„Ömurlegt að fylgjast með alþjóðasamfélaginu bregðast Ísraelsmönnum“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 29. október 2023 21:01 Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, segir að Ísland hefði samþykkt tillögu um vopnahlé ef breytingartillaga Kanada hefði náð fram að ganga. Vísir/Vilhelm Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, segir ömurlegt að fylgjast með alþjóðasamfélaginu bregðast Ísraelsmönnum. Hún segir hjáseta Íslands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í samræmi við stefnur stjórnvalda. Fordæma eigi hryðjuverk Hamas en merki séu um að Ísraelar gangi of langt. Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um tillögu Jórdaníu um vopnahlé á Gasa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á föstudag. 120 lönd greiddu atkvæði með, 45 sátu hjá og 14 voru á móti. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni og sagði forsætisráðherra landsins í dag að Ísraelar hafi gengið of langt. Hjáseta íslenskra stjórnvalda hefur verið gagnrýnd, meðal annars af ríkisstjórnarflokki Vinstri grænna, en Diljá Mist segir afstöðuna eðlilega. Því miður hafi ekki náðst samstaða „Tillagan sem er lögð fram af Jórdaníu fyrir hönd Araba-hópsins, hún gekk ekki nógu langt varðandi það að fordæma árás Hamas og sömuleiðis að ávarpa þessa hræðilegu gíslatöku. Þess vegna studdu um níutíu ríki, og þar af allar okkar vina- og nágrannaþjóðir, breytingartillögu sem innibar þá þessi mikilvægu skilaboð sömuleiðis: annars vegar um hryðjuverkin og gíslatökuna og hins vegar um tafarlaust mannúðarhlé til þess að það væri hægt að koma að mannúðaraðstoð,“ segir Diljá Mist. Hún segir miður að breytingartillagan, sem Kanadamenn lögðu fram og meðal annars Bandaríkjamenn, sem studdu ekki upphaflegu tillöguna, greiddu atkvæði með, hafi ekki náð fram að ganga. Í stuttu máli var meiri áhersla lögð á fordæmingu á hryðjuverkum Hamas í breytingartillögu Kanada. Bandaríkjamenn greiddu til að mynda atkvæði móti upphaflegri tillögu Jórdaníu, sem 120 ríki samþykktu. Eins og fyrr segir sat Ísland hjá. Hér má sjá hvernig atkvæðagreiðslan fór.Twitter/UN Skjóti ekki skökku við „Þess vegna studdu um níutíu ríki, og þar af allar okkar vina- og nágrannaþjóðir, breytingartillögu sem innibar þá þessi mikilvægu skilaboð sömuleiðis: annars vegar um hryðjuverkin og gíslatökuna og hins vegar um tafarlaust mannúðarhlé til þess að það væri hægt að koma að mannúðaraðstoð. Sú breytingartillaga var ekki samþykkt og þar voru auðvitað dregnar skýrar línur.“ „Það er auðvitað ömurlegt til þess að hugsa að það sé ekki hægt að koma sér saman um það á þessum vettvangi; að fordæma hryðjuverk Hamas. Þess vegna kom til þess að tillagan var borin undir atkvæði óbreytt og þá ákvað sendinefnd Íslands, ásamt fjölmörgum vina- og nágrannaþjóðum, að sitja hjá en skýra jafnframt frá því í atkvæðagreiðslu að ítreka auðvitað ákall um vopnahlé og um tafarlausa mannúðaraðstoð,“ segir Diljá Mist enn fremur. Hún segir afstaða Íslands alls ekki skjóta skökku við: „Þetta er í fullu samræmi við okkar yfirlýsingar og okkar stefnu. Annars vegar um að fordæma harkalega þessi hræðilegu hryðjuverk Hamas og hins vegar um að kalla eftir tafarlausu vopnahléi til þess að það sé hægt að koma að mannúðaraðstoð.“ Merki um að Ísraelar gangi of langt Diljá Mist segir margt benda til þess að Ísraelar gangi of langt í gagnárásum, eins og hafi svo oft gerst, eftir hryðjuverk Hamas-liða og af hálfu annarra hryðjuverkasamtaka af sama meiði, sem framin hafi verið reglubundið í fimmtíu ár. „Þá höfum við séð harkalegar og allt of harkalegar gagnaðgerðir og við höfum ekki legið á skoðunum okkar varðandi það og komið þeim skilaboðum á framfæri víða, meðal annars undanfarna daga og vikur. En það dregur ekki úr þeim skilaboðum, þeim mikilvægu skilaboðum, að við fordæmum að sjálfsögðu hryðjuverk Hamas og það er ömurlegt að fylgjast með alþjóðasamfélaginu bregðast Ísraelsmönnum með þessum hætti,“ segir Diljá Mist að lokum. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Hjásetan merki um fylgispekt við Bandaríkin Alþjóðastjórnmálafræðingur segir átökin í Ísrael og Palestínu teygja anga sína víða. Ljóst sé að ástandið hafi áhrif á alþjóðasamskipti fjölmargra ríkja. Hún telur hjásetu Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum merki um fylgispekt við Bandaríkin. 28. október 2023 20:16 Ísraelar hafi farið yfir línuna Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs skýtur föstum skotum á Ísraela og segir þá hafa gengið of langt. Hann kveðst átta sig á sjálfsvarnarrétti ríkja en telur aðgerðir ekki samræmast meðalhófi. Ísraelar vísa ummælunum á bug. 29. október 2023 19:01 Segjast bæði geta útrýmt Hamas og frelsað gíslana Forsvarsmenn ísraelska hersins segja bæði hægt að útrýma Hamas-samtökunum og frelsa þá gísla sem vígamenn samtakanna halda á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna sögðu í gærkvöldi að samkomulag um frelsun gísla samtakanna hafi verið í sjónmáli. Yfirvöld í Ísrael hefðu tafið samkomulag. 29. október 2023 13:26 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um tillögu Jórdaníu um vopnahlé á Gasa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á föstudag. 120 lönd greiddu atkvæði með, 45 sátu hjá og 14 voru á móti. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni og sagði forsætisráðherra landsins í dag að Ísraelar hafi gengið of langt. Hjáseta íslenskra stjórnvalda hefur verið gagnrýnd, meðal annars af ríkisstjórnarflokki Vinstri grænna, en Diljá Mist segir afstöðuna eðlilega. Því miður hafi ekki náðst samstaða „Tillagan sem er lögð fram af Jórdaníu fyrir hönd Araba-hópsins, hún gekk ekki nógu langt varðandi það að fordæma árás Hamas og sömuleiðis að ávarpa þessa hræðilegu gíslatöku. Þess vegna studdu um níutíu ríki, og þar af allar okkar vina- og nágrannaþjóðir, breytingartillögu sem innibar þá þessi mikilvægu skilaboð sömuleiðis: annars vegar um hryðjuverkin og gíslatökuna og hins vegar um tafarlaust mannúðarhlé til þess að það væri hægt að koma að mannúðaraðstoð,“ segir Diljá Mist. Hún segir miður að breytingartillagan, sem Kanadamenn lögðu fram og meðal annars Bandaríkjamenn, sem studdu ekki upphaflegu tillöguna, greiddu atkvæði með, hafi ekki náð fram að ganga. Í stuttu máli var meiri áhersla lögð á fordæmingu á hryðjuverkum Hamas í breytingartillögu Kanada. Bandaríkjamenn greiddu til að mynda atkvæði móti upphaflegri tillögu Jórdaníu, sem 120 ríki samþykktu. Eins og fyrr segir sat Ísland hjá. Hér má sjá hvernig atkvæðagreiðslan fór.Twitter/UN Skjóti ekki skökku við „Þess vegna studdu um níutíu ríki, og þar af allar okkar vina- og nágrannaþjóðir, breytingartillögu sem innibar þá þessi mikilvægu skilaboð sömuleiðis: annars vegar um hryðjuverkin og gíslatökuna og hins vegar um tafarlaust mannúðarhlé til þess að það væri hægt að koma að mannúðaraðstoð. Sú breytingartillaga var ekki samþykkt og þar voru auðvitað dregnar skýrar línur.“ „Það er auðvitað ömurlegt til þess að hugsa að það sé ekki hægt að koma sér saman um það á þessum vettvangi; að fordæma hryðjuverk Hamas. Þess vegna kom til þess að tillagan var borin undir atkvæði óbreytt og þá ákvað sendinefnd Íslands, ásamt fjölmörgum vina- og nágrannaþjóðum, að sitja hjá en skýra jafnframt frá því í atkvæðagreiðslu að ítreka auðvitað ákall um vopnahlé og um tafarlausa mannúðaraðstoð,“ segir Diljá Mist enn fremur. Hún segir afstaða Íslands alls ekki skjóta skökku við: „Þetta er í fullu samræmi við okkar yfirlýsingar og okkar stefnu. Annars vegar um að fordæma harkalega þessi hræðilegu hryðjuverk Hamas og hins vegar um að kalla eftir tafarlausu vopnahléi til þess að það sé hægt að koma að mannúðaraðstoð.“ Merki um að Ísraelar gangi of langt Diljá Mist segir margt benda til þess að Ísraelar gangi of langt í gagnárásum, eins og hafi svo oft gerst, eftir hryðjuverk Hamas-liða og af hálfu annarra hryðjuverkasamtaka af sama meiði, sem framin hafi verið reglubundið í fimmtíu ár. „Þá höfum við séð harkalegar og allt of harkalegar gagnaðgerðir og við höfum ekki legið á skoðunum okkar varðandi það og komið þeim skilaboðum á framfæri víða, meðal annars undanfarna daga og vikur. En það dregur ekki úr þeim skilaboðum, þeim mikilvægu skilaboðum, að við fordæmum að sjálfsögðu hryðjuverk Hamas og það er ömurlegt að fylgjast með alþjóðasamfélaginu bregðast Ísraelsmönnum með þessum hætti,“ segir Diljá Mist að lokum.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Hjásetan merki um fylgispekt við Bandaríkin Alþjóðastjórnmálafræðingur segir átökin í Ísrael og Palestínu teygja anga sína víða. Ljóst sé að ástandið hafi áhrif á alþjóðasamskipti fjölmargra ríkja. Hún telur hjásetu Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum merki um fylgispekt við Bandaríkin. 28. október 2023 20:16 Ísraelar hafi farið yfir línuna Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs skýtur föstum skotum á Ísraela og segir þá hafa gengið of langt. Hann kveðst átta sig á sjálfsvarnarrétti ríkja en telur aðgerðir ekki samræmast meðalhófi. Ísraelar vísa ummælunum á bug. 29. október 2023 19:01 Segjast bæði geta útrýmt Hamas og frelsað gíslana Forsvarsmenn ísraelska hersins segja bæði hægt að útrýma Hamas-samtökunum og frelsa þá gísla sem vígamenn samtakanna halda á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna sögðu í gærkvöldi að samkomulag um frelsun gísla samtakanna hafi verið í sjónmáli. Yfirvöld í Ísrael hefðu tafið samkomulag. 29. október 2023 13:26 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Hjásetan merki um fylgispekt við Bandaríkin Alþjóðastjórnmálafræðingur segir átökin í Ísrael og Palestínu teygja anga sína víða. Ljóst sé að ástandið hafi áhrif á alþjóðasamskipti fjölmargra ríkja. Hún telur hjásetu Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum merki um fylgispekt við Bandaríkin. 28. október 2023 20:16
Ísraelar hafi farið yfir línuna Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs skýtur föstum skotum á Ísraela og segir þá hafa gengið of langt. Hann kveðst átta sig á sjálfsvarnarrétti ríkja en telur aðgerðir ekki samræmast meðalhófi. Ísraelar vísa ummælunum á bug. 29. október 2023 19:01
Segjast bæði geta útrýmt Hamas og frelsað gíslana Forsvarsmenn ísraelska hersins segja bæði hægt að útrýma Hamas-samtökunum og frelsa þá gísla sem vígamenn samtakanna halda á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna sögðu í gærkvöldi að samkomulag um frelsun gísla samtakanna hafi verið í sjónmáli. Yfirvöld í Ísrael hefðu tafið samkomulag. 29. október 2023 13:26