„Verkefni okkar er skýrt“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 28. október 2023 18:18 Forsætisráðherrann ræddi ástandið á blaðamannafundi í kvöld. AP Photo/Evan Vucc „Þetta er annar fasi stríðsins. Verkefni okkar er skýrt: að eyðileggja her Hamas og koma fórnarlömbum aftur heim. Ísraelar ætla að koma í veg fyrir þessa illsku, öllu mannkyninu til góða,“ sagði Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael á blaðamannafundi á sjötta tímanum í dag. Hann staðfestir að hermenn Ísraela séu komnir inn á Gasa. Netanjahú segist ætla að passa upp á að „morðingjarnir fái að borga fyrir fjöldamorðin.“ Hann biður almenna borgara á Gasa að færa sig um set, af norðurhluta svæðisins, enda hafi hermenn Ísraelshers aukið landhernað á Gasa. „Ef Ísraelar vinna ekki stríðið í dag þá verður landið næsta fórnarlamb öxulveldisins illa. Stríðið á Gasa verður langt. Þetta er í annað sinn sem við berjumst fyrir sjálfstæði okkar. Við munum bjarga landinu. Við munum berjast í lofti og láði, við munum berjast og við munum sigra,“ sagði forsætisráðherrann meðal annars. Netanjahú skaut föstum skotum á Recep Tayyip Erdógan forseta Tyrklands sem sakaði Ísraela um stríðsglæpi í dag. Netanjahú nafngreindi Erdógan ekki en sagði: Þú skalt ekki saka okkur um stríðsglæpi. Ef þú heldur að þú getir sakað hermenn okkar um stríðsglæpi er það bara hræsni. Við erum siðferðilegasti her í heimi.“ Hann bætir við að herinn reyni eftir fremsta megni að vernda almenna borgara en sakar Hamas um að nota fólk sem „mannlega skildi.“ Varnamálaráðherrann, Yoav Gallant, sagði hermenn vígbúast í norðri og suðri. Hann sagði einnig að stríðið yrði ekki stutt, það myndi standa lengi yfir. Hann sagði að mikil áhersla væri lögð á að koma gíslum heim. Nýr fasi Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, sagði í morgun að stríð Ísraela gegn Hamas væri í nýjum fasa. Eins og hann ítrekaði á blaðamannafundinum er herinn brátt tilbúinn til að verja Ísrael á öðrum vígstöðvum, eins og í norðri við landamæri Líbanon. Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar hafa rúmlega 7.700 manns fallið í árásum Ísraela og þar af mest konur og börn. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni ráðuneytisins að það að síma- og netsamband liggi niðri hafi líka lamað heilbrigðiskerfið, þar sem fólk geti ekki kallað eftir aðstoð. John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, sagði í vikunni að tölur frá Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem Hamas stýrir, væru ekki trúverðugar. Ísrael Palestína Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir „Ótrúlega aumingjalegt“ Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi náðst samstaða í þinginu um tillögu sem breytti orðalagi ályktunarinnar á þá leið að grimmdarverk Hamas-samtakanna yrðu fordæmd í leiðinni. Þingmaður Pírata segir afstöðu Íslands aumingjalega. 28. október 2023 12:41 Ísland greiddi ekki atkvæði með tillögu um vopnahlé á Gasa Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi tekist að ná samstöðu um texta ályktunarinnar. 27. október 2023 22:03 Ráðherrar og herforingjar sagðir deila um innrás Ísraelski herinn er tilbúinn til innrásar á Gasaströndina en ráðamenn ríkisins og æðstu leiðtogar hersins eru ósammála um hvernig innrásin ætti að fara fram og jafnvel hvort eigi að gera hana yfir höfuð. Þá er sagt ríkja trúnaðarleysi milli ráðamanna og herforingja. 27. október 2023 15:03 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sjá meira
Netanjahú segist ætla að passa upp á að „morðingjarnir fái að borga fyrir fjöldamorðin.“ Hann biður almenna borgara á Gasa að færa sig um set, af norðurhluta svæðisins, enda hafi hermenn Ísraelshers aukið landhernað á Gasa. „Ef Ísraelar vinna ekki stríðið í dag þá verður landið næsta fórnarlamb öxulveldisins illa. Stríðið á Gasa verður langt. Þetta er í annað sinn sem við berjumst fyrir sjálfstæði okkar. Við munum bjarga landinu. Við munum berjast í lofti og láði, við munum berjast og við munum sigra,“ sagði forsætisráðherrann meðal annars. Netanjahú skaut föstum skotum á Recep Tayyip Erdógan forseta Tyrklands sem sakaði Ísraela um stríðsglæpi í dag. Netanjahú nafngreindi Erdógan ekki en sagði: Þú skalt ekki saka okkur um stríðsglæpi. Ef þú heldur að þú getir sakað hermenn okkar um stríðsglæpi er það bara hræsni. Við erum siðferðilegasti her í heimi.“ Hann bætir við að herinn reyni eftir fremsta megni að vernda almenna borgara en sakar Hamas um að nota fólk sem „mannlega skildi.“ Varnamálaráðherrann, Yoav Gallant, sagði hermenn vígbúast í norðri og suðri. Hann sagði einnig að stríðið yrði ekki stutt, það myndi standa lengi yfir. Hann sagði að mikil áhersla væri lögð á að koma gíslum heim. Nýr fasi Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, sagði í morgun að stríð Ísraela gegn Hamas væri í nýjum fasa. Eins og hann ítrekaði á blaðamannafundinum er herinn brátt tilbúinn til að verja Ísrael á öðrum vígstöðvum, eins og í norðri við landamæri Líbanon. Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar hafa rúmlega 7.700 manns fallið í árásum Ísraela og þar af mest konur og börn. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni ráðuneytisins að það að síma- og netsamband liggi niðri hafi líka lamað heilbrigðiskerfið, þar sem fólk geti ekki kallað eftir aðstoð. John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, sagði í vikunni að tölur frá Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem Hamas stýrir, væru ekki trúverðugar.
Ísrael Palestína Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir „Ótrúlega aumingjalegt“ Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi náðst samstaða í þinginu um tillögu sem breytti orðalagi ályktunarinnar á þá leið að grimmdarverk Hamas-samtakanna yrðu fordæmd í leiðinni. Þingmaður Pírata segir afstöðu Íslands aumingjalega. 28. október 2023 12:41 Ísland greiddi ekki atkvæði með tillögu um vopnahlé á Gasa Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi tekist að ná samstöðu um texta ályktunarinnar. 27. október 2023 22:03 Ráðherrar og herforingjar sagðir deila um innrás Ísraelski herinn er tilbúinn til innrásar á Gasaströndina en ráðamenn ríkisins og æðstu leiðtogar hersins eru ósammála um hvernig innrásin ætti að fara fram og jafnvel hvort eigi að gera hana yfir höfuð. Þá er sagt ríkja trúnaðarleysi milli ráðamanna og herforingja. 27. október 2023 15:03 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sjá meira
„Ótrúlega aumingjalegt“ Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi náðst samstaða í þinginu um tillögu sem breytti orðalagi ályktunarinnar á þá leið að grimmdarverk Hamas-samtakanna yrðu fordæmd í leiðinni. Þingmaður Pírata segir afstöðu Íslands aumingjalega. 28. október 2023 12:41
Ísland greiddi ekki atkvæði með tillögu um vopnahlé á Gasa Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi tekist að ná samstöðu um texta ályktunarinnar. 27. október 2023 22:03
Ráðherrar og herforingjar sagðir deila um innrás Ísraelski herinn er tilbúinn til innrásar á Gasaströndina en ráðamenn ríkisins og æðstu leiðtogar hersins eru ósammála um hvernig innrásin ætti að fara fram og jafnvel hvort eigi að gera hana yfir höfuð. Þá er sagt ríkja trúnaðarleysi milli ráðamanna og herforingja. 27. október 2023 15:03
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila