Farsakennd atburðarás um atkvæðagreiðslu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. október 2023 19:01 Katrín Jakobsdóttir fékk tölvupóst um ákvörðun Íslands nokkrum mínútum áður en atkvæðagreiðsla fór fram. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir fá fordæmi fyrir annarri eins togstreitu hjá stjórnarflokkunum eins og í þessu máli. Logi Már Einarsson varaformaður Samfylkingar er á sama máli. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir málið hafa verið í hefðbundnum farvegi. Vísir/Arnar Forsætisráðherra barst tölvupóstur um ákvörðun um hjásetu Íslands í atkvæðagreiðslu um vopnahlé á Gasa, nokkrum mínútum áður en hún fór fram hjá Sameinuðu þjóðunum. Hún segir að ekkert samráð hafi verið haft við sig. Utanríkisráðherra telur ferlið hefðbundið. Stjórnarandstaðan segir málið nærri fordæmalaust. Það var á föstudaginn sem atburðarásin í málinu hófst þegar tilkynnt var um að Ísland hefði setið hjá í atkvæðagreiðslu um tillögu Jórdaníu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Tillagan var hins vegar samþykkt á þinginu með meirihluta atkvæða. Þingflokkur Vinstri grænna lýsti því svo yfir á laugardag að Ísland hefði átt að greiða atkvæði með tillögunni. Þá gaf forsætisráðherra út í fjölmiðlum í gær að hún hafi ekki verið með í ráðum þegar ákvörðunin var tekin, það hefði átt að styðja tillöguna um vopnahléð. Ýmsir hafa stigið fram og gagnrýnt forsætisráðherra harðlega í málinu. Málið var svo tekið fyrir í utanríkismálanefnd í morgun þar sem Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra gaf þessar skýringar: „Forsætisráðuneytið hafði allar upplýsingar um það hvernig til stóð að greiða atkvæði og með hvaða áherslum við myndum gera það á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Og það var áður en atkvæðagreiðslan fór fram, áður en ræðan var flutt og það var allt í mjög hefðbundnu ferli. Þar sem samráðið fer fram í gegnum alþjóðafulltrúann,“segir Bjarni Benediktsson. Forsætisráðherra gaf ekki kost á viðtali í dag þar sem hún er erlendis en fréttastofa fékk síðdegis þær skýringar að Katrín Jakobsdóttir hefði vitað af því hvernig Ísland myndi greiða atkvæði um ellefu mínútum áður en það var gert. Hún hafi ekki séð póstinn fyrr en eftir atkvæðagreiðsluna og ekkert samráð hafi verið haft við hana um ákvörðunina. Fá fordæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar situr í utanríkismálanefnd. Hún var hugsi eftir skýringar utanríkisráðherra fyrir nefndinni í málinu í morgun. „Það stendur eftir sú spurning af hverju við fórum ekki í að vera með í þessari ályktun sem öll EFTA-ríkin, Noregur, Sviss og Liechtenstein og fleiri ríki studdu. Þetta er ekki góður bragur á því hvernig ríkisstjórn á að virka. Það eru fá fordæmi fyrir slíku,“ segir Þorgerður. Logi Már Einarsson varaformaður Samfylkingar og annar varaformaður utanríkismálanefndar sagði þetta í morgun: „Það er auðvitað óheppilegt að ríkisstjórnin sé klofin í málinu. Í fyrsta lagi er þessi ákvörðun um að sitja hjá mjög sérstök í ljósi orðalagsins í áskoruninni. Það eru fá fordæmi fyrir því að tveir stjórnarflokkar séu ósammála í grundvallaratriðum þegar kemur að slíkri ályktun. Það er nú lágmarkskrafa að fólk sé samstíga í slíkum málum,“ segir Logi Bjarni Jónsson þingmaðu fyrsti varaformaður Vinstri grænna í utanríkismálanefnd.Vísir/Arnar Bjarni Jónsson fyrsti varaformaður nefndarinnar og þingmaður Vinstri grænna vildi ekki taka undir það að ríkisstjórnin væri klofin. Þegar hann var spurður að því hvort ríkisstjórnin væri samstíga í málinu svaraði hann: „ Ég hef ekki nokkra trú á öðru,“ sagði Bjarni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Það var á föstudaginn sem atburðarásin í málinu hófst þegar tilkynnt var um að Ísland hefði setið hjá í atkvæðagreiðslu um tillögu Jórdaníu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Tillagan var hins vegar samþykkt á þinginu með meirihluta atkvæða. Þingflokkur Vinstri grænna lýsti því svo yfir á laugardag að Ísland hefði átt að greiða atkvæði með tillögunni. Þá gaf forsætisráðherra út í fjölmiðlum í gær að hún hafi ekki verið með í ráðum þegar ákvörðunin var tekin, það hefði átt að styðja tillöguna um vopnahléð. Ýmsir hafa stigið fram og gagnrýnt forsætisráðherra harðlega í málinu. Málið var svo tekið fyrir í utanríkismálanefnd í morgun þar sem Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra gaf þessar skýringar: „Forsætisráðuneytið hafði allar upplýsingar um það hvernig til stóð að greiða atkvæði og með hvaða áherslum við myndum gera það á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Og það var áður en atkvæðagreiðslan fór fram, áður en ræðan var flutt og það var allt í mjög hefðbundnu ferli. Þar sem samráðið fer fram í gegnum alþjóðafulltrúann,“segir Bjarni Benediktsson. Forsætisráðherra gaf ekki kost á viðtali í dag þar sem hún er erlendis en fréttastofa fékk síðdegis þær skýringar að Katrín Jakobsdóttir hefði vitað af því hvernig Ísland myndi greiða atkvæði um ellefu mínútum áður en það var gert. Hún hafi ekki séð póstinn fyrr en eftir atkvæðagreiðsluna og ekkert samráð hafi verið haft við hana um ákvörðunina. Fá fordæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar situr í utanríkismálanefnd. Hún var hugsi eftir skýringar utanríkisráðherra fyrir nefndinni í málinu í morgun. „Það stendur eftir sú spurning af hverju við fórum ekki í að vera með í þessari ályktun sem öll EFTA-ríkin, Noregur, Sviss og Liechtenstein og fleiri ríki studdu. Þetta er ekki góður bragur á því hvernig ríkisstjórn á að virka. Það eru fá fordæmi fyrir slíku,“ segir Þorgerður. Logi Már Einarsson varaformaður Samfylkingar og annar varaformaður utanríkismálanefndar sagði þetta í morgun: „Það er auðvitað óheppilegt að ríkisstjórnin sé klofin í málinu. Í fyrsta lagi er þessi ákvörðun um að sitja hjá mjög sérstök í ljósi orðalagsins í áskoruninni. Það eru fá fordæmi fyrir því að tveir stjórnarflokkar séu ósammála í grundvallaratriðum þegar kemur að slíkri ályktun. Það er nú lágmarkskrafa að fólk sé samstíga í slíkum málum,“ segir Logi Bjarni Jónsson þingmaðu fyrsti varaformaður Vinstri grænna í utanríkismálanefnd.Vísir/Arnar Bjarni Jónsson fyrsti varaformaður nefndarinnar og þingmaður Vinstri grænna vildi ekki taka undir það að ríkisstjórnin væri klofin. Þegar hann var spurður að því hvort ríkisstjórnin væri samstíga í málinu svaraði hann: „ Ég hef ekki nokkra trú á öðru,“ sagði Bjarni.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira