Kallar nýtt þing ekki saman fyrr en eftir þrjár vikur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. október 2023 14:15 Andrzej Duda forseti Póllands segist ætla að fara hefðbundna leið í veitingu stjórnarmyndunarumboðs. Leiðtogi stærsta flokksins er ólíklegur til að ná að mynda ríkisstjórn og því talið líklegt að ný stjórn taki ekki við fyrr en í desember. Getty/Beata Zawrzel Andrzej Duda forseti Póllands segist ekki ætla að kalla saman nýtt þing fyrr en 13. nóvember næstkomandi. Þá verður liðinn tæpur mánuður frá því að stjórnarandstaðan vann yfirburðarsigur í þingkosningum. Ólíklegt er að ný ríkisstjórn taki við fyrr en í desember. Frá þessu greinir fréttastofa Guardian. Segir þar að Duda, sem er í stjórnarflokknum Lög og réttlæti, ætli ekki að veita umboð til stjórnarmyndunar fyrr en eftir að nýtt þing kemur saman. Lög og réttur, flokkur forsætisráðherrans Mateusz Morawiecki, varð sem fyrr stærsti flokkurinn á þingi eftir að hafa hlotið rúmlega 35 prósent atkvæða í kosningunum. Flokkurinn er hins vegar mjög ólíklegur til að mynda ríkisstjórn þar sem hinir stjórnarflokkarnir töpuðu miklu fylgi. Donald Tusk, leiðtogi Borgaravettvangsins og stjórnarandstöðunnar allrar, hefur þegar fengið vilyrði meirihluta stjórnarandstöðu fyrir því að mynda saman ríkisstjórn. Tusk segist tilbúinn til að taka við embætti forsætisráðherra og hvatti forsetann í vikunni til að sóa ekki meiri tíma með því að reyna að fá Lög og réttlæti til að mynda nýja stjórn. Samkvæmt stjórnarskrá Póllands hefur forseti landsins þrjátíu daga frá kjördegi til þess að kalla saman nýtt þing og aðra fjórtán daga til að tilnefna forsætisráðherra. Sá verður þá að mynda ríkisstjórn og fá samþykki meirihluta þingsins. „Ég get sagt það að ég stefni á að kalla saman neðri deild þingsins mánudaginn 13. nóvember. Það er fyrsti mögulegi dagurinn til að kalla saman þing miðað við stjórnarskrárbundnar venjur,“ er haft eftir Duda í frétt Guardian. Að hans mati komi tveir menn til greina sem næsti forsætisráðherra landsins: Morawiecki og Tusk. Staðan sem sé uppi sé ný af nálinni í Póllandi. Duda hefur lýst yfir vilja til að fara hina hefðbundnu leið og gefa leiðtoga stærsta stjórnmálaflokksins umboð til stjórnarmyndunar. Eins og fyrr segir hlaut Lög og regla 35 prósent atkvæða en minnihluti síðasta kjörtímabils skipar nú greinilegan meirihluta, með 248 af 460 þingsætum. Þar sem ólíklegt er að Morawiecki takist að mynda meirihlutastjórn líta stjórnmálaspekingar svo á að hann muni leggja sína bestu tillögu fyrir þingið í nóvember, sem muni þá fella tillögu Morwiecki um ríkisstjórn. Þá verður þinginu frjálst að veita einhverjum öðrum umboð til stjórnarmyndunar. Ef þessi leið verður farin, sem Duda virðist ætla að láta verða af, er ólíklegt að ný ríkistjórn taki við stjórnartaumunum fyrr en í yrsta lagi um miðjan desember. Pólland Kosningar í Póllandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Frá þessu greinir fréttastofa Guardian. Segir þar að Duda, sem er í stjórnarflokknum Lög og réttlæti, ætli ekki að veita umboð til stjórnarmyndunar fyrr en eftir að nýtt þing kemur saman. Lög og réttur, flokkur forsætisráðherrans Mateusz Morawiecki, varð sem fyrr stærsti flokkurinn á þingi eftir að hafa hlotið rúmlega 35 prósent atkvæða í kosningunum. Flokkurinn er hins vegar mjög ólíklegur til að mynda ríkisstjórn þar sem hinir stjórnarflokkarnir töpuðu miklu fylgi. Donald Tusk, leiðtogi Borgaravettvangsins og stjórnarandstöðunnar allrar, hefur þegar fengið vilyrði meirihluta stjórnarandstöðu fyrir því að mynda saman ríkisstjórn. Tusk segist tilbúinn til að taka við embætti forsætisráðherra og hvatti forsetann í vikunni til að sóa ekki meiri tíma með því að reyna að fá Lög og réttlæti til að mynda nýja stjórn. Samkvæmt stjórnarskrá Póllands hefur forseti landsins þrjátíu daga frá kjördegi til þess að kalla saman nýtt þing og aðra fjórtán daga til að tilnefna forsætisráðherra. Sá verður þá að mynda ríkisstjórn og fá samþykki meirihluta þingsins. „Ég get sagt það að ég stefni á að kalla saman neðri deild þingsins mánudaginn 13. nóvember. Það er fyrsti mögulegi dagurinn til að kalla saman þing miðað við stjórnarskrárbundnar venjur,“ er haft eftir Duda í frétt Guardian. Að hans mati komi tveir menn til greina sem næsti forsætisráðherra landsins: Morawiecki og Tusk. Staðan sem sé uppi sé ný af nálinni í Póllandi. Duda hefur lýst yfir vilja til að fara hina hefðbundnu leið og gefa leiðtoga stærsta stjórnmálaflokksins umboð til stjórnarmyndunar. Eins og fyrr segir hlaut Lög og regla 35 prósent atkvæða en minnihluti síðasta kjörtímabils skipar nú greinilegan meirihluta, með 248 af 460 þingsætum. Þar sem ólíklegt er að Morawiecki takist að mynda meirihlutastjórn líta stjórnmálaspekingar svo á að hann muni leggja sína bestu tillögu fyrir þingið í nóvember, sem muni þá fella tillögu Morwiecki um ríkisstjórn. Þá verður þinginu frjálst að veita einhverjum öðrum umboð til stjórnarmyndunar. Ef þessi leið verður farin, sem Duda virðist ætla að láta verða af, er ólíklegt að ný ríkistjórn taki við stjórnartaumunum fyrr en í yrsta lagi um miðjan desember.
Pólland Kosningar í Póllandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira