Okkar tilvistarlegi heimavöllur Erna Mist skrifar 31. október 2023 11:31 Síminn er ekki lengur valkvæður fylgihlutur. Hann er orðinn fimmti útlimurinn; heili númer tvö staðsettur utan líkamans. Auk þess að vera okkar helsta samskiptatól er hann nauðsynlegur lykill að samfélaginu; tæki sem við notum til að rata, borga, fylgjast með þjóðfélagsumræðunni, aflæsa bílum og auðkenna okkur. Án hans er maður félagslega fatlaður, vitneskjulega takmarkaður, úr samhengi við samfélagið og menningarlega jaðarsettur. Okkar tilvistarlegi heimavöllur liggur nú á mörkum hins stafræna og veraldlega. En þó vitund okkar hafi vélvæðst að verulegu leyti hafa skjárinn og glugginn ekki runnið saman í eitt; munurinn á því að eiga sér félagslíf og vera á samfélagsmiðlum er sambærilegur muninum á því að njóta ásta og horfa á klám; munurinn á netspjalli og samræðum í hinum þrívíða heimi er sambærilegur muninum á því að spila tölvuleik og fara út á lífið. Milli sýndarveruleikans og veruleikans er ekki stigsmunur, heldur eðlismunur - svo hvað þýðir það þegar skjátíminn eykst jafnt og þétt á kostnað tímans sem við verjum í raunheimum? Í athyglishagkerfinu sem grundvallar samtímann hefur athyglin okkar að mestu leiti verið framseld til erlendra stórfyrirtækja, og vegna þess að stjórnvöld víðast hvar í heiminum óttast afleiðingar þess að ógna tæknirisunum er ekkert regluverk til staðar sem heldur þeim frá því að arðræna okkur því dýrmætasta sem við eigum. Óbeislaðir algóritmar herja á okkur úr öllum áttum og þynna okkur út í óvirka áhorfendur. Við eyðum tímanum í að skrolla okkur ofan í hyldýpi algóritmans, og í stað þess að tengjast fólkinu í kringum okkur eyðum við athyglinni í svarthvíta málefnaágreininga sem eru ekki málefnalegir ágreiningar heldur hreinræktaður smellibeitubisness. Þegar kemur að gervigreindinni erum við svo upptekin af því hvernig tölvur séu að verða meira eins og við að við gleymum að taka með í reikninginn hinn helminginn af jöfnunni - að við séum að verða meira eins og tölvur. Gervigreindin er gagnkvæmur samruni manns og tölvu, en við erum svo upptekin af sjálfvirknivæðingu atvinnugreina að við gleymum að spyrja hve stór hluti mannsheilans sé nú þegar orðinn að fyrirsjáanlegri vél. Manstu hvað þú vissir áður en leitarvélarnar tóku innsæi þitt úr sambandi? Manstu hvernig þér leið áður en þú gúglaðir það? Manstu hvað skipti þig máli áður en fyrirsagnirnar sögðu þér það? Því um leið og maður hættir að geta svarað þessum spurningum er tölvan farin að svara fyrir mann. Höfundur er listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Mist Gervigreind Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Síminn er ekki lengur valkvæður fylgihlutur. Hann er orðinn fimmti útlimurinn; heili númer tvö staðsettur utan líkamans. Auk þess að vera okkar helsta samskiptatól er hann nauðsynlegur lykill að samfélaginu; tæki sem við notum til að rata, borga, fylgjast með þjóðfélagsumræðunni, aflæsa bílum og auðkenna okkur. Án hans er maður félagslega fatlaður, vitneskjulega takmarkaður, úr samhengi við samfélagið og menningarlega jaðarsettur. Okkar tilvistarlegi heimavöllur liggur nú á mörkum hins stafræna og veraldlega. En þó vitund okkar hafi vélvæðst að verulegu leyti hafa skjárinn og glugginn ekki runnið saman í eitt; munurinn á því að eiga sér félagslíf og vera á samfélagsmiðlum er sambærilegur muninum á því að njóta ásta og horfa á klám; munurinn á netspjalli og samræðum í hinum þrívíða heimi er sambærilegur muninum á því að spila tölvuleik og fara út á lífið. Milli sýndarveruleikans og veruleikans er ekki stigsmunur, heldur eðlismunur - svo hvað þýðir það þegar skjátíminn eykst jafnt og þétt á kostnað tímans sem við verjum í raunheimum? Í athyglishagkerfinu sem grundvallar samtímann hefur athyglin okkar að mestu leiti verið framseld til erlendra stórfyrirtækja, og vegna þess að stjórnvöld víðast hvar í heiminum óttast afleiðingar þess að ógna tæknirisunum er ekkert regluverk til staðar sem heldur þeim frá því að arðræna okkur því dýrmætasta sem við eigum. Óbeislaðir algóritmar herja á okkur úr öllum áttum og þynna okkur út í óvirka áhorfendur. Við eyðum tímanum í að skrolla okkur ofan í hyldýpi algóritmans, og í stað þess að tengjast fólkinu í kringum okkur eyðum við athyglinni í svarthvíta málefnaágreininga sem eru ekki málefnalegir ágreiningar heldur hreinræktaður smellibeitubisness. Þegar kemur að gervigreindinni erum við svo upptekin af því hvernig tölvur séu að verða meira eins og við að við gleymum að taka með í reikninginn hinn helminginn af jöfnunni - að við séum að verða meira eins og tölvur. Gervigreindin er gagnkvæmur samruni manns og tölvu, en við erum svo upptekin af sjálfvirknivæðingu atvinnugreina að við gleymum að spyrja hve stór hluti mannsheilans sé nú þegar orðinn að fyrirsjáanlegri vél. Manstu hvað þú vissir áður en leitarvélarnar tóku innsæi þitt úr sambandi? Manstu hvernig þér leið áður en þú gúglaðir það? Manstu hvað skipti þig máli áður en fyrirsagnirnar sögðu þér það? Því um leið og maður hættir að geta svarað þessum spurningum er tölvan farin að svara fyrir mann. Höfundur er listmálari.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun