna á einstaka bótaflokka ellilífeyris og örorkulífeyris.“ Einnig hefðu mismunandi þarfir og aðstæður á hverjum tíma innan hvors málaflokks gefið tilefni til sjálfstæðra lagabreytinga. Þar sem ekki væri um sambærileg tilvik að ræða væri ekki talið að lögin frá 2016 hefðu leitt til ólögmætrar mismununar sem bryti í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þá væri ekki talið að réttur öryrkjans og ÖBÍ samkvæmt ákvæði stjórnarskrárinnar um rétt til aðstoðar eða eignarréttindi samkvæmt ákvæði stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu um þau hefðu verið skert. Því hafi dómur Landsréttar verið staðfestur um sýknu TR af kröfum sem sneru að því.
Dómsmál Tryggingar Kjaramál Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira