Draumafermingarferð á Villa Park: Fékk treyju frá hetjunni sinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. október 2023 09:01 Moussa Diaby faðmar Skarphéðin Orra Albertsson, ungan íslenskan stuðningsmann Aston Villa. aðsend Ungur stuðningsmaður Aston Villa fékk treyju frá uppáhalds leikmanni sínum í liðinu í fyrstu ferð sinni á Villa Park. Hinn fjórtán ára Skarphéðinn Orri Albertsson gleymir eflaust ekki heimsókn sinni á Villa Park um helgina í bráð. Hann sá ekki bara sína menn vinna öruggan sigur á Luton Town, 4-1, heldur fékk hann treyju og faðmlag frá sínum eftirlætis leikmanni, Frakkanum Moussa Diaby. Skarphéðinn fékk ferð á Villa Park í fermingargjöf frá föðurbróður sínum, Halldóri Orra Skarphéðinssyni, og þeir frændur skelltu sér svo til Birmingham um helgina. „Það var búinn að vera draumur lengi hjá okkur frændunum að fara á Villa Park. Það var vetrarfrí í skólanum og tilvalinn tími til að í þessa ferð. Hann er grjótharður Villa-maður, eins og ég, og hefur verið frá barnsaldri,“ sagði Halldór í samtali við Vísi. Þeir frændurnir byrjuðu á því að fara á leik Wolves og Newcastle United á laugardaginn. Hann endaði með 2-2 jafntefli. Daginn eftir var svo komið að stóru stundinni, leik á Villa Park. Allt úthugsað „Drengurinn var búinn að hugsa það alveg út í gegn hvað hann ætlaði að gera. Ég fékk mjög góða miða á völlinn. Hann leitaði að staðsetningunni og fór hugsa hvort hetjan hans, Moussa Diaby, væri að spila á þessum kanti,“ sagði Halldór. „Við mættum þremur tímum fyrir leik og hann var búinn að búa til skilti þar sem hann óskaði eftir því að fá treyjuna hans Diaby. Hann kom sér fyrir á girðingunni þar sem leikmennirnir á völlinn. Þá var hann tilbúinn með skiltið og þegar Diaby kom úr rútunni var hann búinn að koma auga á hann og vinkaði honum.“ Skarphéðinn með skiltið góða.aðsend Þeir frændur fóru svo inn á völlinn. Skarphéðinn fylgdist með upphitun leikmannanna og hélt allan tímann á skiltinu og kallaði á Diaby sem tók vel eftir drengnum og brosti til hans. Treyjan er þín „Þegar þegar þrjátíu mínútur eru eftir af leiknum sagði ég honum að fara aðeins framar. Þá var Luton í sókn og Diaby einn frammi. Hann veifaði honum og Diaby horfði á og gaf til kynna að treyjan væri hans þegar leikurinn væri búinn,“ sagði Halldór. „Svo kom bara að því. Eftir leikinn kom Diaby beint til hans og faðmaði hann og ég náði geggjuðu Kodak-augnabliki af þeim. Það var frábært að sjá drenginn fá það sem hann vann fyrir frá hetjunni sinni.“ Klippa: Fékk treyju frá hetjunni sinni Ekki nóg með að Diaby hafi faðmað Skarphéðin og gefið honum treyjuna sína heldur svaraði hann færslu Halldórs á X þar sem hann sagði frá þessari skemmtilegu uppákomu. One happy kid at Villa Park today. Thank you @MoussaDiaby_19 and @AVFCOfficial Up the Villa! @Fotboltinet pic.twitter.com/KWrxzA19IL— Dóri Skarp (@doriskarp) October 29, 2023 „Drengurinn var alveg í skýjunum,“ sagði Halldór sem smitaði Skarphéðin af Villa ástinni. „Við höfum verið nánir frá því hann var ungur strákur og hann hefur alltaf litið upp til mín. Ég var alltaf að gefa honum Villa treyjur og varning. Inni í herberginu hans er ekkert nema Villa dót.“ Strax byrjaður að safna fyrir næstu ferð Halldór var ekki síður ánægður með ferðina en Skarphéðinn frændi sinn. „Við fengum algjöra sýningu. Diaby var kosinn maður leiksins og Skarphéðinn fékk treyjuna hans. Það er bara geggjað að hann fengi að upplifa þetta. Ég var líka farinn að skjálfa á tímabili,“ sagði Halldór. Skarphéðinn og Halldór Ingi Skarphéðinsson fyrir utan Villa Park.aðsend Ferðin um helgina var fyrsta ferð þeirra frænda á Villa Park en ekki sú síðasta. „Hann er byrjaður að safna fyrir næstu ferð. Vonandi verður þetta árlegt hjá okkur frændunum,“ sagði Halldór að lokum. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjá meira
Hinn fjórtán ára Skarphéðinn Orri Albertsson gleymir eflaust ekki heimsókn sinni á Villa Park um helgina í bráð. Hann sá ekki bara sína menn vinna öruggan sigur á Luton Town, 4-1, heldur fékk hann treyju og faðmlag frá sínum eftirlætis leikmanni, Frakkanum Moussa Diaby. Skarphéðinn fékk ferð á Villa Park í fermingargjöf frá föðurbróður sínum, Halldóri Orra Skarphéðinssyni, og þeir frændur skelltu sér svo til Birmingham um helgina. „Það var búinn að vera draumur lengi hjá okkur frændunum að fara á Villa Park. Það var vetrarfrí í skólanum og tilvalinn tími til að í þessa ferð. Hann er grjótharður Villa-maður, eins og ég, og hefur verið frá barnsaldri,“ sagði Halldór í samtali við Vísi. Þeir frændurnir byrjuðu á því að fara á leik Wolves og Newcastle United á laugardaginn. Hann endaði með 2-2 jafntefli. Daginn eftir var svo komið að stóru stundinni, leik á Villa Park. Allt úthugsað „Drengurinn var búinn að hugsa það alveg út í gegn hvað hann ætlaði að gera. Ég fékk mjög góða miða á völlinn. Hann leitaði að staðsetningunni og fór hugsa hvort hetjan hans, Moussa Diaby, væri að spila á þessum kanti,“ sagði Halldór. „Við mættum þremur tímum fyrir leik og hann var búinn að búa til skilti þar sem hann óskaði eftir því að fá treyjuna hans Diaby. Hann kom sér fyrir á girðingunni þar sem leikmennirnir á völlinn. Þá var hann tilbúinn með skiltið og þegar Diaby kom úr rútunni var hann búinn að koma auga á hann og vinkaði honum.“ Skarphéðinn með skiltið góða.aðsend Þeir frændur fóru svo inn á völlinn. Skarphéðinn fylgdist með upphitun leikmannanna og hélt allan tímann á skiltinu og kallaði á Diaby sem tók vel eftir drengnum og brosti til hans. Treyjan er þín „Þegar þegar þrjátíu mínútur eru eftir af leiknum sagði ég honum að fara aðeins framar. Þá var Luton í sókn og Diaby einn frammi. Hann veifaði honum og Diaby horfði á og gaf til kynna að treyjan væri hans þegar leikurinn væri búinn,“ sagði Halldór. „Svo kom bara að því. Eftir leikinn kom Diaby beint til hans og faðmaði hann og ég náði geggjuðu Kodak-augnabliki af þeim. Það var frábært að sjá drenginn fá það sem hann vann fyrir frá hetjunni sinni.“ Klippa: Fékk treyju frá hetjunni sinni Ekki nóg með að Diaby hafi faðmað Skarphéðin og gefið honum treyjuna sína heldur svaraði hann færslu Halldórs á X þar sem hann sagði frá þessari skemmtilegu uppákomu. One happy kid at Villa Park today. Thank you @MoussaDiaby_19 and @AVFCOfficial Up the Villa! @Fotboltinet pic.twitter.com/KWrxzA19IL— Dóri Skarp (@doriskarp) October 29, 2023 „Drengurinn var alveg í skýjunum,“ sagði Halldór sem smitaði Skarphéðin af Villa ástinni. „Við höfum verið nánir frá því hann var ungur strákur og hann hefur alltaf litið upp til mín. Ég var alltaf að gefa honum Villa treyjur og varning. Inni í herberginu hans er ekkert nema Villa dót.“ Strax byrjaður að safna fyrir næstu ferð Halldór var ekki síður ánægður með ferðina en Skarphéðinn frændi sinn. „Við fengum algjöra sýningu. Diaby var kosinn maður leiksins og Skarphéðinn fékk treyjuna hans. Það er bara geggjað að hann fengi að upplifa þetta. Ég var líka farinn að skjálfa á tímabili,“ sagði Halldór. Skarphéðinn og Halldór Ingi Skarphéðinsson fyrir utan Villa Park.aðsend Ferðin um helgina var fyrsta ferð þeirra frænda á Villa Park en ekki sú síðasta. „Hann er byrjaður að safna fyrir næstu ferð. Vonandi verður þetta árlegt hjá okkur frændunum,“ sagði Halldór að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjá meira