Meistararnir höfðu betur gegn ÍA í framlengingu Snorri Már Vagnsson skrifar 26. október 2023 21:26 ÍA og Atlantic mættust í æsispennandi leik í Ljósleiðaradeildinni í kvöld. Leikurinn fór fram á Overpass þar sem leikmenn Atlantic hófu leikinn í vörn. Leikurinn fór jafn af stað en staðan var 3-3 eftir 6 lotur. Sókn ÍA fór þá að missa móðinn en Atlantic tóku fjórar lotur í röð og komust í 7-4. Brnr og Hugo leiddu fellutöfluna þá með 15 og 14 fellur en ÍA náðu að halda sér í leiknum og sigruðu tvær lotur í viðbót fyrir hálfleik. Staðan í hálfleik: 9-6 Atlantic hóf seinni hálfleik betur og komu sér í 10-6 með sigri í skammbyssulotunni. Eftir að sigra eina lotu í viðbót misstu Atlantic forskotið sitt niður drjúglega, en ÍA náði að jafna leikinn eftir afar góðan kafla með ÍA-inginn Midgard fremstan í flokki. Staðan var því orðin 11-11 í 22. lotu og allur byr kominn í segl ÍA-manna. Sagan var þó hvergi nærri búin þar sem hvorugt liðið náði að finna taktinn til að sigra leikinn í venjulegum leiktíma. Eftir spennandi lotur þar sem ÍA komust í stöðuna 13-15 fann hvorugt lið þó náðarhöggið og leikurinn fór því í framlengingu. Staðan eftir venjulegan leiktíma: 15-15 Eftir að halda haus í seinni hálfleik reyndist ÍA um of að klekkja á Atlantic-mönnum en ÍA sigruðu aðeins eina lotu í framlengingu Atlantic sigruðu því viðureignina eftir æsispennandi leik. Midgard toppaði fellutöflu leiksins með 38 stykki en dugði það ÍA þó ekki til sigurs. Lokatölur: 19-16 Atlantic færast því upp í sjötta sæti deildarinnar með 8 stig en ÍA eru enn í því áttunda með aðeins 4 stig. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf
Leikurinn fór jafn af stað en staðan var 3-3 eftir 6 lotur. Sókn ÍA fór þá að missa móðinn en Atlantic tóku fjórar lotur í röð og komust í 7-4. Brnr og Hugo leiddu fellutöfluna þá með 15 og 14 fellur en ÍA náðu að halda sér í leiknum og sigruðu tvær lotur í viðbót fyrir hálfleik. Staðan í hálfleik: 9-6 Atlantic hóf seinni hálfleik betur og komu sér í 10-6 með sigri í skammbyssulotunni. Eftir að sigra eina lotu í viðbót misstu Atlantic forskotið sitt niður drjúglega, en ÍA náði að jafna leikinn eftir afar góðan kafla með ÍA-inginn Midgard fremstan í flokki. Staðan var því orðin 11-11 í 22. lotu og allur byr kominn í segl ÍA-manna. Sagan var þó hvergi nærri búin þar sem hvorugt liðið náði að finna taktinn til að sigra leikinn í venjulegum leiktíma. Eftir spennandi lotur þar sem ÍA komust í stöðuna 13-15 fann hvorugt lið þó náðarhöggið og leikurinn fór því í framlengingu. Staðan eftir venjulegan leiktíma: 15-15 Eftir að halda haus í seinni hálfleik reyndist ÍA um of að klekkja á Atlantic-mönnum en ÍA sigruðu aðeins eina lotu í framlengingu Atlantic sigruðu því viðureignina eftir æsispennandi leik. Midgard toppaði fellutöflu leiksins með 38 stykki en dugði það ÍA þó ekki til sigurs. Lokatölur: 19-16 Atlantic færast því upp í sjötta sæti deildarinnar með 8 stig en ÍA eru enn í því áttunda með aðeins 4 stig.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti