Nketiah hlóð í þrennu í stórsigri Arsenal

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Eddie Nketiah tekur boltann með sér heim eftir sigur Arsenal.
Eddie Nketiah tekur boltann með sér heim eftir sigur Arsenal. Marc Atkins/Getty Images

Arsenal vann afar sannfærandi 5-0 sigur er liðið tók á móti Sheffiled United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Eddie Nketiah tekur boltann með sér heim eftir að hafa skorað þrennu fyrir heimamenn.

Nketiah kom Skyttunum í forystu með góðu marki á 28. mínútu eftir stoðsendingu frá Declan Rice. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins og staðan því 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Hann bætti svo öðru marki sínu við á 50. mínútu og fullkomnaði loks þrennuna með þrumuskoti fyrir utan teig átta mínútum síðar.

Fabio Vieira gerði svo endanlega út um leikinn mað marki af vítapunktinum á 88. mínútu áður en Takehiro Tomiyasu bætti fimmta marki Arsenal við í uppbótartíma eftir hornspyrnu.

Niðurstaðan því öruggur 5-0 sigur Arsenal sem nú situr í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig eftir tíu leiki, tveimur stigum á eftir toppliði Tottenham. Sheffield United situr hins vegar sem fastast á botninum með aðeins eitt stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira