Fjármálafyrirtækin: „Fer eftir því hvaða ráðgjafa þú hittir á“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. október 2023 23:30 Kristín Eir Helgadóttir er verkefnastýra hjá Hagsmunasamtökum heimilanna. Vísir/Arnar Kristín Eir Helgadóttir, verkefnastýra hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, gagnrýnir upplýsingagjöf fjármálafyrirtækja í tengslum við húsnæðislán. Starfsmenn séu mjög misvel upplýstir. Hún hvetur yfirvöld að leggja höfuðið í bleyti. Kristín Eir ræddi aðstæður á húsnæðismarkaði í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir húseigendur finna vel fyrir ástandinu en algengt er að afborganir á óverðtryggðum fasteignalánum hafi meira en tvöfaldast milli ára. Ákveðin upplýsingaóreiða „Við finnum verulega mikið fyrir því. Það kemur inn svona holskefla hjá okkur vikulega, myndi ég segja. Hún mun halda áfram og hún mun aukast verulega mikið. Fólk er áhyggjufullt, það veit ekki hvað það á að gera og það hefur engan stað til að leita upplýsinga til þess að vita hvað það á að gera. Það er rosalega stór hluti af vandamálinu,“ segir Kristín Eir. Hún gagnrýnir það sem hún telur vera ákveðna upplýsingaóreiðu eða -skort hjá starfsfólki fjármálafyrirtækja. „Við skulum orða þetta þannig að fólk er misupplýst. Það fer eftir því hvaða ráðgjafa þú hittir á hvaða upplýsingar þú færð. Það eru ekki allir með réttar upplýsingar og þeir sem halda að þeir séu með réttar upplýsingar, þeir eru með rangar upplýsingar. Þannig að viðskiptavinur sem kemur og ætlar að skipta yfir í verðtryggt lán og heldur að hann geti farið aftur yfir í óverðtryggt. Hann fær þær upplýsingar hjá ráðgjafa að hann geti gert það. En fer svo og skrifar undir pappírana og fær þær upplýsingar að hann muni ekki geta gert það, krónu fyrir krónu.“ Lítið hægt að gera Kristín Eir segir að bankarnir verði að samhæfa upplýsingagjöf til starfsmanna. Þetta skipti fólk enda miklu máli, sérstaklega miðað við efnahagsaðstæður. „Það er gríðarlega lítið hægt að gera. Við erum í rauninni bara með þennan eina valkost, að fara yfir í verðtryggð lán, sem er náttúrulega ekkert voðalega góður valkostur. En ef þú stendur frammi fyrir því að þú ert að fara að missa eignina þína þá náttúrulega að sjálfsögðu verðurðu að gera það. Þú verður að færa þig yfir. Þetta er dýrari valkostur, alltaf, en svo vantar líka upp á það að segja fólki að verðtryggðu lánin eru líka á breytilegum vöxtum. Það er ekkert verið að ýta þeim út á föstum vöxtum og þeir eru byrjaðir að hækka vextina á þeim núna.“ Skilaboðin til yfirvalda eru einföld: „Að finna aðrar lausnir. Það þarf ekki bara alltaf að vera bara þessi eina lausn, vera kannski frekar að hugsa um vaxtxagreiðsluþak, eitthvað slíkt, eins og Íslandsbanki var með á sínum tíma. Það þarf ekki allt að vera ómögulegt,“ segir Kristín Eir að lokum. Fjármál heimilisins Fjármálamarkaðir Húsnæðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Kristín Eir ræddi aðstæður á húsnæðismarkaði í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir húseigendur finna vel fyrir ástandinu en algengt er að afborganir á óverðtryggðum fasteignalánum hafi meira en tvöfaldast milli ára. Ákveðin upplýsingaóreiða „Við finnum verulega mikið fyrir því. Það kemur inn svona holskefla hjá okkur vikulega, myndi ég segja. Hún mun halda áfram og hún mun aukast verulega mikið. Fólk er áhyggjufullt, það veit ekki hvað það á að gera og það hefur engan stað til að leita upplýsinga til þess að vita hvað það á að gera. Það er rosalega stór hluti af vandamálinu,“ segir Kristín Eir. Hún gagnrýnir það sem hún telur vera ákveðna upplýsingaóreiðu eða -skort hjá starfsfólki fjármálafyrirtækja. „Við skulum orða þetta þannig að fólk er misupplýst. Það fer eftir því hvaða ráðgjafa þú hittir á hvaða upplýsingar þú færð. Það eru ekki allir með réttar upplýsingar og þeir sem halda að þeir séu með réttar upplýsingar, þeir eru með rangar upplýsingar. Þannig að viðskiptavinur sem kemur og ætlar að skipta yfir í verðtryggt lán og heldur að hann geti farið aftur yfir í óverðtryggt. Hann fær þær upplýsingar hjá ráðgjafa að hann geti gert það. En fer svo og skrifar undir pappírana og fær þær upplýsingar að hann muni ekki geta gert það, krónu fyrir krónu.“ Lítið hægt að gera Kristín Eir segir að bankarnir verði að samhæfa upplýsingagjöf til starfsmanna. Þetta skipti fólk enda miklu máli, sérstaklega miðað við efnahagsaðstæður. „Það er gríðarlega lítið hægt að gera. Við erum í rauninni bara með þennan eina valkost, að fara yfir í verðtryggð lán, sem er náttúrulega ekkert voðalega góður valkostur. En ef þú stendur frammi fyrir því að þú ert að fara að missa eignina þína þá náttúrulega að sjálfsögðu verðurðu að gera það. Þú verður að færa þig yfir. Þetta er dýrari valkostur, alltaf, en svo vantar líka upp á það að segja fólki að verðtryggðu lánin eru líka á breytilegum vöxtum. Það er ekkert verið að ýta þeim út á föstum vöxtum og þeir eru byrjaðir að hækka vextina á þeim núna.“ Skilaboðin til yfirvalda eru einföld: „Að finna aðrar lausnir. Það þarf ekki bara alltaf að vera bara þessi eina lausn, vera kannski frekar að hugsa um vaxtxagreiðsluþak, eitthvað slíkt, eins og Íslandsbanki var með á sínum tíma. Það þarf ekki allt að vera ómögulegt,“ segir Kristín Eir að lokum.
Fjármál heimilisins Fjármálamarkaðir Húsnæðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira