Hjásetan merki um fylgispekt við Bandaríkin Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 28. október 2023 20:16 Magnea segir að hjáseta Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum hafi verið fylgispekt, meðal annars við Bandaríkin. Stöð 2 Alþjóðastjórnmálafræðingur segir átökin í Ísrael og Palestínu teygja anga sína víða. Ljóst sé að ástandið hafi áhrif á alþjóðasamskipti fjölmargra ríkja. Hún telur hjásetu Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum merki um fylgispekt við Bandaríkin. Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur var búsett í Jerúsalem um nokkurt skeið. Hún segir ljóst að flest ríki heims vilji ekki að ástandið teygi anga sína víðar. „[Ísraelar] eru náttúrulega að gera það sem þeir segjast hafa ætlað að gera. Þeir eru að sýna Hamas í tvo heimana og eru búnir að reyna að minnsta kosti að rýma svæði þannig að þetta sé mannúðlegur hernaður eins og þeir kalla það. Þrátt fyrir það að það eru óbreyttir borgarar sem falla. Þetta auðvitað hefur áhrif. Það er ljóst að flestir vilji ekki að þetta fari úr böndunum. “ Ástandið ekki leyst með hernaði Bandaríkjamenn séu til að mynda búnir að senda flugmóðurskip til Ísrael. Þá hafi Netanjahú forsætisráðherra Ísraels sagt að Hamas væru ekki til sem samtök ef Íran hefði ekki stutt við bakið á þeim. „Það er búið að senda skilaboð. En það sem er á sama tíma að gerast er að svona ástand er ekki leyst með hernaði, það er nokkuð ljóst. Þar af leiðandi, og líka þegar þú ferð inn með þessum landhernaði og þessum mikla hernaði, þá réttlætir það frekari árásir þeirra sem standa með Hamas,“ segir Magnea og tekur Hezbollah-samtökin sem dæmi. Hún segir að þjóðarleiðtogar hafi reynt að leggja sitt af mörkum, til að mynda utanríkisráðherra Spánar, sem boðist hefur til að halda friðarviðræður. Ástandið hafi áhrif á samskipti fjölmargra ríkja, og þá megi nefna framtíðarviðræður Bandaríkjanna við Sádí-Arabíu, hvaða skilaboð verði send til Íran og svo áfram mætti halda. „Þetta er náttúrulega fylgispekt“ Hún telur að afstaða Íslendinga skipti máli, en Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa í gærkvöldi. „Vissulega hefur Ísland mikið að segja. Ég tek undir það að Ísland hafi alveg getað samþykkt þessa ályktun, þar sem þeir ákváðu að sitja hjá. Þeir geta í raun og veru staðið með mannúð hundrað prósent. Þeir eru búnir að fordæma hryðjuverk Hamas. Ef þeir hefðu viljað ítreka það þá hefðu þeir gert það í ræðu og það hefði farið í skjalasafnið hjá Sameinuðu þjóðunum; að Íslendingar hefðu ítrekað það. En þetta er náttúrulega fylgispekt, og meðal annars við Bandaríkin.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Utanríkismál Tengdar fréttir Skyndimótmæli í miðbænum Nokkur hundruð manns mættu á skyndimótmæli í miðbænum í dag. Félagið Ísland-Palestína boðaði í morgun til mótmælanna við utanríkisráðuneytið í dag, vegna þess að Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hlé á árásum Ísraela á Gasaströndinni. 28. október 2023 16:01 „Ótrúlega aumingjalegt“ Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi náðst samstaða í þinginu um tillögu sem breytti orðalagi ályktunarinnar á þá leið að grimmdarverk Hamas-samtakanna yrðu fordæmd í leiðinni. Þingmaður Pírata segir afstöðu Íslands aumingjalega. 28. október 2023 12:41 Segja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun um vopnahlé Þingmenn Vinstri grænna telja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun Jórdana á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi. Ályktunin var um tafarlaust vopnahlé á Gasaströndinni en Ísland sat hjá. 28. október 2023 12:06 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur var búsett í Jerúsalem um nokkurt skeið. Hún segir ljóst að flest ríki heims vilji ekki að ástandið teygi anga sína víðar. „[Ísraelar] eru náttúrulega að gera það sem þeir segjast hafa ætlað að gera. Þeir eru að sýna Hamas í tvo heimana og eru búnir að reyna að minnsta kosti að rýma svæði þannig að þetta sé mannúðlegur hernaður eins og þeir kalla það. Þrátt fyrir það að það eru óbreyttir borgarar sem falla. Þetta auðvitað hefur áhrif. Það er ljóst að flestir vilji ekki að þetta fari úr böndunum. “ Ástandið ekki leyst með hernaði Bandaríkjamenn séu til að mynda búnir að senda flugmóðurskip til Ísrael. Þá hafi Netanjahú forsætisráðherra Ísraels sagt að Hamas væru ekki til sem samtök ef Íran hefði ekki stutt við bakið á þeim. „Það er búið að senda skilaboð. En það sem er á sama tíma að gerast er að svona ástand er ekki leyst með hernaði, það er nokkuð ljóst. Þar af leiðandi, og líka þegar þú ferð inn með þessum landhernaði og þessum mikla hernaði, þá réttlætir það frekari árásir þeirra sem standa með Hamas,“ segir Magnea og tekur Hezbollah-samtökin sem dæmi. Hún segir að þjóðarleiðtogar hafi reynt að leggja sitt af mörkum, til að mynda utanríkisráðherra Spánar, sem boðist hefur til að halda friðarviðræður. Ástandið hafi áhrif á samskipti fjölmargra ríkja, og þá megi nefna framtíðarviðræður Bandaríkjanna við Sádí-Arabíu, hvaða skilaboð verði send til Íran og svo áfram mætti halda. „Þetta er náttúrulega fylgispekt“ Hún telur að afstaða Íslendinga skipti máli, en Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa í gærkvöldi. „Vissulega hefur Ísland mikið að segja. Ég tek undir það að Ísland hafi alveg getað samþykkt þessa ályktun, þar sem þeir ákváðu að sitja hjá. Þeir geta í raun og veru staðið með mannúð hundrað prósent. Þeir eru búnir að fordæma hryðjuverk Hamas. Ef þeir hefðu viljað ítreka það þá hefðu þeir gert það í ræðu og það hefði farið í skjalasafnið hjá Sameinuðu þjóðunum; að Íslendingar hefðu ítrekað það. En þetta er náttúrulega fylgispekt, og meðal annars við Bandaríkin.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Utanríkismál Tengdar fréttir Skyndimótmæli í miðbænum Nokkur hundruð manns mættu á skyndimótmæli í miðbænum í dag. Félagið Ísland-Palestína boðaði í morgun til mótmælanna við utanríkisráðuneytið í dag, vegna þess að Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hlé á árásum Ísraela á Gasaströndinni. 28. október 2023 16:01 „Ótrúlega aumingjalegt“ Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi náðst samstaða í þinginu um tillögu sem breytti orðalagi ályktunarinnar á þá leið að grimmdarverk Hamas-samtakanna yrðu fordæmd í leiðinni. Þingmaður Pírata segir afstöðu Íslands aumingjalega. 28. október 2023 12:41 Segja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun um vopnahlé Þingmenn Vinstri grænna telja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun Jórdana á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi. Ályktunin var um tafarlaust vopnahlé á Gasaströndinni en Ísland sat hjá. 28. október 2023 12:06 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Skyndimótmæli í miðbænum Nokkur hundruð manns mættu á skyndimótmæli í miðbænum í dag. Félagið Ísland-Palestína boðaði í morgun til mótmælanna við utanríkisráðuneytið í dag, vegna þess að Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hlé á árásum Ísraela á Gasaströndinni. 28. október 2023 16:01
„Ótrúlega aumingjalegt“ Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi náðst samstaða í þinginu um tillögu sem breytti orðalagi ályktunarinnar á þá leið að grimmdarverk Hamas-samtakanna yrðu fordæmd í leiðinni. Þingmaður Pírata segir afstöðu Íslands aumingjalega. 28. október 2023 12:41
Segja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun um vopnahlé Þingmenn Vinstri grænna telja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun Jórdana á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi. Ályktunin var um tafarlaust vopnahlé á Gasaströndinni en Ísland sat hjá. 28. október 2023 12:06