Fundu beinflís úr höfuðkúpu Shani Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2023 11:32 Shani Louk var 22 ára gömul. Instagram Móðir ungrar konu sem talið var að væri gísl Hamas-samtakanna hefur verið tilkynnt af yfirvöldum í Ísrael að hún sé látin. Talið var að Shani Louk væri ein af gíslum Hamas á Gasaströndinni en beinflís úr höfuðkúpu hennar hefur fundist. Móðir Shani staðfesti í gær að dóttir hennar væri látin. Shani var 22 ára gömul með bæði ísraelskt og þýskt ríkisfang og var einn af hundruðum gesta Supernova tónlistarhátíðarinnar sem haldin var skammt frá Gasaströndinni þann 7. október. Vígamenn Hamas-samtakanna umkringdu hátíðarsvæðið og myrtu þar minnst 260 manns, auk þess sem margir gíslar voru teknir. Beinflísin sem fannst er hluti af neðri hluta höfuðkúpunnar. Myndefni sem birt var á samfélagsmiðlum eftir árásina sýndi menn á pallbíl aka um Gasaströndina með fáklædda Shani á pallinum og vegfarendur fagna. Ekki er ljóst hvort hún er látin á þeim tímapunkti sem myndefnið var tekið eða meðvitundarlaus en sjá má blóð á hnakka hennar. Líki Shani var ekið um Gasaströndina eftir árásirnar 7. október. Ricarda Louk, móðir Shani, hefur áður sagt að hún hafi talið að dóttir sín hafi verið á lífi þegar myndbandið var tekið. Samkvæmt DW sagðist fjölskylda Shani hafa heimildir fyrir því að hún hefði verið flutt á sjúkrahús á Gasaströndinni til aðhlynningar. Nú segist Ricarda þeirrar skoðunar að dóttir sín hafi verið skotin á tónlistarhátíðinni og lík hennar hafi verið flutt til Gasastrandarinnar. „Í það minnsta þjáðist hún ekki,“ sagði Ricarda í viðtali við þýskan miðil og sagði hún gott að vita til þess. Lík Shani hefur ekki fundist og ekki liggur fyrir hvar beinbrotið fannst, samkvæmt frétt BBC. Yitzchak Herzog, forseti Ísrael, sagði í viðtali við þýska miðilinn Bild í gær að vígamenn Hamas hefðu skorið höfuðið af Shani en það hefur ekki verið staðfest. Að minnsta kosti 1.400 manns dóu í árásum Hamas þann 7. október, og þar af lang flestir óbreyttir borgarar, Samkvæmt BBC hefur gengið erfiðlega að bera kennsl á mörg lík vegna þess hve illa þau eru farin. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir „Nú er tíminn fyrir stríð“ Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur hafnað áköllum eftir vopnahléi á Gasa og segir frelsun eins af gíslunum sem Hamas tóku 7. október síðastliðinn sem sönnun þess að hægt sé að uppræta Hamas og endurheimta þá sem voru teknir. 31. október 2023 06:33 Vilja öryggissveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna á Gasa Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa kallað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar sendi öryggissveitir til Gasa til að vernda almenna borgara. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stjórnað er af Hamas, segja 8.306 látna í árásum Ísraelshers. 30. október 2023 12:19 Ísraelar hafi farið yfir línuna Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs skýtur föstum skotum á Ísraela og segir þá hafa gengið of langt. Hann kveðst átta sig á sjálfsvarnarrétti ríkja en telur aðgerðir ekki samræmast meðalhófi. Ísraelar vísa ummælunum á bug. 29. október 2023 19:01 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Sjá meira
Shani var 22 ára gömul með bæði ísraelskt og þýskt ríkisfang og var einn af hundruðum gesta Supernova tónlistarhátíðarinnar sem haldin var skammt frá Gasaströndinni þann 7. október. Vígamenn Hamas-samtakanna umkringdu hátíðarsvæðið og myrtu þar minnst 260 manns, auk þess sem margir gíslar voru teknir. Beinflísin sem fannst er hluti af neðri hluta höfuðkúpunnar. Myndefni sem birt var á samfélagsmiðlum eftir árásina sýndi menn á pallbíl aka um Gasaströndina með fáklædda Shani á pallinum og vegfarendur fagna. Ekki er ljóst hvort hún er látin á þeim tímapunkti sem myndefnið var tekið eða meðvitundarlaus en sjá má blóð á hnakka hennar. Líki Shani var ekið um Gasaströndina eftir árásirnar 7. október. Ricarda Louk, móðir Shani, hefur áður sagt að hún hafi talið að dóttir sín hafi verið á lífi þegar myndbandið var tekið. Samkvæmt DW sagðist fjölskylda Shani hafa heimildir fyrir því að hún hefði verið flutt á sjúkrahús á Gasaströndinni til aðhlynningar. Nú segist Ricarda þeirrar skoðunar að dóttir sín hafi verið skotin á tónlistarhátíðinni og lík hennar hafi verið flutt til Gasastrandarinnar. „Í það minnsta þjáðist hún ekki,“ sagði Ricarda í viðtali við þýskan miðil og sagði hún gott að vita til þess. Lík Shani hefur ekki fundist og ekki liggur fyrir hvar beinbrotið fannst, samkvæmt frétt BBC. Yitzchak Herzog, forseti Ísrael, sagði í viðtali við þýska miðilinn Bild í gær að vígamenn Hamas hefðu skorið höfuðið af Shani en það hefur ekki verið staðfest. Að minnsta kosti 1.400 manns dóu í árásum Hamas þann 7. október, og þar af lang flestir óbreyttir borgarar, Samkvæmt BBC hefur gengið erfiðlega að bera kennsl á mörg lík vegna þess hve illa þau eru farin.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir „Nú er tíminn fyrir stríð“ Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur hafnað áköllum eftir vopnahléi á Gasa og segir frelsun eins af gíslunum sem Hamas tóku 7. október síðastliðinn sem sönnun þess að hægt sé að uppræta Hamas og endurheimta þá sem voru teknir. 31. október 2023 06:33 Vilja öryggissveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna á Gasa Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa kallað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar sendi öryggissveitir til Gasa til að vernda almenna borgara. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stjórnað er af Hamas, segja 8.306 látna í árásum Ísraelshers. 30. október 2023 12:19 Ísraelar hafi farið yfir línuna Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs skýtur föstum skotum á Ísraela og segir þá hafa gengið of langt. Hann kveðst átta sig á sjálfsvarnarrétti ríkja en telur aðgerðir ekki samræmast meðalhófi. Ísraelar vísa ummælunum á bug. 29. október 2023 19:01 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Sjá meira
„Nú er tíminn fyrir stríð“ Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur hafnað áköllum eftir vopnahléi á Gasa og segir frelsun eins af gíslunum sem Hamas tóku 7. október síðastliðinn sem sönnun þess að hægt sé að uppræta Hamas og endurheimta þá sem voru teknir. 31. október 2023 06:33
Vilja öryggissveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna á Gasa Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa kallað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar sendi öryggissveitir til Gasa til að vernda almenna borgara. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stjórnað er af Hamas, segja 8.306 látna í árásum Ísraelshers. 30. október 2023 12:19
Ísraelar hafi farið yfir línuna Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs skýtur föstum skotum á Ísraela og segir þá hafa gengið of langt. Hann kveðst átta sig á sjálfsvarnarrétti ríkja en telur aðgerðir ekki samræmast meðalhófi. Ísraelar vísa ummælunum á bug. 29. október 2023 19:01