Kallar nýtt þing ekki saman fyrr en eftir þrjár vikur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. október 2023 14:15 Andrzej Duda forseti Póllands segist ætla að fara hefðbundna leið í veitingu stjórnarmyndunarumboðs. Leiðtogi stærsta flokksins er ólíklegur til að ná að mynda ríkisstjórn og því talið líklegt að ný stjórn taki ekki við fyrr en í desember. Getty/Beata Zawrzel Andrzej Duda forseti Póllands segist ekki ætla að kalla saman nýtt þing fyrr en 13. nóvember næstkomandi. Þá verður liðinn tæpur mánuður frá því að stjórnarandstaðan vann yfirburðarsigur í þingkosningum. Ólíklegt er að ný ríkisstjórn taki við fyrr en í desember. Frá þessu greinir fréttastofa Guardian. Segir þar að Duda, sem er í stjórnarflokknum Lög og réttlæti, ætli ekki að veita umboð til stjórnarmyndunar fyrr en eftir að nýtt þing kemur saman. Lög og réttur, flokkur forsætisráðherrans Mateusz Morawiecki, varð sem fyrr stærsti flokkurinn á þingi eftir að hafa hlotið rúmlega 35 prósent atkvæða í kosningunum. Flokkurinn er hins vegar mjög ólíklegur til að mynda ríkisstjórn þar sem hinir stjórnarflokkarnir töpuðu miklu fylgi. Donald Tusk, leiðtogi Borgaravettvangsins og stjórnarandstöðunnar allrar, hefur þegar fengið vilyrði meirihluta stjórnarandstöðu fyrir því að mynda saman ríkisstjórn. Tusk segist tilbúinn til að taka við embætti forsætisráðherra og hvatti forsetann í vikunni til að sóa ekki meiri tíma með því að reyna að fá Lög og réttlæti til að mynda nýja stjórn. Samkvæmt stjórnarskrá Póllands hefur forseti landsins þrjátíu daga frá kjördegi til þess að kalla saman nýtt þing og aðra fjórtán daga til að tilnefna forsætisráðherra. Sá verður þá að mynda ríkisstjórn og fá samþykki meirihluta þingsins. „Ég get sagt það að ég stefni á að kalla saman neðri deild þingsins mánudaginn 13. nóvember. Það er fyrsti mögulegi dagurinn til að kalla saman þing miðað við stjórnarskrárbundnar venjur,“ er haft eftir Duda í frétt Guardian. Að hans mati komi tveir menn til greina sem næsti forsætisráðherra landsins: Morawiecki og Tusk. Staðan sem sé uppi sé ný af nálinni í Póllandi. Duda hefur lýst yfir vilja til að fara hina hefðbundnu leið og gefa leiðtoga stærsta stjórnmálaflokksins umboð til stjórnarmyndunar. Eins og fyrr segir hlaut Lög og regla 35 prósent atkvæða en minnihluti síðasta kjörtímabils skipar nú greinilegan meirihluta, með 248 af 460 þingsætum. Þar sem ólíklegt er að Morawiecki takist að mynda meirihlutastjórn líta stjórnmálaspekingar svo á að hann muni leggja sína bestu tillögu fyrir þingið í nóvember, sem muni þá fella tillögu Morwiecki um ríkisstjórn. Þá verður þinginu frjálst að veita einhverjum öðrum umboð til stjórnarmyndunar. Ef þessi leið verður farin, sem Duda virðist ætla að láta verða af, er ólíklegt að ný ríkistjórn taki við stjórnartaumunum fyrr en í yrsta lagi um miðjan desember. Pólland Kosningar í Póllandi Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira
Frá þessu greinir fréttastofa Guardian. Segir þar að Duda, sem er í stjórnarflokknum Lög og réttlæti, ætli ekki að veita umboð til stjórnarmyndunar fyrr en eftir að nýtt þing kemur saman. Lög og réttur, flokkur forsætisráðherrans Mateusz Morawiecki, varð sem fyrr stærsti flokkurinn á þingi eftir að hafa hlotið rúmlega 35 prósent atkvæða í kosningunum. Flokkurinn er hins vegar mjög ólíklegur til að mynda ríkisstjórn þar sem hinir stjórnarflokkarnir töpuðu miklu fylgi. Donald Tusk, leiðtogi Borgaravettvangsins og stjórnarandstöðunnar allrar, hefur þegar fengið vilyrði meirihluta stjórnarandstöðu fyrir því að mynda saman ríkisstjórn. Tusk segist tilbúinn til að taka við embætti forsætisráðherra og hvatti forsetann í vikunni til að sóa ekki meiri tíma með því að reyna að fá Lög og réttlæti til að mynda nýja stjórn. Samkvæmt stjórnarskrá Póllands hefur forseti landsins þrjátíu daga frá kjördegi til þess að kalla saman nýtt þing og aðra fjórtán daga til að tilnefna forsætisráðherra. Sá verður þá að mynda ríkisstjórn og fá samþykki meirihluta þingsins. „Ég get sagt það að ég stefni á að kalla saman neðri deild þingsins mánudaginn 13. nóvember. Það er fyrsti mögulegi dagurinn til að kalla saman þing miðað við stjórnarskrárbundnar venjur,“ er haft eftir Duda í frétt Guardian. Að hans mati komi tveir menn til greina sem næsti forsætisráðherra landsins: Morawiecki og Tusk. Staðan sem sé uppi sé ný af nálinni í Póllandi. Duda hefur lýst yfir vilja til að fara hina hefðbundnu leið og gefa leiðtoga stærsta stjórnmálaflokksins umboð til stjórnarmyndunar. Eins og fyrr segir hlaut Lög og regla 35 prósent atkvæða en minnihluti síðasta kjörtímabils skipar nú greinilegan meirihluta, með 248 af 460 þingsætum. Þar sem ólíklegt er að Morawiecki takist að mynda meirihlutastjórn líta stjórnmálaspekingar svo á að hann muni leggja sína bestu tillögu fyrir þingið í nóvember, sem muni þá fella tillögu Morwiecki um ríkisstjórn. Þá verður þinginu frjálst að veita einhverjum öðrum umboð til stjórnarmyndunar. Ef þessi leið verður farin, sem Duda virðist ætla að láta verða af, er ólíklegt að ný ríkistjórn taki við stjórnartaumunum fyrr en í yrsta lagi um miðjan desember.
Pólland Kosningar í Póllandi Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira