Hugleikur og Karen giftu sig með sínum hætti Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 29. október 2023 10:14 Ástin og gleðin voru svo sannarlega við völd í gærkvöldi. Búningarnir voru stórkostlegir og sumir ansi ógnvekjandi, eins og tvíburarar þeirrar Sunnevu og Baltasars. Grínistinn Hugleikur Dagsson og búningahönnuðurinn Karen Briem giftu sig í Tjarnarkirkju í Svarfaðardal í gær. Páll Óskar Hjálmtýsson stýrði athöfninni og gestir mættu í veisluna í stórkostlegum búningum enda hrekkjavakan á næsta leyti. Hugleikur og Karen byrjuðu að rugla saman reitum á fyrri hluta ársins 2021 og því verið saman í hálft þriðja ár. Listaspírur landsins fjölmenntu enda stór hluti af vinahóp nýbakaðra hjóna. Meginþorri gesta kom af höfuðborgarsvæðinu og mætti á föstudeginum þar sem hitað var upp í karaókí á kaffihúsinu Gísla, Eiríki og Helga á Dalvík. Fleira en kaffi var þó drukkið það kvöld enda myndaðist mikil stemmning. Margur söngfuglinn var mættur norður. View this post on Instagram A post shared by Dagsson 🖤 (@dagsson) Athöfnin fór fram í Tjarnarkirkju á laugardeginum þar sem Páll Óskar kom sér fyrir við altarið og stýrði athöfninni. Telja má líklegt að þau Hugleikur og Karen hafi látið pússa sig saman hjá sýslumanni áður en Páll Óskar stýrði athöfninni sem hefur þá verið táknræn. Hann söng lag sitt Allt fyrir ástina þegar nýbökuð hjón gengu út úr kirkjunni. Listakonan Ásdís Þula Þorláksdóttir sagði á Instagram aldrei hafa hlegið jafnmikið og grátið í brúðkaupi. Í framhaldinu hófst mikið grímuball þar sem hver ofurhetjan, kvikmyndastjarnan eða tónlistargoðsögnin mætti í veislusalinn. Ari Eldjárn og Tinna Brá Baldvinsdóttir voru á svæðinu, Baltasar Kormákur og Sunneva Weishappel, Saga Garðarsdóttir og Snorri Helgason, Lóa Hjálmtýsdóttir, Sandra Barilli, Árni Sveinsson, Guðmundur Óskar, Kristín Morthens, Jón Mýrdal og margir margir fleiri. View this post on Instagram A post shared by Dagsson 🖤 (@dagsson) Ari Eldjárn var á meðal ræðumanna og sagði skondnar sögu af þeim Hugleiki en þeir eiga það sameiginlegt að hafa gert grínið að ævistarfi sínu. Í stað brúðkaupstertu var útbúin pinjata sem Hugleikur og Karen, í ofurhetju búningi annars vegar og hræðilegum búningi hins vegar, gerðu sitt til að opna - eða slá köttinn úr tunnunni eins og það hefur verið kallað á íslensku. Snorri Helgason var í búningi Bítils, Saga er ólétt og brá sér í gervi Marge Gunderson - óléttrar lögreglukonu í bíómyndinni Fargo. Parið Baltasar og Sunneva voru frábær í hlutverki tvíburanna í The Shining eftir Stephen King. Fleiri stórkostlega búninga mátti sjá og greinilega mikill metnaður meðal veislugesta. Dalvíkurbyggð Tímamót Brúðkaup Hrekkjavaka Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Fleiri fréttir Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Sjá meira
Hugleikur og Karen byrjuðu að rugla saman reitum á fyrri hluta ársins 2021 og því verið saman í hálft þriðja ár. Listaspírur landsins fjölmenntu enda stór hluti af vinahóp nýbakaðra hjóna. Meginþorri gesta kom af höfuðborgarsvæðinu og mætti á föstudeginum þar sem hitað var upp í karaókí á kaffihúsinu Gísla, Eiríki og Helga á Dalvík. Fleira en kaffi var þó drukkið það kvöld enda myndaðist mikil stemmning. Margur söngfuglinn var mættur norður. View this post on Instagram A post shared by Dagsson 🖤 (@dagsson) Athöfnin fór fram í Tjarnarkirkju á laugardeginum þar sem Páll Óskar kom sér fyrir við altarið og stýrði athöfninni. Telja má líklegt að þau Hugleikur og Karen hafi látið pússa sig saman hjá sýslumanni áður en Páll Óskar stýrði athöfninni sem hefur þá verið táknræn. Hann söng lag sitt Allt fyrir ástina þegar nýbökuð hjón gengu út úr kirkjunni. Listakonan Ásdís Þula Þorláksdóttir sagði á Instagram aldrei hafa hlegið jafnmikið og grátið í brúðkaupi. Í framhaldinu hófst mikið grímuball þar sem hver ofurhetjan, kvikmyndastjarnan eða tónlistargoðsögnin mætti í veislusalinn. Ari Eldjárn og Tinna Brá Baldvinsdóttir voru á svæðinu, Baltasar Kormákur og Sunneva Weishappel, Saga Garðarsdóttir og Snorri Helgason, Lóa Hjálmtýsdóttir, Sandra Barilli, Árni Sveinsson, Guðmundur Óskar, Kristín Morthens, Jón Mýrdal og margir margir fleiri. View this post on Instagram A post shared by Dagsson 🖤 (@dagsson) Ari Eldjárn var á meðal ræðumanna og sagði skondnar sögu af þeim Hugleiki en þeir eiga það sameiginlegt að hafa gert grínið að ævistarfi sínu. Í stað brúðkaupstertu var útbúin pinjata sem Hugleikur og Karen, í ofurhetju búningi annars vegar og hræðilegum búningi hins vegar, gerðu sitt til að opna - eða slá köttinn úr tunnunni eins og það hefur verið kallað á íslensku. Snorri Helgason var í búningi Bítils, Saga er ólétt og brá sér í gervi Marge Gunderson - óléttrar lögreglukonu í bíómyndinni Fargo. Parið Baltasar og Sunneva voru frábær í hlutverki tvíburanna í The Shining eftir Stephen King. Fleiri stórkostlega búninga mátti sjá og greinilega mikill metnaður meðal veislugesta.
Dalvíkurbyggð Tímamót Brúðkaup Hrekkjavaka Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Fleiri fréttir Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Sjá meira