Skilur ekki stjórnmálafólk sem horfi upp á ástandið í samfélaginu Árni Sæberg skrifar 30. október 2023 12:27 Vilhjálmur Birgisson er formaður SGS. Vísir/Vilhelm Formaður Starfsgreinasambandsins segir að helsta niðurstaða þings SGS, sem lauk á föstudag, hafi verið að ganga til kjarasamninga með það að markmiði að semja í anda lífskjarasamningsins svokallaða. Þá segist hann ekki skilja stjórnmálafólk sem hafi lítinn áhuga á því ástandi sem ríkir í samfélaginu. Vilhjálmur Birgisson hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í formannskjöri á þingi SGS, sem haldið var í síðustu viku. Hann var gestur Bítisins á Bylgjunni í morgun og sagði að ýmsar mikilvægar ályktanir hafi verið samþykktar á þinginu. „Það skiptir alveg höfuðmáli í komandi kjarasamningum, og það var þema þessa þings, að aðkoma ríkis og sveitarfélaga, og jafnvel verslunar og þjónustu, að þessum samningum sem við erum, að ráðast í núna, þarf að vera umtalsverð. Það var niðurstaðan okkar á þinginu að við viljum semja í anda lífskjarasamningana sem við gerðum árið 2019.“ Vill breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Þá hafi aðkoma stjórnvalda verið umtalsverð, til dæmis hafi þau stutt kjarasamningana um áttatíu milljarða og sveitarfélög skuldbundið sig til þess að hækkja gjaldskrár ekki meira en 2,5 prósent. „Þannig að okkur tókst að hækka ráðstöfunartekjur okkar félagsmanna með fleiri þáttum en bara beinum launahækkunum. En nota bene, staðan þá miðað við það sem er núna, þá voru stýrivextir í 4,5 prósentum, þeir eru í 9,25 prósent núna. Verðbólgan var í 4,5 prósent minnir mig en er átta prósent núna. Núna er krafan okkar með þeim hætti að við krefjumst þess að hér verði tekið upp heilbrigt og eðlilegt húsnæðislánakerfi.“ Þá segir hann að SGS muni krefjast þess að Landsbankanum verði breytt í svokallaðan samfélagsbanka. Það þýði til að mynda að arðemiskrafa bankans yrði lækkuð, en hún sé í dag á bilinu tólf til fjórtán prósent. Einn af hverjum þremur með yfirdrátt Vilhjálmur segir þó að hingað til hafi lítill sem enginn pólitískur vilji verið til þessa. „Ég skil í raun og veru ekki stjórnmálamenn sem sitja á hinu háa Alþingi, og líka stjórnvöld, sem horfa upp á það ástand sem ríkir í íslensku samfélagi. Sem dæmi þá eru 35 prósent félagsmanna Starfsgreinasamband Íslands með yfirdráttarlán samkvæmt Vörðu, sem er rannsóknarstofnun aðila vinnumarkaðsins. Þeir gerðu rannsókn fyrir okkur og þar kom fram að upp undir 35 prósent félagsmanna eru nauðbeygðir til framfleyta sér á sautján prósent yfirdrætti,“ segir hann. Viðtal við Vilhjálm má heyra í heild sinni hér að neðan: Kjaramál Bítið Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í formannskjöri á þingi SGS, sem haldið var í síðustu viku. Hann var gestur Bítisins á Bylgjunni í morgun og sagði að ýmsar mikilvægar ályktanir hafi verið samþykktar á þinginu. „Það skiptir alveg höfuðmáli í komandi kjarasamningum, og það var þema þessa þings, að aðkoma ríkis og sveitarfélaga, og jafnvel verslunar og þjónustu, að þessum samningum sem við erum, að ráðast í núna, þarf að vera umtalsverð. Það var niðurstaðan okkar á þinginu að við viljum semja í anda lífskjarasamningana sem við gerðum árið 2019.“ Vill breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Þá hafi aðkoma stjórnvalda verið umtalsverð, til dæmis hafi þau stutt kjarasamningana um áttatíu milljarða og sveitarfélög skuldbundið sig til þess að hækkja gjaldskrár ekki meira en 2,5 prósent. „Þannig að okkur tókst að hækka ráðstöfunartekjur okkar félagsmanna með fleiri þáttum en bara beinum launahækkunum. En nota bene, staðan þá miðað við það sem er núna, þá voru stýrivextir í 4,5 prósentum, þeir eru í 9,25 prósent núna. Verðbólgan var í 4,5 prósent minnir mig en er átta prósent núna. Núna er krafan okkar með þeim hætti að við krefjumst þess að hér verði tekið upp heilbrigt og eðlilegt húsnæðislánakerfi.“ Þá segir hann að SGS muni krefjast þess að Landsbankanum verði breytt í svokallaðan samfélagsbanka. Það þýði til að mynda að arðemiskrafa bankans yrði lækkuð, en hún sé í dag á bilinu tólf til fjórtán prósent. Einn af hverjum þremur með yfirdrátt Vilhjálmur segir þó að hingað til hafi lítill sem enginn pólitískur vilji verið til þessa. „Ég skil í raun og veru ekki stjórnmálamenn sem sitja á hinu háa Alþingi, og líka stjórnvöld, sem horfa upp á það ástand sem ríkir í íslensku samfélagi. Sem dæmi þá eru 35 prósent félagsmanna Starfsgreinasamband Íslands með yfirdráttarlán samkvæmt Vörðu, sem er rannsóknarstofnun aðila vinnumarkaðsins. Þeir gerðu rannsókn fyrir okkur og þar kom fram að upp undir 35 prósent félagsmanna eru nauðbeygðir til framfleyta sér á sautján prósent yfirdrætti,“ segir hann. Viðtal við Vilhjálm má heyra í heild sinni hér að neðan:
Kjaramál Bítið Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira