Stúdentar boða til blaðamannafundar: Skrásetningagjald úrskurðað ólögmætt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. október 2023 18:32 Stúdentaráð hefur boðað til blaðamannafundar á morgun klukkan 11:00 vegna málsins. Vísir/Vilhelm Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur boðað til blaðamannafundar á morgun vegna úrskurðar áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema sem hefur gert skólanum að endurgreiða nemanda skrásetningagjald sem hann greiddi til skólans vegna skólaársins 2021 til 2022. Mbl.is greinir frá því að nefndin hafi fellt úr gildi úrskurð háskólaráðs frá 3. nóvember 2022 um að hafna beiðni nemandans um endurgreiðslu gjaldsins. Nemandinn greiddi 75 þúsund krónur í skrásetningagjald. Hann óskaði eftir því í ágúst 2021 að háskólaráð myndi skera úr um hvort skrásetningargjaldið hafi verið réttmætt og hvort innheimta þess rúmaðist innan ramma laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Hann gerði kröfu um endurgreiðslu þess „að því marki sem talið verður að gjaldið hafi verið ólögmætt og standist ekki lagaáskilnaðarreglu um þjónustugjöld.“ Höfnuðu beiðni nemandans um endurgreiðslu tvisvar Í október 2021 komst háskólaráð að þeirri niðurstöðu að gjaldtakan hafi verið lögmæt. Þá kærði nemandinn niðurstöðuna til áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema sem felldi úrskurðinn úr gildi. Háskólaráð hafnaði hins vegar beiðni nemandans um endurgreiðslu að nýju og kærði nemandinn þá úrskurð þess aftur til áfrýjunarnefndarinnar. Nemandinn bendir á að hver og einn nemandi greiði 75 þúsund króna skráningargjald til HÍ óháð því hvaða þjónustu nemandinn raunverulega nýti sér af þeim kostnaðarliðum sem að baki gjaldinu búa. Hann bendir á að grundvallarmunur sé á sköttum og þjónustugjaldi. Þegar íþyngjandi gjöld séu lögð á borgara skuli beita þrengjandi lögskýringu um hvað falli undir þau gjöld. Áfrýjunarnefndin telur það ekki fullnægjandi af háskólanum að byggja útreikning skrásetningagjaldsins á tilteknum hlutföllum af raunkostnaði nema ef fyrir liggi greining á því hverju þau hlutföll byggi. HÍ svaraði nefndinni því að ekki sé haldið sérstaklega utan um kostnað nemenda eða starfsfólks í einstökum einingum. Sé það ekki hægt þurfi að liggja fyrir traust áætlun og greining á því á hverju sú áætlun byggi. Telur áfrýjunarnefndin að grundvöllur innheimtu skrásetningagjaldsins sé því ekki fullnægjandi. Krefjast þess að nemendur fái endurgreitt Stúdentaráð Háskóla Íslands segist líta úrskurðinn alvarlegum augum. Ráðið segir að vanfjármögnun opinberra háskóla á Íslandi valda því að Háskóli Íslands hafi gripið til þess ráðs að seilast í vasa stúdenta til þess að halda sér á floti. „Því krefjumst við þess að Háskóli Íslands endurgreiði hverjum þeim sem greitt hefur ólögmæt skrásetningargjöld við skólann, eins og honum ber skylda til. Boðað hefur verið til blaðamannafundar á morgun kl. 11:00 þar sem kjörnir fulltrúar stúdenta munu fjalla um málið.“ Fréttin hefur verið uppfærð með tilkynningu Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Mbl.is greinir frá því að nefndin hafi fellt úr gildi úrskurð háskólaráðs frá 3. nóvember 2022 um að hafna beiðni nemandans um endurgreiðslu gjaldsins. Nemandinn greiddi 75 þúsund krónur í skrásetningagjald. Hann óskaði eftir því í ágúst 2021 að háskólaráð myndi skera úr um hvort skrásetningargjaldið hafi verið réttmætt og hvort innheimta þess rúmaðist innan ramma laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Hann gerði kröfu um endurgreiðslu þess „að því marki sem talið verður að gjaldið hafi verið ólögmætt og standist ekki lagaáskilnaðarreglu um þjónustugjöld.“ Höfnuðu beiðni nemandans um endurgreiðslu tvisvar Í október 2021 komst háskólaráð að þeirri niðurstöðu að gjaldtakan hafi verið lögmæt. Þá kærði nemandinn niðurstöðuna til áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema sem felldi úrskurðinn úr gildi. Háskólaráð hafnaði hins vegar beiðni nemandans um endurgreiðslu að nýju og kærði nemandinn þá úrskurð þess aftur til áfrýjunarnefndarinnar. Nemandinn bendir á að hver og einn nemandi greiði 75 þúsund króna skráningargjald til HÍ óháð því hvaða þjónustu nemandinn raunverulega nýti sér af þeim kostnaðarliðum sem að baki gjaldinu búa. Hann bendir á að grundvallarmunur sé á sköttum og þjónustugjaldi. Þegar íþyngjandi gjöld séu lögð á borgara skuli beita þrengjandi lögskýringu um hvað falli undir þau gjöld. Áfrýjunarnefndin telur það ekki fullnægjandi af háskólanum að byggja útreikning skrásetningagjaldsins á tilteknum hlutföllum af raunkostnaði nema ef fyrir liggi greining á því hverju þau hlutföll byggi. HÍ svaraði nefndinni því að ekki sé haldið sérstaklega utan um kostnað nemenda eða starfsfólks í einstökum einingum. Sé það ekki hægt þurfi að liggja fyrir traust áætlun og greining á því á hverju sú áætlun byggi. Telur áfrýjunarnefndin að grundvöllur innheimtu skrásetningagjaldsins sé því ekki fullnægjandi. Krefjast þess að nemendur fái endurgreitt Stúdentaráð Háskóla Íslands segist líta úrskurðinn alvarlegum augum. Ráðið segir að vanfjármögnun opinberra háskóla á Íslandi valda því að Háskóli Íslands hafi gripið til þess ráðs að seilast í vasa stúdenta til þess að halda sér á floti. „Því krefjumst við þess að Háskóli Íslands endurgreiði hverjum þeim sem greitt hefur ólögmæt skrásetningargjöld við skólann, eins og honum ber skylda til. Boðað hefur verið til blaðamannafundar á morgun kl. 11:00 þar sem kjörnir fulltrúar stúdenta munu fjalla um málið.“ Fréttin hefur verið uppfærð með tilkynningu Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira