Farsakennd atburðarás um atkvæðagreiðslu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. október 2023 19:01 Katrín Jakobsdóttir fékk tölvupóst um ákvörðun Íslands nokkrum mínútum áður en atkvæðagreiðsla fór fram. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir fá fordæmi fyrir annarri eins togstreitu hjá stjórnarflokkunum eins og í þessu máli. Logi Már Einarsson varaformaður Samfylkingar er á sama máli. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir málið hafa verið í hefðbundnum farvegi. Vísir/Arnar Forsætisráðherra barst tölvupóstur um ákvörðun um hjásetu Íslands í atkvæðagreiðslu um vopnahlé á Gasa, nokkrum mínútum áður en hún fór fram hjá Sameinuðu þjóðunum. Hún segir að ekkert samráð hafi verið haft við sig. Utanríkisráðherra telur ferlið hefðbundið. Stjórnarandstaðan segir málið nærri fordæmalaust. Það var á föstudaginn sem atburðarásin í málinu hófst þegar tilkynnt var um að Ísland hefði setið hjá í atkvæðagreiðslu um tillögu Jórdaníu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Tillagan var hins vegar samþykkt á þinginu með meirihluta atkvæða. Þingflokkur Vinstri grænna lýsti því svo yfir á laugardag að Ísland hefði átt að greiða atkvæði með tillögunni. Þá gaf forsætisráðherra út í fjölmiðlum í gær að hún hafi ekki verið með í ráðum þegar ákvörðunin var tekin, það hefði átt að styðja tillöguna um vopnahléð. Ýmsir hafa stigið fram og gagnrýnt forsætisráðherra harðlega í málinu. Málið var svo tekið fyrir í utanríkismálanefnd í morgun þar sem Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra gaf þessar skýringar: „Forsætisráðuneytið hafði allar upplýsingar um það hvernig til stóð að greiða atkvæði og með hvaða áherslum við myndum gera það á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Og það var áður en atkvæðagreiðslan fór fram, áður en ræðan var flutt og það var allt í mjög hefðbundnu ferli. Þar sem samráðið fer fram í gegnum alþjóðafulltrúann,“segir Bjarni Benediktsson. Forsætisráðherra gaf ekki kost á viðtali í dag þar sem hún er erlendis en fréttastofa fékk síðdegis þær skýringar að Katrín Jakobsdóttir hefði vitað af því hvernig Ísland myndi greiða atkvæði um ellefu mínútum áður en það var gert. Hún hafi ekki séð póstinn fyrr en eftir atkvæðagreiðsluna og ekkert samráð hafi verið haft við hana um ákvörðunina. Fá fordæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar situr í utanríkismálanefnd. Hún var hugsi eftir skýringar utanríkisráðherra fyrir nefndinni í málinu í morgun. „Það stendur eftir sú spurning af hverju við fórum ekki í að vera með í þessari ályktun sem öll EFTA-ríkin, Noregur, Sviss og Liechtenstein og fleiri ríki studdu. Þetta er ekki góður bragur á því hvernig ríkisstjórn á að virka. Það eru fá fordæmi fyrir slíku,“ segir Þorgerður. Logi Már Einarsson varaformaður Samfylkingar og annar varaformaður utanríkismálanefndar sagði þetta í morgun: „Það er auðvitað óheppilegt að ríkisstjórnin sé klofin í málinu. Í fyrsta lagi er þessi ákvörðun um að sitja hjá mjög sérstök í ljósi orðalagsins í áskoruninni. Það eru fá fordæmi fyrir því að tveir stjórnarflokkar séu ósammála í grundvallaratriðum þegar kemur að slíkri ályktun. Það er nú lágmarkskrafa að fólk sé samstíga í slíkum málum,“ segir Logi Bjarni Jónsson þingmaðu fyrsti varaformaður Vinstri grænna í utanríkismálanefnd.Vísir/Arnar Bjarni Jónsson fyrsti varaformaður nefndarinnar og þingmaður Vinstri grænna vildi ekki taka undir það að ríkisstjórnin væri klofin. Þegar hann var spurður að því hvort ríkisstjórnin væri samstíga í málinu svaraði hann: „ Ég hef ekki nokkra trú á öðru,“ sagði Bjarni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira
Það var á föstudaginn sem atburðarásin í málinu hófst þegar tilkynnt var um að Ísland hefði setið hjá í atkvæðagreiðslu um tillögu Jórdaníu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Tillagan var hins vegar samþykkt á þinginu með meirihluta atkvæða. Þingflokkur Vinstri grænna lýsti því svo yfir á laugardag að Ísland hefði átt að greiða atkvæði með tillögunni. Þá gaf forsætisráðherra út í fjölmiðlum í gær að hún hafi ekki verið með í ráðum þegar ákvörðunin var tekin, það hefði átt að styðja tillöguna um vopnahléð. Ýmsir hafa stigið fram og gagnrýnt forsætisráðherra harðlega í málinu. Málið var svo tekið fyrir í utanríkismálanefnd í morgun þar sem Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra gaf þessar skýringar: „Forsætisráðuneytið hafði allar upplýsingar um það hvernig til stóð að greiða atkvæði og með hvaða áherslum við myndum gera það á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Og það var áður en atkvæðagreiðslan fór fram, áður en ræðan var flutt og það var allt í mjög hefðbundnu ferli. Þar sem samráðið fer fram í gegnum alþjóðafulltrúann,“segir Bjarni Benediktsson. Forsætisráðherra gaf ekki kost á viðtali í dag þar sem hún er erlendis en fréttastofa fékk síðdegis þær skýringar að Katrín Jakobsdóttir hefði vitað af því hvernig Ísland myndi greiða atkvæði um ellefu mínútum áður en það var gert. Hún hafi ekki séð póstinn fyrr en eftir atkvæðagreiðsluna og ekkert samráð hafi verið haft við hana um ákvörðunina. Fá fordæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar situr í utanríkismálanefnd. Hún var hugsi eftir skýringar utanríkisráðherra fyrir nefndinni í málinu í morgun. „Það stendur eftir sú spurning af hverju við fórum ekki í að vera með í þessari ályktun sem öll EFTA-ríkin, Noregur, Sviss og Liechtenstein og fleiri ríki studdu. Þetta er ekki góður bragur á því hvernig ríkisstjórn á að virka. Það eru fá fordæmi fyrir slíku,“ segir Þorgerður. Logi Már Einarsson varaformaður Samfylkingar og annar varaformaður utanríkismálanefndar sagði þetta í morgun: „Það er auðvitað óheppilegt að ríkisstjórnin sé klofin í málinu. Í fyrsta lagi er þessi ákvörðun um að sitja hjá mjög sérstök í ljósi orðalagsins í áskoruninni. Það eru fá fordæmi fyrir því að tveir stjórnarflokkar séu ósammála í grundvallaratriðum þegar kemur að slíkri ályktun. Það er nú lágmarkskrafa að fólk sé samstíga í slíkum málum,“ segir Logi Bjarni Jónsson þingmaðu fyrsti varaformaður Vinstri grænna í utanríkismálanefnd.Vísir/Arnar Bjarni Jónsson fyrsti varaformaður nefndarinnar og þingmaður Vinstri grænna vildi ekki taka undir það að ríkisstjórnin væri klofin. Þegar hann var spurður að því hvort ríkisstjórnin væri samstíga í málinu svaraði hann: „ Ég hef ekki nokkra trú á öðru,“ sagði Bjarni.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira