Bjarni Guðnason er látinn Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2023 08:06 Bjarni Guðnason sat á þingi fyrir Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Alþingi Bjarni Guðnason, fyrrverandi alþingmaður og prófessor, er látinn. Hann lést síðastliðinn föstudag, 95 ára að aldri. Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í morgun, en Bjarni sat á þingi fyrir Samtök frjálslyndra og vinstrimanna á árunum 1971 til 1974. Hann var landskjörinn þingmaður Reykvíkinga. Á vef Alþingis segir að Bjarni hafi verið fæddur í Reykjavík 3. september 1928, sonur Guðna Jónssonar prófessos og Jónínu Margrétar Pálsdóttur húsmóður. Fram kemur að hann hafi lokið stúdentsprófi frá MR árið 1948 og stundað nám í ensku við Háskólann í Lundúnum á árunum 1948 til 1949. Þá hafi hann lokið meistarapróf í íslenskum fræðum árið 1956 og doktorsprófi árið 1963. Á árunum 1963 til 1998 gegndi hann stöðu prófessor í íslenskri bókmenntasögu við Háskóla Íslands og var meðal annars fyrsti formaður Félags háskólakennara, 1969 til 1970. Bjarni ritaði bækur og greinar um íslenskar fornbókmenntir og samið skáldsögu, en doktorsrit hans var um Skjöldungasögu. Þá gaf hann út Danakonunga sögur með rækilegum formála á vegum Hins íslenska fornritafélags. Bjarni varð landskjörinn alþingismaður Reykvíkinga árið 1971 og sat á þingi fyrir Samtök frjálslyndra og vinstrimanna , síðar utan flokka, til ársins 1974. Var hann 2. varaforseti neðri deildar þingsins á þeim árum. Síðar átti hann eftir að gegna varaþingmennsku fyrir Alþýðuflokkinn. Í grein Morgunblaðsins segir ennfremur frá því að Bjarni hafi verið mikill íþróttamaður á sínum yngri árum og leikið allan sinn feril með Víkingi. Hann lék fjóra landsleiki í fótbolta á árunum 1951 til 1954 og sömuleiðis nokkra landsleiki í handbolta. Þá var hann íslenska landsliðinu sem vann Svía á Melavellinum í Reykjavík 29. júní 1951, 4-3. Bjarni gekk að eiga Önnu Guðrúnu Tryggvadóttur árið 1955 og eignuðust þau fjögur börn, þau Tryggva, Gerði, Auði og Unni. Anna Guðrún lést árið 2020. Andlát Alþingi Víkingur Reykjavík Reykjavík Háskólar Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í morgun, en Bjarni sat á þingi fyrir Samtök frjálslyndra og vinstrimanna á árunum 1971 til 1974. Hann var landskjörinn þingmaður Reykvíkinga. Á vef Alþingis segir að Bjarni hafi verið fæddur í Reykjavík 3. september 1928, sonur Guðna Jónssonar prófessos og Jónínu Margrétar Pálsdóttur húsmóður. Fram kemur að hann hafi lokið stúdentsprófi frá MR árið 1948 og stundað nám í ensku við Háskólann í Lundúnum á árunum 1948 til 1949. Þá hafi hann lokið meistarapróf í íslenskum fræðum árið 1956 og doktorsprófi árið 1963. Á árunum 1963 til 1998 gegndi hann stöðu prófessor í íslenskri bókmenntasögu við Háskóla Íslands og var meðal annars fyrsti formaður Félags háskólakennara, 1969 til 1970. Bjarni ritaði bækur og greinar um íslenskar fornbókmenntir og samið skáldsögu, en doktorsrit hans var um Skjöldungasögu. Þá gaf hann út Danakonunga sögur með rækilegum formála á vegum Hins íslenska fornritafélags. Bjarni varð landskjörinn alþingismaður Reykvíkinga árið 1971 og sat á þingi fyrir Samtök frjálslyndra og vinstrimanna , síðar utan flokka, til ársins 1974. Var hann 2. varaforseti neðri deildar þingsins á þeim árum. Síðar átti hann eftir að gegna varaþingmennsku fyrir Alþýðuflokkinn. Í grein Morgunblaðsins segir ennfremur frá því að Bjarni hafi verið mikill íþróttamaður á sínum yngri árum og leikið allan sinn feril með Víkingi. Hann lék fjóra landsleiki í fótbolta á árunum 1951 til 1954 og sömuleiðis nokkra landsleiki í handbolta. Þá var hann íslenska landsliðinu sem vann Svía á Melavellinum í Reykjavík 29. júní 1951, 4-3. Bjarni gekk að eiga Önnu Guðrúnu Tryggvadóttur árið 1955 og eignuðust þau fjögur börn, þau Tryggva, Gerði, Auði og Unni. Anna Guðrún lést árið 2020.
Andlát Alþingi Víkingur Reykjavík Reykjavík Háskólar Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira