Segja þrjú þúsund börn látin Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2023 15:27 Ísraelar hafa gert liinnulausar og mannskæðar loftárásir á Gasaströndina. AP/Hatem Ali Sendiherra Palestínu gagnvart Sameinuðu þjóðunum segir þrjú þúsund börn hafa dáið í loftárásum Ísraela á Gasaströndina. Riyad Mansour, segir að stöðva þurfi sprengjuregnið. Auk barnanna segir Mansour að um 1.700 konur séu látnar og í heildina hafi um sjö þúsund manns fallið loftárásunum. Hann segir langflest þeirra vera óbreytta borgara, samkvæmt frétt Sky News. „Þetta eru glæpir. Þetta er villimennska,“ sagði Mansour. Hann sagði einnig að ef sprengjuregnið og átökin yrðu ekki stöðvuð myndu þau vinda upp á sig og dreifast til annarra ríkja í Mið-Austurlöndum. Sjá einnig: Innrás yrði gífurlega erfið og framhaldið ekki síður Einn talsmanna Hamas-samtakanna, sem stjórna Gasaströndinni, sagði Sky í dag að um fimmtíu af þeim minnst 224 gíslum sem Hamas-liðar tóku í árásinni á Ísrael þann 7. október, hafi fallið í loftárásum Ísraela. AP fréttaveitan segir loftárásir sem gerðar voru í dag hafa hæft flóttamannabúðir í Khan Younis í suðurhluta Gasa. Átta heimili í eigu sömu stórfjölskyldunnar hafi verið jöfnuð við jörðu og minnst fimmtán manns hafi fallið, þar af minnst einn drengur. Hafa dregið úr aðstoð Sameinuðu þjóðirnar hafa dregið úr aðstoð sinni við íbúa á gasa, þar sem eldsneytisbirgðir þeirra eru að klárast. Því hefur þurft að draga úr stuðningi við sjúkrahús, þar sem álag er gífurlegt, og bakarí. BBC hefur eftir Julietta Touma, frá Sameinuðu þjóðunum, að aðstæðurnar á Gasaströndinni séu fordæmalausar. Verið sé að kyrkja tvær milljónir manna og lítil aðstoð berist þangað. „Við erum stærstu hjálparsamtökin og við erum á barmi þess að hætta aðstoð okkar. Okkur er meinað að gera það sem allsherjarráð Sameinuðu þjóðanna hefur skipað okkur að gera. Það eina sem við biðjum um er að fá að vinna vinnuna okkar,“ sagði Touma. Yfirvöld í Ísrael hafa meinað flutning eldsneytis inn á Gasaströndina á þeim grundvelli að það gæti reynst Hamas-samtökunum vel. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Sjá meira
Auk barnanna segir Mansour að um 1.700 konur séu látnar og í heildina hafi um sjö þúsund manns fallið loftárásunum. Hann segir langflest þeirra vera óbreytta borgara, samkvæmt frétt Sky News. „Þetta eru glæpir. Þetta er villimennska,“ sagði Mansour. Hann sagði einnig að ef sprengjuregnið og átökin yrðu ekki stöðvuð myndu þau vinda upp á sig og dreifast til annarra ríkja í Mið-Austurlöndum. Sjá einnig: Innrás yrði gífurlega erfið og framhaldið ekki síður Einn talsmanna Hamas-samtakanna, sem stjórna Gasaströndinni, sagði Sky í dag að um fimmtíu af þeim minnst 224 gíslum sem Hamas-liðar tóku í árásinni á Ísrael þann 7. október, hafi fallið í loftárásum Ísraela. AP fréttaveitan segir loftárásir sem gerðar voru í dag hafa hæft flóttamannabúðir í Khan Younis í suðurhluta Gasa. Átta heimili í eigu sömu stórfjölskyldunnar hafi verið jöfnuð við jörðu og minnst fimmtán manns hafi fallið, þar af minnst einn drengur. Hafa dregið úr aðstoð Sameinuðu þjóðirnar hafa dregið úr aðstoð sinni við íbúa á gasa, þar sem eldsneytisbirgðir þeirra eru að klárast. Því hefur þurft að draga úr stuðningi við sjúkrahús, þar sem álag er gífurlegt, og bakarí. BBC hefur eftir Julietta Touma, frá Sameinuðu þjóðunum, að aðstæðurnar á Gasaströndinni séu fordæmalausar. Verið sé að kyrkja tvær milljónir manna og lítil aðstoð berist þangað. „Við erum stærstu hjálparsamtökin og við erum á barmi þess að hætta aðstoð okkar. Okkur er meinað að gera það sem allsherjarráð Sameinuðu þjóðanna hefur skipað okkur að gera. Það eina sem við biðjum um er að fá að vinna vinnuna okkar,“ sagði Touma. Yfirvöld í Ísrael hafa meinað flutning eldsneytis inn á Gasaströndina á þeim grundvelli að það gæti reynst Hamas-samtökunum vel.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“