Skoðum brjóstin allt árið Ólöf Kristjana Bjarnadóttir og Helga Tryggvadóttir skrifa 30. október 2023 10:01 Bleiki mánuðurinn október rennur senn sitt skeið en hann er okkur vitundarvakning um brjóstakrabbamein, algengasta krabbamein sem konur fá. Bara hér á Íslandi greinast ár hvert um það bil 260 konur með sjúkdóminn og tilfellum fjölgar ár frá ári. Horfur flestra kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein eru sem betur fer góðar enda eru hér á landi nær 4000 konur á lífi í dag sem greinst hafa með sjúkdóminn. Flestar konur sem greinast með brjóstakrabbamein eru við greiningu með staðbundið mein í brjósti og stundum einnig eitlum í holhönd og stendur þá til boða skurðaðgerð í læknandi tilgangi þar sem mein er fjarlægt. Háð umfangi sjúkdóms og öðrum eiginleikum krabbameinsins er langflestum konum ráðlagt að gangast undir viðbótarmeðferð sem dregur úr líkum á því að brjóstakrabbameinið komi til baka. Viðbótarmeðferð getur meðal annars falið í sér geislameðferð, krabbameinslyfjameðferð og andhormónameðferð. Rannsóknir hafa sýnt að slík meðferð dregur verulega úr fjölda þeirra kvenna sem greinast aftur með sjúkdóminn en við endurgreiningu hefur krabbameinið því miður oft náð að dreifa sér um líkamann og við lítum enn þann dag í dag á sem langvinnan sjúkdóm sem ekki er hægt að lækna. Viðbótarmeðferðin gegnir því gríðarlega mikilvægu hlutverki til þess að auka lífslíkur kvenna eftir að þær hafa greinst með brjóstakrabbamein. Þökk sé framförum í krabbameinsmeðferð lifa konur með langvinnt brjóstakrabbamein nú lengur en áður. Þrátt fyrir fleiri og bætta meðferðarmöguleika sem skila betri horfum gildir enn að því fyrr sem brjóstakrabbamein greinist því betra. Því umfangsminna sem meinið er við greiningu og því hagstæðari eiginleika meinið sýnir, því umfangsminni er viðbótarmeðferðin að jafnaði og eru þá jafnframt aukaverkanir oftast minni. Brjóstaskimun hjá einkennalausum konum er mikilvæg leið til að greina brjóstakrabbameinin áður en meinin valda einkennum. Á Íslandi eru allar konur á aldrinum fjörutíu ára til sjötíu og fjögurra ára reglulega boðaðar í skimun. Undanfarin ár hefur þátttakan í brjóstaskimun á Íslandi verið lág og síðastliðin tvö ár rétt yfir 50% sem er mun lægra en á hinum Norðurlöndunum. Rannsóknir hafa sýnt að brjóstaskimun bjargar mannslífum og horfur einstaklinga sem greinast með brjóstakrabbamein í gegnum skimun eru betri en þeirra sem greinast vegna einkenna. Það er því mikilvægt að auka þátttöku í brjóstaskimun til að greina meinin fyrr. Þrátt fyrir að október sé að líða undir lok heldur baráttan gegn brjóstakrabbameini áfram og mikilvægt að konur séu áfram vakandi fyrir einkennum þess. Ef konur finna fyrirferð í brjósti er mikilvægt að leita læknisaðstoðar þar sem þörf er á ítarlegri rannsóknum. Við viljum því hvetja allar konur til þess skoða reglulega brjóstin sín og skreppa í skimun þegar boðun berst, alla mánuði ársins. Höfundar eru krabbameinslæknar á Landspítalanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Bleiki mánuðurinn október rennur senn sitt skeið en hann er okkur vitundarvakning um brjóstakrabbamein, algengasta krabbamein sem konur fá. Bara hér á Íslandi greinast ár hvert um það bil 260 konur með sjúkdóminn og tilfellum fjölgar ár frá ári. Horfur flestra kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein eru sem betur fer góðar enda eru hér á landi nær 4000 konur á lífi í dag sem greinst hafa með sjúkdóminn. Flestar konur sem greinast með brjóstakrabbamein eru við greiningu með staðbundið mein í brjósti og stundum einnig eitlum í holhönd og stendur þá til boða skurðaðgerð í læknandi tilgangi þar sem mein er fjarlægt. Háð umfangi sjúkdóms og öðrum eiginleikum krabbameinsins er langflestum konum ráðlagt að gangast undir viðbótarmeðferð sem dregur úr líkum á því að brjóstakrabbameinið komi til baka. Viðbótarmeðferð getur meðal annars falið í sér geislameðferð, krabbameinslyfjameðferð og andhormónameðferð. Rannsóknir hafa sýnt að slík meðferð dregur verulega úr fjölda þeirra kvenna sem greinast aftur með sjúkdóminn en við endurgreiningu hefur krabbameinið því miður oft náð að dreifa sér um líkamann og við lítum enn þann dag í dag á sem langvinnan sjúkdóm sem ekki er hægt að lækna. Viðbótarmeðferðin gegnir því gríðarlega mikilvægu hlutverki til þess að auka lífslíkur kvenna eftir að þær hafa greinst með brjóstakrabbamein. Þökk sé framförum í krabbameinsmeðferð lifa konur með langvinnt brjóstakrabbamein nú lengur en áður. Þrátt fyrir fleiri og bætta meðferðarmöguleika sem skila betri horfum gildir enn að því fyrr sem brjóstakrabbamein greinist því betra. Því umfangsminna sem meinið er við greiningu og því hagstæðari eiginleika meinið sýnir, því umfangsminni er viðbótarmeðferðin að jafnaði og eru þá jafnframt aukaverkanir oftast minni. Brjóstaskimun hjá einkennalausum konum er mikilvæg leið til að greina brjóstakrabbameinin áður en meinin valda einkennum. Á Íslandi eru allar konur á aldrinum fjörutíu ára til sjötíu og fjögurra ára reglulega boðaðar í skimun. Undanfarin ár hefur þátttakan í brjóstaskimun á Íslandi verið lág og síðastliðin tvö ár rétt yfir 50% sem er mun lægra en á hinum Norðurlöndunum. Rannsóknir hafa sýnt að brjóstaskimun bjargar mannslífum og horfur einstaklinga sem greinast með brjóstakrabbamein í gegnum skimun eru betri en þeirra sem greinast vegna einkenna. Það er því mikilvægt að auka þátttöku í brjóstaskimun til að greina meinin fyrr. Þrátt fyrir að október sé að líða undir lok heldur baráttan gegn brjóstakrabbameini áfram og mikilvægt að konur séu áfram vakandi fyrir einkennum þess. Ef konur finna fyrirferð í brjósti er mikilvægt að leita læknisaðstoðar þar sem þörf er á ítarlegri rannsóknum. Við viljum því hvetja allar konur til þess skoða reglulega brjóstin sín og skreppa í skimun þegar boðun berst, alla mánuði ársins. Höfundar eru krabbameinslæknar á Landspítalanum.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun